10.3.2009 | 20:55
Loksins, loksins !
Loksins eygi ég von um að málin verði gerð upp !
Ég eygi von um að glæpamennirnir sem komu landi okkar og þjóð, á þann stað þar sem við erum nú, verði sóttir til saka.
Nú eygi ég von um, að þeir verði látnir skila til baka, þeim þúsundum milljaraða, sem þeir hafa stolið frá landi og þjóð, og horfið með af landi brott, og falið í skattaskjólum hér og hvar um heiminn.
Ég eygi líka, þá von, að þeir sem gerðu þessum glæpamönnum það kleift, að svíkja þannig land sitt, og þjóð, verði líka sóttir heim, og látnir svara fyrir gjörðir sínar, og/eða aðgerðarleysi sitt.
Ég vil þakka þeirri ríkisstjórn, sem nú er við völd, fyrir að ráða Evu Joly, til að stjórna þeirri rannsókn sem loksins, loksins fer nú af stað.
Loksins get ég sest niður og andað léttar.
Því nú eygi ég von, um framtíð þessa lands.
Von um, að landið mitt Ísland, verði byggilegt á ný.
Að landið mitt Ísland öðlist aftur traust og trú meðal siðmenntaðra þjóða.
En fyrst þurfum við, að vinna sigra.
Það er ljóst, að við eigum erfiða tíma fyrir höndum, við þurfum að vinna land.
Við þurfum að vinna land, og við þurfum að gera landið byggilegt.
Við þurfum að vinna land og yrkja landið upp á nýtt.
Við þurfum að koma á stjórnlagaþingi.
Og við þurfum að leggja núverandi ríkisstjórn lið, við að vinna þeim málum brautargengi, sem við ætlumst til að þau geri.
Það gerum við helst, með því að kjósa þau, til áframhaldandi góðra verka.
Á meðan stjórnlagaþing vinnur að gerð nýrrar og betri stjórnarskrár.
Og vinnur að tillögum, um, hvernig við stofnum nýtt lýðveldi.
Svo kjósum við aftur.
Og þá ............
Gagnrýnir fámenna rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
að ganga. - Ef ekki nú, -hvenær þá?
Það sem nú er að gerast í okkar þjófélagi þessa daganna er of gott, til að kasta því fyrir róða, áður en við erum komin með tryggingu fyrir því, að réttlætið sé komið til að vera.
Þá á ég við, að við þurfum að kjósa "stjórnlagaþing" , en á meðan það er að vinna að nýrri stjórnarskrá, þurfum við að hafa nokkurskonar "vinnustjórn" , sem vinnur í anda þeirrar kröfu sem komu svo skýrt fram hjá þjóðinni, og varð til þess að ríkisstjórn Geirs H.H. féll. -
Því legg ég til að við kjósum þá flokka sem nú eru við stjórn, til að stjórna landinu þar til stjórnlagaþingið hefur lokið störfum.
OG ÞAR TIL EVA JOLY HEFUR LOKIÐ SINNI RANNSÓKN.
ÞVÍ ÉG ER SVO HRÆDD UM AÐ HÚN FÁI EKKI VINNUFRIÐ EF ÞEIR KOMAST AFTUR TIL VALDA, SEM ULLU ÞESSUM ÓSKÖPUM, ÁÐUR EN HÚN LÝKUR SINNI RANNSÓKN.
Þá stofnum við nýtt "Lýðveldi" og kjósum aftur samkvæmt nýrri Stjórnarskrá.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.3.2009 kl. 21:45
Fyrirgefðu Ægir, en hér fyrir ofan átti að standa eftirfarandi:
Ójá, Ægir, ég skal sko svo sannarlega standa með þér, því nú þurfum við svo sannarlega að standa saman, öll sem einn. - Ef ekki nú, hvenær þá?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.3.2009 kl. 21:57
Eva Joly er bara ráðgjafi. En ég vona að henni og þeim sem hún bendir á eða ræður til rannsóknarvinnu verði óháðir. Helst útlendingar, með fullt umboð til rannsóknar alveg upp í topp. Allt þarf að koma upp á borð, hvernig þessi kerfisbundni flutningur á auðæfum okkar Íslendinga til skattaskjóla var háttað og hvernig hægt er að nálgast þessa peninga aftur..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:59
Eva Joly eykur bjartsýni okkar svo um munar
Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2009 kl. 03:37
Það er komið Valhallarnafn á hana; Aupairlögmaðurinn skal hún heita Sjálfstæðismenn bara geta ekki á heilum sér tekið þessa dagana. Nú mun allt kapp sett á að niðurlægja hana sem mest og gera lítið út henni, og á eftir jarma svo sauðirnir.
Nei það er svo sannarlega gott að þau Jóhanna og Steingrímur eru vakandi fyrir því sem fólkið á götunni segir. Það er af sem áður var allt steindautt og frosið í fyrri ríkisstjórn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2009 kl. 09:15
Svo satt LG, nú höfum við von og með hana gengur allt betur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 11:19
Ljúfan dag mín elskuleg ;)
Aprílrós, 11.3.2009 kl. 15:36
Þarna eigi ég einnig góða von og ætlast til að hún láti ekkert stoppa sig.
Við verðum svo að vera bjartsýn.
Ljós yfir til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.