26.4.2009 | 23:34
Varstu þá bara að daðra við elítuna Steingr....
Varstu þá bara að daðra við elítuna Steingrímur, þegar þú sagðir fyrir kosningar að þið (samstarfsflokkarnir) munduð leysa Evrópumálin farsællega, eins og þið hafð leyst þau mál sem þið höfðuð unnið fram að þessu, ef þið fengjuð til þess fylgi í komandi kosningum?
Eða hversvegna varstu svona yfirmáta hreinskilinn allt í einu daginn eftir kjördag? Að þú þurftir að segja fjölmiðlafólki til syndanna, þegar það ætlaði að spyrja nánar út í hversvegna dampurin hefði dottið niður í baráttunni vikunni fyrir kosningar?
Var það Kolbrúnu að kenna, varstu spurður, og þú veltir því upp að það gæti hafa haft áhrif, en þú værir ekki viss. -
Næsta spurning gat þá verið hvort fylgið hefði dottið niður vegna þinna eigin orða í svokölluðum "Formannaþætti" fyrir kosningar. - En þeir sem þú kallaðir "fjölmiðlaelítu" veltu einmitt upp þeirri spurningu hvort þú sjálfur hafir ekki kallað fram fylgishrun, í kosningavöku sjónvarpsins.
En þar sem þú ert nú eldri en tvævetur í pólitískri reynslu, þá snérir þú snarlega við orðum spyrjanda, með yfirlýsingu um að nú verðir þú bara að lýsa yfir hversu hreinskilinn þú sért, þú gætir bara ekki á þér setið lengur, nú yrðir þú að leysa frá skjóðunni.
Í fyrstu hélt ég að þú værir komin á "trúnaðarskeiðið" svefndrukkinn maðurinn, en svo var ekki.
Ég spyr því varstu þá að "daðra við elítuna" þegar þú svaraðir því til að Evrópusambandsmálin mundu leysast farsællega, ef þessir tveir flokkar fengju meirihluta, eftir kosningar?
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hehe, úpps, ein smá bitur
halkatla, 26.4.2009 kl. 23:38
Ég sá ekkert athugavert við að Steingrímur talaði um stýringu fjölmiðla á umræðunni.
Það vantar fleiri sjónarhorn í umræðina og ekki bara í ESB.
Ég veit ekkert hvað ég vil í ESB og er þess vegna alveg til í að ganga til viðræðna en það er eina leiðin til að komast að því.
EN ég skil hvað Steingrímur á við og ég tek undir með honum.
Svo held ég að við ættum að vera vinir til vinstri. Tækifærið sem við höfum núna er sögulegt og afskaplega dýrmætt.
Til hamingju kæra LG.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 00:11
Nei, Anna Karen ég er ekki bitur, nema síður sé. - Ég er hinsvegar sár út í formann VG, ef hann ætlar að fara gegn samþykktum eigin flokks. - Ég er mjög ánægð með niðurstöður kosninganna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 00:15
Halló, fæ ég ekki einu sinni netknús? Búhú.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 00:22
Ég er sko vinur til vinstri Jenný Anna, en ég skil orð Steingríms ekki öðruvísi en svo, að hann leggur ekki í að ganga gegn LÍÚ og kvótakóngunum. En ég hefði viljað að hann segði það fyrir kosningar.
Ég skil ekki þessa ofurviðkvæmni Steingríms út í fjölmiðla.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 00:22
Ég er með í maganum sko, mér fannst bæði Jóhanna og Steingrímur með allt aðra "áru" í kvöld en í dag. Hvað gerðist? Ég er svo hrædd um að þau glutri þessu niður á einhvern máta.
Úff.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 00:24
Jú, Jenný Anna þú færð sko alveg RISASTÓRT margfalt netknús og meira en það. -
Ég var BARA að horfa á endurtekið "Silfur Egils" frá því í dag. - Var nefnilega að vinna í dag og missti þ.a.l. af því.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 01:14
Þarna er ég sammála þér, ég skil ekki heldur hvað er að gerast. Þessvegna hef ég verið að horfa á endursýninguna núna í kvöld, með von um að ég finni út hvað er í gangi. Í stað þess að fara að sofa, eins og maður ætti að gera. Ég skil ekki afhverju ég er svona áhyggjufull. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 01:19
Við unnum jú kosningarnar, eða hvað ? Afhverju þá þessar áhyggjur?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 01:22
Vona að þetta sé ekki "a woman´s intuiton". Úff.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 01:59
Mér finnst sorglegt að ESB umræðan hafi yfirtekið "skjaldborgina um heimilin" sem lofað var í fyrri ríkisstjórn. Þetta er bara til þess að láta fólkið hugsa um annað en ástandið á heimilum landsmanna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2009 kl. 02:08
Innlitskvitt og kveðjur....:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:31
Það eina sem við kellur getum gert eins og sakir standa er að bíða, það erum við hinsvegar mislagnar við
Ragnheiður , 28.4.2009 kl. 13:09
Sammála þér Lilja Guðrún. Uppgötvaði hins vegar hvað það er í raun gott að vera erlendis þegar kosningar ganga yfir. Maður missir alveg af "tilfinningarússíbananum" sem fer alltaf af stað um leið og kjörstöðum lokar. Missir af "overdozinu" af kosningafréttum fyrir og eftir kosningarnar og nær að lesa það sem maður velur sér á vefnum. Á m.a.s. ekki í vandræðum með að slökkva á tölvunni þegar útsendingin í gegnum ruv.is er að hrekkja mann. Veit að niðurstöðurnar verða hvort eð er bara tilbúnar þegar maður vaknar, nokkrum tímum á undan íslensku þjóðinni (eða á eftir).
Netknús til þín mín kæra!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 30.4.2009 kl. 18:15
Sæl skvís. Ég deili þessum áhyggjum þínum, var að vonast til að stjórnin yrði mynduð á mun styttri tíma. Vonum það besta.KÆR Kveðja og rafrænt knús.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.