9.2.2009 | 12:34
Vitlausasti maðurinn !?!?!?!?!?!?
Vitlausasti maðurinn
Auðvitað þóttist ég hafa heilmikla þekkingu og reynslu frá því ég var borgarstjóri og forsætisráðherra lengi og það allt saman en ég komst auðvitað fljótt að því að þegar maður kemur í nýtt starf að þá er maður vitlausasti maðurinn á staðnum í töluverðan tíma. Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðunum og ég skyldi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar. Og það er ekkert að því að vera vitlausasti maðurinn á staðnum ef þú viðurkennir það. Ef þú viðurkennir það þá hættirðu því kannski fljótlega en ef þú viðurkennir það ekki og þykist vera eitthvað betri heldur en þú ert þá verðurðu það bara áfram.
Davíð Oddsson í Kastljósi í september 2006, nýorðinn Seðlabankastjóri
Þetta fann ég á bloggi Sigurjóns M. Egilssonar, og mér fannst alveg tilvalið að setja það hér inn rétt til að minna á þessi orð Davíðs.
Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahaha, nú er ég farin að skilja.
Til hamingju með leikafmælið þitt og flottu myndina af þér í Fréttó.
Alltaf jafn flott, enda ein af mínum uppáhalds leikkonum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2009 kl. 13:45
Hann Davíð heldur áfram að vera vitlausasti maðurinn, í vitlausu húsi, á vitlausum tíma.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.2.2009 kl. 16:03
Þetta er stórkostlegt, þegar ég les þetta þá rifjast upp fyrir mér að ég sá þetta viðtal. Og karlinn hefur sýnt að hann er ennþá vitlausasti maðurinn á staðnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 11:01
Til hamingju með afmælið.Já þetta er orðið neyðarlegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:42
Hahaha, en súrt, hann er ekki lengur fyndinn einu sinni. Á morgun mun ég syngja Kallið er komið, með Þjóðkórnum fyrir utan Seðlabankann kl. 12:OO.
Þó græt ég ekki þennan Íslending, ég græt úr gleði þegar hann hipjar sig.
Til hamingju með leikafmælið Lilja mín, þú ert stórkostleg! kveðja, eva
Eva Benjamínsdóttir, 10.2.2009 kl. 16:50
Ætlaði nú bara að óska þér til hamingju með leikafmælið geri aðrir betur.
Þú ert rfábær elskan mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 17:12
J'a Lilja Guðrún, innilega til hamingju með þennan áfanga í list þinni og starfi! Um mannin hérna ræði ég hins vegar lítt sem aldrei, finnst hann vart þess virði.
Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2009 kl. 18:27
lífið það er list og puð
líklega það metur
Leikkonan hún Lilja guð
leikur öðrum betur
knúsímús
Kristján Logason, 11.2.2009 kl. 15:23
Ellin leika lækjum hjá
líf þar áfram streymir
stuðla Magnús ekki má
mann þó góðann geymir
Renna oft um rímna svell
reyna ei á lungu
oft að stuðlum standa ell
streyma ljúft af tungu
Bara fyrir þig Magnús er svo hér eitt rímsull um ríki vort.
Þar sem þú ert svo hrifinn af Elli þá læt ég seinni vísuna, sem jafnframt telst þýðing, fljóta með en hún skal lesast eins og fyrri vísan með L í stað R að Japönskum vandræða hætti (þeir eiga jú erfitt með r)og fæst þá svipuð meining enn annað innihald
ríka oft ég ríma vil
rjóma okkar dyggða
rekur ekki ríkið til
rangra vestur byggða
Japanska útgáfan
líka oft ég líma vil
ljóma okkar dyggða
lekur ekki líkið til
langra vestur byggða
Kristján Logason, 12.2.2009 kl. 13:54
Já, Davíð er enn samur við sig vill hafa alla athygli með góðu eða illu.- Dásamleg var hún uppsetning og gerð vina hans á stuttmyndinni "Eftirför Einstaks Snillings", þar sem Davíð lék aðalhlutverkið , og sýndi snilldartakta, eins og honum einum er lagið. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.2.2009 kl. 18:26
Kærar þakkir öll fyrir fallegar kveðjur.
Kristján elsku strákurinn minn, ég hef elskað þig frá því þá sást fyrst dagsins ljós, og geri enn, hjartans snillingurinn minn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.2.2009 kl. 18:28
En hvað það má skemmta sér og ylja við að grafa upp margra ára gömul ummæli, snúa út úr þeim, hæðast að þeim sem lét þau falla, setja sig svo á háan hest og telja sig vera merkilegri en hann. Það er því mannalegra sem fleiri vega ómálefnalega að einum.
Sá fær flest stig sem getur sagt eitthvað nógu rætið, ómerkilegt, málefnasnautt, yfirborðskennt og haturslægt um Davíð Oddsson!
Það var vissulega ömurlegt að sjá bankaturnana hrynja, en ömurlegra þó er að horfa á eftir almennu skynseminni og málefnalegu umræðunni leka líkt og blóðið úr þjóðfélaginu, en fylgjast með frávita, öskrandi lýðnum taka yfir með sinni smitandi fæð, lýðskrumi og múgæsingu.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 02:49
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.