Svona gerum við þ....


Höfum við efni á ofurlaunum núna? Ætla Ráðamenn þessa lands ekkert að læra, - halda þeir, að þeir komist upp með að borga einhverjum bankastjórum tólfföld verkamannalaun, á sama tíma og ekki er hægt að leiðrétta laun ljósmæðra til jafns við viðmiðunarstéttir. -

Á sama tíma og okkur, almennum borgurum þessa lands er tilkynnt um versnandi lífsafkomu næstu ár, jafnvel áratug. - Eru einhverjir ráðnir til ríkisins og settir á ofurlaun. -

Ég spyr því Ráðamenn: Eiga þá ekki að gilda sömu lög fyrir alla opinbera starfsmenn?

Sagði ekki Forsætisráðherrann okkar að nú yrðu allir að leggjast á eitt til björgunar Þjóðarskútunni.

Ef hvert mannsbarn þarf að leggja sitt af mörkum, er þá ekki jafnt á komið?

Hverslags virðing er það þá, við okkur kjósendur þessa lands, að bjóða okkur landsmönnum uppá mismunun á launakjörum með því að setja einhverja stétt ofar öðrum stéttum, að verðleikum, við björgun þjóðarskútunnar Íslands.

- Eru þegnar þessa lands ekki allir jafn réttháir. - Er verið að fara í manngreinaálit. - Ber ekki ráðamönnum að meta alla björgunarmenn jafnt að verðleikum, sömu laun fyrir sömu vinnu. - Hér erum við öll jöfn, og eigum því öll sama rétt.

Land okkar og Þjóðin öll, hafa nauðug viljug verið veðsett langt út fyrir 12falda Þjóðarframleiðslu, já "tólffalda Þjóðarframleiðslu". - Og veðsetta veðsetningu á veðsettningu ofan.

Og nú er komið að skuldadögum.

Og þá eru það þeir, sem lægst hafa launin, sem eins og vanalega eiga að blæða og borga fyrir óráðsíu þessara óráðsíumanna sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og aðrir ráðamenn veittu fullt umboð til að eyða og spenna, án eftirlits. -

Breyttu m.a.s.lögum svo þeir gætu leyft þessum "óráðsíumönnum", að margveðsetja auðlindir okkar í erlendum bönkum, víðsvegar um heim allan.

Það voru líka þessir sömu Ráðamenn sem hvöttu þessa sömu "óráðsíumenn" til "dáða" með húrrahrópum, þegar lófaklapp dugði ekki til, á hástemmdum fagnaðarstundum Fyrirmannanna og Forystumanna Ríkisstjórnar yfir útrásinni.

En nú þegar kemur að skuldadögum veðsetningastaflanna, hverfa allir eyðsluseggirnir og óráðsíumennirnir eins og dögg fyrir sólu. -
Eftir stendur Foringinn með skúringarfötu og skítugan skrúbb, og reynir að þurrka upp skuldafenið, í gríð og erg, með því að auka álögur á þjóð sína, sem mest hann má. - Hver er sjálfum sér næstur á þeim bænum, nú, sem endranær. -

Og þó Ríkið sé búið að yfirtaka bankanna, þá virðist ekkert hafa breyst.

Sagnir herma, að núþegar, sé búið að afhenda þessa Ríkisbanka nýjum gæðingum sem flestir voru nánir samstarfsmenn fyrrum bankastjóra yfirteknu bankanna, eða nánir vinir hæstráðenda. - Já, hér skal allt fara fram samkvæmt því ritúali sem Foringinn skóp forðum.

En þeir ráðamenn gleyma einu, þeir gleyma því að fólkið í landinu hefur fengið nóg, héðan í frá er fylgst af athygli með öllum gjörðum ráðamanna, og þeir munu fá það óþvegið í næstu kosningum, sem verða fyrr en síðar.

Við viljum "jafnrétti framar öllu".

Því "Svona gerum við þegar við björgum Þjóðarskútunni og sjósetjum hana á ný".

Við björgun þjóðarskútunnar leggja allir þegnar þessa lands jafnt í björgunarvinnu. - Öll störf verða verðlögð jafnt. -

Hér er enginn öðrum fremri. - Hvort heldur sem hann er bankastjóri eða fiskverkamaður í þjálfun, götusópari eða gáfumaður.

Við björgunarstörfin leggjum við okkur sjálf að veði, með starfskröftum okkar.- Og því á að gera öllum jafnt undir höfði.


Allir landsmenn mynda þessa þjóð, og auðlindir þessa lands eru gullnámur okkar.

Á meðan þjóðin vinnur að björgun Þjóðarskútunnar Ísland, fá allir sömu laun, sama hvaða störf þeir vinna. - Launin verða 350 - 400hundruðþúsund þangað til björgun lýkur.

Svona gerum við þegar við þvoum okkar land.

SVO ÍSLAND LIFI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert bestust. og ég meina það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl elsku Lilja mín. Langaði allt í einu að senda þér ljós. Ég hugsa oft til þín. Þú ert yndisleg.

Þín Ragnheiður

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 7.11.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þvílíkur yndis pistill Lilja mín. Verður þessi pistill ekki birtur í Mogganum, á DV. Vísi og um land allt. Þennan pistil verða allir Íslendingar nær og fjær að lesa, svo ætti að þýða hann og senda til allra helstu dagblaða heimsins. Þannig að fólk haldi ekki að við fólkið í landinu, séum bara bananar í bananalýðveldinu, heldur fólk í baráttuhug gegn allri óráðsíu ráðamanna á Íslandi.

Þar fyrir utan mundi ég hækka um helming í launum. - Þá væri gaman að vera til.

kveðjur norður elsku Lilja, takk fyrir mig, eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.11.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er frábær pistill!!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 09:13

5 Smámynd: www.zordis.com

Frábaert innlegg!

www.zordis.com, 8.11.2008 kl. 10:44

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta þarf að birtast víðar. Þetta er akkúrat það sem segja þarf, þetta er nákvæmlega það sem gera þarf, þetta er það sem ég, þú og allir hinir hugsa. Hvernig getum við látið þessa ráðamenn okkar fara eftir því sem við  (þjóðin- hinn almenni borgari) viljum? 

Baráttukveðjur!

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:54

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

LILJA GUÐRÚN:  Þú skrifar flotta pistla, ég dáist að þér einmitt núna mitt í reiðinni, hvernig þér tekst að halda þessu mikla málefnalega jafnvægi og standa í öllu því sem á þér dynur, miðla af hjarta þínu og styrkja fjöldann í leiðinni til að halda hópinn og gefast ekki upp...þetta er aðdáunarvert!!! - Þú ert leiðtogi!!!

Ég sendi á þig tært samstöðuhjartameð baráttukveðjum og ást, eva

Eva Benjamínsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert bara frábær

Góða helgi

Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 13:17

9 Smámynd: Aprílrós

Lilja mín , lengra með skrifin þin .

Góða helgi  Lilja Guðrún

Aprílrós, 8.11.2008 kl. 20:18

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

flottur pistill ekki von á öðru svo sem ;) en þetta mætti gjarnan fara lengra eins og þau segja hérna bloggvinir þínir, bara frábær pistill!

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.11.2008 kl. 22:38

11 identicon

knús í kreppu krús :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:02

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er meir en umhugsunarvert!

Knús á þig Llja mín - man ekki hvort við vorum búnar að tjá frá því á Akureyri - en þá bara núna. Kv. Edda

Edda Agnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:04

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að þú ert komin aftur Lilja mín, þetta eru orð í tíma töluð.  Þú ert frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband