Piparúði drepur !!!!!

Svar embættismanna heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurnum Guðrúnar Erlu Geirsdóttur myndlistarkonu um heilsufarsleg áhrif piparúða  á þá sem fyrir honum verða eru alveg með eindæmum, og veita á engan hátt fullnægjandi svar um mögulega skaðsemi piparúða, á þá sem fyrir honum verða. 

   Við erum bananalýðveldi, ef við tökum svona svörum embættismanna á heilbrigðissviði hjá Reykjavíkurborg, þegjandi og hljóðalaust.

   Það að Bandaríkjamenn hafi bannað sölu á piparúða,  nema með sérstökum undanþágum, sem þarf að sækja um leyfi fyrir, eins og um kaup á byssu sé að ræða, segir sína sögu.

   Þetta stranga skilyrði fyrir kaupum á piparúða, settu Bandaríkjamenn þegar sýnt þótti,  og sannað, svo ekki varð um villst, -  að piparúði getur valdið varanlegum skaða. Og piparúði getur valdið dauða þess sem fyrir honum verður. 

  Alveg eins og skot úr byssu getur valdið dauða þess sem fyrir skotinu verður.

ÞESSVEGNA VORU SETT SÖMU LÖG UM KAUP OG NOTKUN OG Á PIPARÚÐA -  OG UM KAUP OG NOTKUN Á BYSSU í Bandaríkjunum.

Piparúði getur valdið dauða, og hefur valdið svo mörgum dauðsföllum í BNA að setja þurfti ströng lög um notkun hans.

Ég hvet því Guðrúnu Erlu Geirsdóttir varaborgarfulltrúa Samfylkingar til að fylgja fyrirspurn sinni fast eftir, og sætta sig ekki við svona vinnubrögð, eins og svar embættismanna heibrigðissviðs Reykjavíkurborgar ber vott um. 

Um  leið vil ég þakka Gerlu árvekni hennar, fyrir heill og heilsu borgarbúa.

 HÚRRA FYRIR GERLU !!!!!


mbl.is Tekist á um piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér þótti óeirðalögreglan fara mjög frjálslega með piparúðann í mótmælunum, það var úðað á fólk sem var að hörfa og forða sér.  Auðvitað á að banna svona efnavopn á fólk. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einmitt svona efnavopn eru m.a.s. bönnuð í hernaði. -  Svo fáránlega sem það hljómar. -

En Óeirðalöggan úðaði yfir allt og alla sem fyrir varð og meira til, hún miðaði t.d. svo vel og vandlega á fréttaljósmyndara og myndatökumenn, og spreyjaði beint í augu þeirra, reif m.a.s. af einum gleraugun svo að gasið færi nú örugglega beint í augu myndatökumannsins.  -

Og þarna voru engir mótmælendur fyrir þegar þessi ósköp dundu yfir eins og sjá má af myndum af þessum fádæma atburði sem þarna átti sér stað um miðjan dag þann 20. janúar s.l. sem varð auðvitað til þess að hleypa af stað þeirri byltingu sem varð þegar ´þjóðin fann taktinn. 

 - Búsáhaldabyltingin byrjaði á þeirri mínútu sem lögreglan meisaði heimildamyndamenn framtíðarinnar, við upphaf stjórnarbyltingarinnar sem nú er orðin að veruleika.

Eftir á að hyggja, hef ég velt því fyrir mér hvort þetta var með ráðum gert, hjá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, svona ógleymanleg kveðjustund. sem skráð verður í sögubækur. - Hann hetjan að verja ráðamenn og ríkisstjórn, og Alþingishúsið. 

 Eða,  hvort ríkisstjórnin hafi panikerað,  þegar þeir fundu og heyrðu samkenndina og samstöðuna í  búsáhaldatakti þeirra þúsunda Íslendinga sem saman voru komnir og klöppuðu taktinn, hver sem betur gat,  á Austurvelli og í Alþingisgarðinum þennan dag. -

 Allavega er þetta stund sem ég mun aldrei gleyma, svo lengi sem ég lifi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 03:38

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Geturðu vísað í heimildir fyrir þessum fullyrðingum þínum, Lilja Guðrún?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 08:36

4 Smámynd: MacGyver

Eh, þarf ekki sérstakt leyfi fyrir piparúða í Bandaríkjunum til þess að einfalda lagamál eins og ef einhver notar piparúða óréttlátt á einhverjum öðrum og sá einstaklingur er að verða kærður fyrir assault? Ég held að langvarandi skaði piparúða kemur lítt við þar sem Bandaríkjumenn eru heimilaðir eign á flame throwers, handsprengjum og bazookas.

MacGyver, 3.2.2009 kl. 08:44

5 identicon

Sala á piparúða er ekki bönnuð í Bandaríkjunum. Og ef þetta er bannað í hernaði (sem ég þekki ekki) Þá held ég að ástæðan sé ekki sú að þetta er bráðdrepandi. Frekar sú að maður eða menn sem eru með td. skotvopn og sjá ekkert eru jafn hættulegir eigin mönnum og andstæðingunum. Eins líka væri þá líka mögulegt að úða efninu í stórum stíl yfir stór svæði og stórar herdeildir, en þá væri sú deild óstarfhæf í góðar 20 min og auðvelt væri að slátra henni. Það væri bara ekki sanngjarnt.   Það eru allskonar græjur bannaðar í hernaði en ástæðan er aldrei sú að viðkomandi græjur séu hættulegar eða bráð drepandi. Ef það væri þá væri náttúrulega bara bannað að fara í stríð. Piparúði er bara kidstuff.

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar, Kastljós 20. jan. sl. er ágæt heimild um meirihluta fullyrðinga Lilju. Í viðtalinu við Stefán Eiríksson lögreglustjóra kemur fram (ca. 26:00) að það sé ekki eðlileg framganga ef lögreglumenn hafi í einhverjum sprautað piparúða beint í augun á fólki. Fyrr í þættinum (frá ca. níundu mínútu) voru sýndar fréttamyndir úr Alþingisgarðinum þar sem greinilega má lögreglumenn sprauta ítrekað á mótmælendur sem og fréttmenn, og miða beint í augun á þeim. Ekki úr neinum smá úðabrúsa heldur stóreflis sprautukönnu! Á eftir því er talað við við fréttaljósmyndara sem var gerður að skotmarki af hálfu lögreglu, ca. 10:45 í þættinum má svo sjá afleiðingarnar af kylfuhöggum sem voru látin dynja á óvopnuðum borgurum.

Fyrir utan þetta hef ég persónulega orðið vitni að því að úðanum hafi verið beitt án nokkurrar viðvörunnar, í það skipti var ég sjálfur í skotlínunni og horfði á væna bunu fljúga gegnum loftið, nákvæmlega í augnhæð. Loks voru mörg dæmi um að úðanum væri beint að fólki sem annaðhvort stóð kyrrt og hafði sig lítið í frammi, eða var jafnvel á flótta en var elt uppi og spreyjað engu að síður og jafnvel barið með kylfum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 10:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þessari færslu.  Það var óhugnanlegt að fylgjast með myndum af lögreglunni algjörlega fara yfir strikið við að ráðast á venjulega borgara oft án tilefnis.  Þessi mál þarf að rannsaka ofan í kjölinn og taka af þeim piparúðan sem fyrst.  Þeir hafa ekki nægilega sjálfsstjórn og vit til að fara með hann, þ.e. lögreglan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú!!? Er viðtalið við Stefán Eirísson heimild fyrir því að fjöldi dauðsfalla hafi orðið í USA vegna beitingar piparúða? Er Kastljósviðtalið heimild fyrir því að piparúði sé bannaður í USA, nema í sérstökum undantekningartilfellum?

Reyndar var beiting piparúða á Íslandi sérstakt undantekningartilfelli

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 11:50

9 Smámynd: Kristján Logason

Gunnar.

ég var á ferð í USA og ætlaði þar sem (lögreglumenn á Íslandi höfðu ráðlagt mér slíkt) að skjótast út í búð og kaupa mér piparúða til að eiga gegn ágangi bjarndýra í skógum og villimanna í Mexicó og mið ameríku

Skemst er frá því að segja að ég fékk hann hvergi keyptan ( keyrði þó USA þver og endilöng) og töllverðir í Canada lögðu á það mikla áherslu að spyrja um slíkt efni þar sem það er bannað í Canada með öllu.

Mér var tjáð í Californiu að ég gæti hugsanlega keypt piparúða í sérstökum skotvopna verslunum en til þess þyrfti ég byssuleyfi.

í Mexikó allri leitaði ég lengi (markaðir þar kalla ekki allt ömmu sín) og fann ekki enda varan stranglega bönnuð.

Það var ekki fyrr en á fjallamarkaði í Guatemala sem ég fann lítinn brúsa sem settur var á bílinn við hurð frúarinnar. Mér var hins vegar tjáð að fela þetta fyrirbæri eins og fjárinn sjálfur væri fyrir yfirvaldinu því þetta væri allstaðar bannað. 

Hér eru því engar sögusagnir á ferð heldur harðar staðreyndir reynslunnar

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:02

10 Smámynd: Kristján Logason

Bannað er að nota piparúða í stríði samkvæmt I.5 grein alþjóðlega sáttmálans um efnavopn sem undirritaður var árið 1993 og varð að alþjóðlegum lögum 29. Apríl 1997.  Sáttmálin er viðauki við hinn svo kallaða Genfar sáttmála sem hefur verið í gildi frá því 1925.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:04

11 Smámynd: Kristján Logason

Tilvitnun í hehau:

etta er miklu alvarlegra mál en flestir gera sér grein fyrir. Við nýleg réttarhöld í USA vegna beitingu piparúða voru lögð fram gögn um 100 dauðsföll tengd beitingu lögreglu á piparúða. Í flestum tilviku er þó kennt um ofnæmisviðbrögðum, astma eða hjartagöllum - en ekki piparúðanum sem kallaði fram andateppu, hjartaáfall, ofurofnæmi eða panikviðbrögð þar sem fólk treðst undir eða fellur á flótta blindað af piparúða. - Það er svona eins og að kenna hjartastoppi um dauða manns sem fær byssuskot í hjartað.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:07

12 Smámynd: Kristján Logason

Hlédís guðmundsdóttir læknir:

„Fólk hefur dáið af piparúða. Bráðaofnæmi fyrir eitrinu er ekki lengi að loka öndunarvegum alveg og ekki er að vita hvernig alvarlega astmaveikum reiðir af sé úðað á þá. Astmi er sem kunngt er, algengur sjúkdómur. Úði þessi fer líka illa með augu og er því hættulegur, enda efnið bannað í hernaði, þó borgaralegri lögreglu virðist heimilt að beita því – af einhverjum undarlegum ástæðum.“

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:12

13 Smámynd: Kristján Logason

Kristján Logason: 2 vikum eftir piparúð

Ég þoli illa sólarljós. Fæ stingandi höfuðverk. Fæ nú höfuðverk upp úr þurru vinni ég lengi við tölvu. Höfuðverkur er eitthvað sem ég hef nánast aldrei upplifað áður. Augun eru þurr og mig verkjar með reglulegu millibili. Erfitt að lesa mikinn texta og halda einbeitningu. 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:16

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér hjartanlega fyrir þetta merkilega innlegg þitt Kristján Logason, skrif þín eru svo skýr að ég hef engu við þetta að bæta.

Enn og aftur hjartans þakkir til þín Kristján.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:19

15 Smámynd: Kristján Logason

Pepper spray, oleoresin capsicum (OC), is a natural substance derived from the oily resins found in cayenne and other varieties of pepper. Contact with OC in a sprayed mist induces an immediate and intense burning sensation of the skin but especially impacts the eyes causing them to slam shut, burn, tear, swell. Also, the mucous membranes of the nose, throat, and sinuses burn, swell and make breathing difficult. In fact, even though tear gas is fairly nasty, it does not have the same inflammation and swelling effects of OC. Plus OC will not degrade over time like tear gas. People under the influence of drugs or who are otherwise oblivious to pain may be able to keep their eyes open when sprayed with tear gas but not so with OC. When sprayed in the eyes, the eyes will involuntarily slam shut whether they feel pain or not.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:20

16 Smámynd: Kristján Logason

As of 1995, the American Civil Liberties Union documented 26 individuals subject to police action who died following exposure to pepper spray, equivalent to one fatality for every 600 police uses. In none of these cases was pepper spray listed as the cause of death, but it is unclear whether it may have been a contributing factor in some cases.[1]

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:21

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Guð minn almáttugur Kristján, hvernig gengur þér þá að vinna vinnuna þína? Þetta er alveg svakalegt að heyra. -

 Það verður að kæra þessa ósvífnu árás á ykkur fréttaljósmyndara og tökumenn. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:24

18 Smámynd: Kristján Logason

CBC news Canada:

RCMP officers are trained not to use pepper spray on open eyes for long periods of time. Instead, they are taught to spray for up to one and a half seconds only in a circular fashion. Spraying at an open eye for several seconds can cause serious eye damage.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:26

19 Smámynd: Kristján Logason

Danmörk:

Der findes rapporter om, at anvendelsen af peberspray kan medføre alvorlige læsioner af hornhinden.

Kilde: Daværende justitsminister Lene Espersen (K) i Folketinget

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:29

20 Smámynd: Kristján Logason

Mér gengur ekkert of vel en það er nú blanda af tölvu og augn bilun.

Keyrði í dag á tölvuverkstæði og varð rúmliggjandi á eftir þar sem ég þoldi ekki sólina.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:31

21 Smámynd: Kristján Logason

U.S. Department of Justice
Office of Justice Programs :

The study of in-custody
deaths concluded that
pepper spray contributed
to death in two of the 63
cases, both involving peo-
ple with asthma. In the
other cases, the researcher
concluded that death was
caused by the arrestee’s
drug use, disease, position-
al asphyxia, or a combina-
tion of these factors.
Who should read these
studies?

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 21:47

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Málið er einfalt.  Piparúði er efnavopn og á að flokkast sem slíkt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 22:59

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

AFHVERJU ERU LISTAMENN OG BOHEMAR YFIRLEITT VINSTRI SINNAÐIR??  SVAR ÓSKAST:

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 23:04

24 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Jenný Anna, það er nefnilega málið.  Piparúði er efnavopn, og á auðvitað að flokkast sem slíkt. 

Og maður á að muna það að vopn eru framleidd til að drepa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:21

25 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En elskulega Ásdís mín ég skil bara ekki spurningu þína.

Svo ég get þ.a.l. ekki orðið við ósk þinni um svar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:24

26 Smámynd: Kristján Logason

Adis mín það er einfalt.

Hugsandi fólk hneigist til vinstri.

Hjarðir auðtrúa snúast til hægri

og spurning(sem og svar við þinni):

Af hverju eru einræðisherrar hægrisinnar?

Kristján Logason, 4.2.2009 kl. 00:00

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einræðisherrar hægrisinnar??

  • Sovétríkin
  • Kúba
  • Albanía
  • N-Korea
  • Kína
  • Rúmenía
  • Júgóslavía
  • Ungverjaland
  • Búlgaría
  • Pólland
  • Tékkóslóvakía
  • Víetnam

Þarna voru náttúrulega bullandi hægrimenn?

Mér sýnist þessi piparúði vera alveg brilljant á mótmælendur sem haga sér illa. Eins og sniðinn fyrir þá

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 00:27

28 Smámynd: Kristján Logason

Gunnar þú verður að fyrirgefa en eftir lestur hinna ýmsu athugasemda þinna um vefinn hef ég komist að því að fáheyrt er að finna meiri mannfyrirlitningu en í þinum kolli. Myndi ég við ýmis tækifæri (en þó mest í einrúmi) kalla slíka menn fífl og asna, en þar sem ég er kurteis maður hef ég valið að gera svo ekki nú. Vona ég hins vegar þjóðarinnar (mest þó Reyðfirðinga) vegna að ekki finnist margir fleiri eins og þú

En lærðu svo einræðisherrafræðin aðeins betur svo þú getir farið rétt með. Friedmann skólinn hefur greinilega farið rangt yfir

Kristján Logason, 4.2.2009 kl. 04:06

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju kemur mér ekki á óvart að margir áttavilltir vinstrimenn er dónar? Afhverju kemur mér ekki á óvart að vinstrimenn verji hroðalegar einræðisstjórnir kommúnistaríkja og kalli þær jafnvel lýðræðislegar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 11:22

30 Smámynd: Kristján Logason

Veit ekki af hverju það kemur þér ekki á óvart. Er ekki í fastur í þinni hugsun, en þú ættir á líta á eigið svar áður en þú talar um dóna.

Sért þú að tala um mig sem vinstri mann þá veistu meria en ég. Alæfingar og þvergirðingsháttur í hugsun er slæmur fyrir sálina

Kristján Logason, 4.2.2009 kl. 11:41

31 identicon

Kristján, bara svo að ég grípi það á lofti sem þú sagðir:

"Alæfingar og þvergirðingsháttur í hugsun er slæmur fyrir sálina"

En rétt áður komstu með alhæfingar um að hugsandi fólk væri vinstra megin í pólitík og að "Hjarðir auðtrúa snúast til hægri"

Hvað hefurðu annars fyrir þér í því?

Annars, varðandi bloggfærsluna þá er ljóst að lögreglan verður að hafa yfir einhverjum tækjum að ráða. Einhvernveginn verða þeir að ná tökum á ástandi þegar soðið hefur uppúr. Ef þið píslarvottarnir vitið um eitthvað sem er skaðlausara og jafn áhrifaríkt eða áhrifaríkara en piparúði ættuð þið náttúrulega að fara í bullandi markaðssetningu.

Ég var nú staddur á þessum margfrægu mótmælum við þingsetninguna, verð að segja alveg eins og er að ég hef enga samúð með þeim sem fengu frussið framan í sig. Ég stóð mjög framarlega þegar fyrsta viðvörun var gefin, og þá bakkaði ég, einfalt, og stóð eftir óspreyjaður. Enda stóð löggan og galaði í gjallarhornið lengi vel áður en byrjað var að úða.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:45

32 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lilja mín, þetta var bara spurning sem mér datt í hug, mér finnst listamenn oftast vinstrisinnaðir, svar Kristjáns Loga er mjög gott. Takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2009 kl. 14:44

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kristján segist ekki vera vinstrisinni... hann fúlaði mig

Meiri bjáninn

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:55

34 Smámynd: Kristján Logason

Þórður Húmor skilja sumir aðrir ekki

Hvað varðar markaðsetningu á annari vöru sem mest er notuð til mannfjöldastjórnunar annarstaðar þá er verið að selja mest af henni úr landi. Það kallast vatn.

 Gunnar. ég fúlaði þig lítið. Lít á mig sem pólitíkt viðrini þó svo margar skoðanir hneygist til vinstri. ég er einhverstaðar vinstri hægri snú. Hef aldrei verið í neinum flokki og neitað að láta brennimerkja mig. 

Kristján Logason, 4.2.2009 kl. 15:01

35 Smámynd: Kristján Logason

Og svona eitt að lokum (þarf að vinna líka)

Þekki ljósmyndara sem starfaði í 20 ár sem stríðsfréttaljósmyndari á öllum helstu átakasvæðum heims og oftar en ekki í fremstu víglínu.

Hann komst líkamlega heill frá því, en skemmdist smá á sálinni.

Ég er í sambandi við ljósmyndara víða um heim, sem hafa ljósmyndað við erfiðustu aðstæður.  Þeir eru hneykslaðir á því sem hér gerðist.

Kristján Logason, 4.2.2009 kl. 15:07

36 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Kristján, það er alveg sama hvaða staðreyndir eða röksemdarfærslur þú kemur með, Gunnar veit alltaf betur en þú, hann er þessi "minn pabbi er stærri og sterkari en pabbi þinn" týpa. Gaman að lesa ferðasöguna þína, þú hefur ferðast víða og lent í ýmsu, en Gunnar toppar það örugglega með sínum snilldar athugasemdum.

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 17:13

37 Smámynd: MacGyver

"ilvitnun í hehau:etta er miklu alvarlegra mál en flestir gera sér grein fyrir. Við nýleg réttarhöld í USA vegna beitingu piparúða voru lögð fram gögn um 100 dauðsföll tengd beitingu lögreglu á piparúða."

Eru það ekki frekar litlar tölur í svona samhengjum? Hafa td ekki verið fleiri dauðsföll vegnra notkun sprautandi vatns á ákveðna hópa og þau dauðsföll sem valdast í ákveðni paníki meðal hópsins eftir notkuns vatns?

MacGyver, 5.2.2009 kl. 10:13

38 identicon

Ég sé nefnilega ekki alveg fyrir mér hvernig vatn ætti að vera patent lausn í svona stöðu.

Í fyrsta lagi væri það undir gríðarlegum þrýstingi og það getur verið stórhættulegt að fá það í sig þegar svona mikill þrýstingur er á því. Getur rifið húð og menn geta marist illa.

Í öðru lagi veit ég ekki hversu sniðugt það er að hundbleyta fólk í kuldanum á Íslandi, væntanlega myndu heyrast raddir um hættu á lungnabólgu og öðru slíku

Og í þriðja lagi þarf mikinn tækjabúnað til þess að ná upp þessum þrýstingi og ég sé slökkviliðið ekki fyrir mér brölta með þetta í bakgarð alþingishúsins eða á aðra staði, framhjá reiðum mótmælendum, og á sem skemmstum tíma og koma þessu þar fyrir.

Piparúðinn er á allan hátt hentugri.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:27

39 Smámynd: MacGyver

Já, ég er sammála. Ég skil ekki alveg rökin bakvið þessu væli yfir piparúða.

MacGyver, 5.2.2009 kl. 12:32

40 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kristján Logason Hjartans þakkir fyrir þitt innlegg í þessa umræðu um notkun og misnotkun á vopninu piparúða,   þetta eru verulega fróðlegar  og upplýsandi athugasemdir,  og er ég þér afar þakklát fyrir að færa okkur þessar upplýsingar, og vil nota tækifærið og þakka þér fyrir skrif þín, og ljóðabálkanna sem eru afar skemmtilegir og vel ortir.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:30

41 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Við ykkur Gunnar Th., Þórður Ingi og MacGyver. Ég nenni ekki að eyða orku minni, né þeim skamma tíma sem ég hef aflögu hér á blogginu, í að svar ykkur og vanþroska húmorslausu athugasemdum ykkar. -

Sérstaklega þegar ég sé að þið kunnið ekki einusinni að notfæra ykkur þær upplýsingar um skaðann sem piparúði getur valdið, og fræðast, og lesa ykkur til. - Heldur eruð þið allir sem einn, - og kannski eruð þið einmitt bara einn - svo barnalegir að reyna að snúa útúr, og afvegaleiða umræðuna. -

Pistill minn snýst um að "piparúði drepur" og það er alveg sama hvað þið hamist allir þrír, og reynið að afvegaleiða umræðuna til hægri og vinstri, afturábak og áfram,  - það breytir samt ekki þeirri staðreynd, að "piparúði drepur" .

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:41

42 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og Ásdís mín, ég held að þú fáir svarið um munin á hugsanaferli mismunandi hópa fólks, með því að lesa munin á þeim skrifum sem sjá má hér fyrir ofan, í umræðunni um notkun vopnsins "piparúða".

Lestu sjálf !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:46

43 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nýi Jón Jónsson, dáldið skondin athugasemd. Takk fyrir það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband