19.1.2009 | 03:05
Óli Ól. og sá konungborni frá Katar !
Það hlaðast upp sérstæðar sögur um afrek útrásarvíkinganna og óráðsíuplebbanna sem olli bankahruninu.
Nú er það sagan af sölu Óla Ól. á hlut í Kaupþingi til vinar síns, hins konungborna emírsbróður frá Katar.
Hvorugur vinurinn þurfti að leggja til krónu, hvað þá meir til kaupanna. -
En salan ku hafa kostað bankann sjálfan, þ.e. Kaupþing 37.5 milljarða, samkvæmt fréttum.
Hvar skyldi Óli Ól. vera núna? Ætli hann sitji nú á Jómfrúreyjum og telji peningana sem honum tókst að færa yfir á félag sitt á Jómfrúreyjum?
Og nú hefur verið upplýst að a.m.k. 104 milljarðar voru fluttir úr landi til hinna ýmsu félaga á skattfrjálsri Paradís í eigu Ólafs og Co, næturnar fyrir opinbert fall Kaupþings. -
Löglegt ?!? Varla, þeir vissu vel, að þetta voru bara loftpeningar sem þeir þyrftu aldrei að borga til baka. - Allavega er þetta siðlaust. - Landráð segja mér fróðir menn.
Og þeir vissu líka að Íslenska ríkið, Íslenska þjóðin mundi verða rukkuð um þessa 104 milljarða.
Plús 37.5 milljarðanna sem féll á Kaupþing vegna kaupa þess kongungborna góðvinar Ólafs.
Og nú vilja þeir fá að kaupa bankanna aftur, skuldlausa.
Hvað verður það næst?
Vel gert við Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
oj
Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 03:21
Er sami Óli ekki að rukka bankann (okkur) um hundraðogeitthvað milljarða vegna gjaldeyrissamings?
Hva?
Siðleysi hvað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 08:57
jú Jenný! Það er sá sami!! Þetta er svo ótrúlegt að flóknasti farsi næði þessu ástandi ekki!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 09:32
Sá sami og flýgur um á þyrlu, fær Elton John í afmælið sitt og er í stríði við nágranna sína í sveitinni minni gömlu, þar sem hann á lúxushús.
Anna Einarsdóttir, 19.1.2009 kl. 12:21
Einmitt þetta er Ólafur Ólafsson sá hinn sami og ætlar í mál við Íslensku þjóðina vegna þess að hann segst hafa tapað 188 milljörðum á misgengi vegna hraps bankanna.
Hann var stjórnarformaður Kaupþings og stærsti hluthafi.
Og vikuna áður en Kaupthing féll opinberlega, þá millifærði Ólafur Ólafsson til hinna ýmsu félaga sinna á Jómfrúreyjum og fleiri stöðum 104 milljarða.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 14:23
Og þetta er hinn sami Ólafur Ólafsson sem hefur sölsað undir sig land aldraðra bænda, með yfirgangi og látum, þó að hinr sömu bændur mótæli landtöku hans, og hafi unnið málið gegn honum, og a.m.k. í tvígang þurft að kalla á lögregluna til að láta stoppa yfirgang Ólafs þá hefur hann haldið áfram yfirganginum, í krafti peningavalds síns.
Og þetta er hinn sami Ólafur Ólafsson Framsóknarmaður hjá Samskip, sem fór fyrir S-hópnum ásamt Finni Ingólfssyni, þegar Halldór og Davíð gáfu þeim Búnaðarbankann.
Um leið og Björgólfsfeðgar fengu Landsbankann.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 14:32
Mér verður að orði eins og Hólmdísi: Oj!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 15:05
Og það er sko ekkert skrítið Hrönn að þér verði svona við, ég verð að viðurkenna að mér líður eins.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 15:38
Sá sami og sagði þessi fleygu orð vegna umræðu um "afmælisveislu ársins" með Elton John í aðalhlutverki:
„Ég þekki mína þjóðarsál. Ég vissi að í samfélaginu væru forpokaðar kerlingar og karlar sem myndu saka menn um dómgreindar- og siðleysi en einnig ævintýrafólk sem væri reiðubúið að gera skemmtilega hluti".
Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 15:42
Já Sigrún, takk fyrir þetta!
Hann þekkti sína þjóðarsál, og treysti á að með akkúrat svona yfirgangi í orði og æði, mundi enginn vilja teljast til forpokaðra kerlinga og karla, með því að skýra frá siðleysi og dómgreindarskorti hans og hans ævintýragjörnu og siðspilltu félaga sem hann vitnar í, sér til framdráttar. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 15:57
Það er ekki þjóð mín hól
það sem gera þessi fól
ná vil bæði í tæki og tól
taka allt af óla ól
Kristján Logason, 19.1.2009 kl. 16:12
HAAHAHAaaaaaaaaaaaa! Góður Kristján, alveg mögnuð vísa. Djöööööfff.... er ég sammála þér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 16:17
Og svo segja þeir, án þess að roðna, að þetta sé MJÖG eðlilegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 16:47
Meltingartruflanir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 17:42
Mér vrður illt af að hugsa um þetta , djöf.... pakk!
Ía Jóhannsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:59
Auðvitað var þetta allt svona eðlilegt, þurftu þessir blessuðu menn ekki að þiggja ofurlaun af því að þeir voru í svo djö.... erfiðu starfi. Svo klúðra þeir einum og einum samningi, selja bankann með milljarða tapi - er ekki bara eðlilegt að þeir fái milljarða inná sína reikninga fyrir svona svaðalega áhættu! Ojjjjjjjj!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.1.2009 kl. 21:04
Ætla bara að minna þig á Lilja að mæta við Alþingishúsið kl: 13:00 á morgunn þriðjudag 20. janúar 2009, þegar þing kemur aftur saman. Raddir fólksins hvetur alla til að mæta með potta og pönnur og flautur og önnur hjóðfæri.
Ég ætla svo sannarlega að mæta. Sjáumst kátar og hressar.
Kveðja Ellen Björnsdóttir
Ellen Björnsdóttir, 20.1.2009 kl. 02:25
Vertu nógu ósvífin og fólk nennir ekki að standa gegn þér! Hvað er til ráða, þegar við höfum hleypt óvættunum inn á skútuna? Sökkva skipinu, reyna að leita réttar okkar eða kasta óvættunum útbyrðis?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:17
Vildi óska að ég væri kristin og tryði á Helvíti........................
Soffía Valdimarsdóttir, 20.1.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.