18.2.2009 | 01:44
Eftirlauna(ó)lögin burt !!!
Nú er fyrsta umræða um afnám eftirlaunalaganna hafin á Alþingi.
Nú hljóta allir þingmenn að vera í stuði, yfir að fá loks að standa við orð sín, og taka þátt í, að afnema þessi fjárans eftirlaunaólög.
Nú getur líka Birgir Ármannsson aldeilis glaðst, því loksins er stjórnarfrumvarp um afnám eftirlaunalaganna komið fram. -
Og nú getur Birgir Ármanns samviskusamlega tekið frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um afnám eftirlaunalaganna sem hann hefur setið á síðan haustið 2007, og ekki viljað láta fjalla um, í allsherjarnefnd af því að stjórnarfrumvarp sé væntanlegt um sama mál, hvað úr hverju.
Já, nú getur Birgir semsagt tekið frumvarp Valgerðar Bjarna & félaga, og stungið því allsstaðar annarsstaðar en undir stól.
Hann getur m.a.s. stungið því í rass.....vasann sinn, eða félaga sinna, ef það "sé" stemmning.
Eða, hann getur sjálfur lagt það fram, því það gengur lengra en frumvarp Steingríms J. Og þá mundi nú Birgir Ármannsson skora feitt. -
Svo sá ég að Sigurður Kári sagði í fréttum að hann vildi að Kjararáð réði eftirlaunum þingmanna alveg eins og launum þeirra. -
Sigurður Kári áttar sig kannski á því hvernig kaupin gerast á eyrinni, ef hann les lögin um eftirlaun opinberra starfsmanna, og hverjir það eru sem þau ákveða.
Og hversvegna sömu lög eiga að gilda um alla opinbera starfsmenn þegar til eftirlauna kemur.
Sá líka að Kristinn H. Gunnarsson kvartaði sáran, á sömu nótum og Siv um daginn, - Kristinn H. sagði að ef hann þyrfti að fá sömu eftirlaun og aðrir opinberir embættismenn, þá yrði hann að fá hærri laun, þá yrði að hækka laun þingmanna, ef almennilegir þingmenn ættu að fást til að setjast á þing hér eftir.
Jamm. - Já, það er fjör, - já, það er fjör, .....
Við sjáum hvað setur, og fylgjumst grannt með.
![]() |
Ræða eftirlaunalögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála
Ég vil ekki borga fyrir lúxuslíf fyrrverandi alþingismanna. Ekkert Jón og Séra Jón í svona málum. Allir eiga að geta lifað mannsæmandi lífi á eftirlaunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 02:07
Einmitt Jóna Kolbrún eins og talað út úr mínu hjarta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 02:18
Ég var með æluna í kokinu við að horfa á KHG, BB og fleiri rembast við að vera á móti án þess að vera á móti. Erfitt verk og þeir fundu frumvarpinu allt til foráttu.
Reyndar finnst mér þingmannalaun ekkert of há, en eftirlaunafrumvarpið er ósómi sem ekki er stætt að hafa lengur við líði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 15:01
Mér finnst einn afar stór ókostur við að sjallarnir eru ekki lengur í stjórn; menn eins og Birgir Ármanns, sem aldrei sást áður, er núna sífellt blaðrandi í pontu um ekki neitt, mér og örugglega fleirum til óhemju leiðinda.
Ég vil sjallana úr sviðsljósinu. Bara nenni ekki að hlusta á þá lengur.
Anna Einarsdóttir, 18.2.2009 kl. 20:04
Sammála þér og Jennýju, laun alþingismanna eiga að vera há. En þeir eiga ekki að njóta sérstakra eftirlaunakjara sem eru algjörlega úr takti við það sem gengur og gerist meðal almennra launþega. Hitt er síðan annað, hvað er með Sigurð Kára ... ÞARF hann að tala um ALLT ?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.2.2009 kl. 20:30
Tiger, 18.2.2009 kl. 21:45
Alveg sammála þér.
Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:26
Það er fyndið að horfa á þessa karla reyna að draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru, og allt af eintómri umhyggju fyrir mér og þér.
Ég segi eins og Jenný ég er með æluna upp í kok. En ég gat samt hlegið að heyra Ástu Möller eða hvað hún nú heitir sú ágæta kona væla í útvarpinu í dag um skæruhernað Ögmundar við að eyðileggja allt góða starfið hans Guðlaugs Þórs
Mér datt í hug að skvetta vatni á gæs, og á ég þá við þessa nýtilkomnu umhyggju hennar fyrir landslýð og glætuna að fólk sjái ekki í gegnum vælið í henni, sem vill einkavæða heilbrigðiskerfið sem mest hún má, sér til handa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 17:32
Vel skrifaður pistill og mikið er ég sammála þér.
Þökk til þín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.