Hvað ætla stjórnvöld að gera ?!?!?!?!?!?

 Hvað ætla stjórnvöld að gera fyrir ungt fjölskyldufólk,  hjón með fjögur ung börn á framfæri á aldrinum 1ns árs til 5. ára. -

Unga móðirin hefur verið að berjast við sjúkdóm sem hún fékk í kjölfar mistaka,  sem áttu sér stað á sjúkrahúsi,    þar sem undirmönnun hjúkrunarliðs, gerði það að verkum,  að hægt væri að koma í veg fyrir að þær alvarlegu afleiðingar hlytust,  sem nú er raunin. - Og nú verður unga móðirin að berjast við þennan sjúkdóm, og þær afleiðingar sem hann getur valdið, það sem eftir er ævinnar.

Ungi eiginmaðurinn hefur af undraverðu æðruleysi staðið við hlið sinnar ungu konu, stutt hana og hvatt, í tíma og ótíma. -  Svo unun er að verða vitni af. -

Hann hefur líka verið eina fyrirvinna heimilisins, vegna þess sem fyrr er frá greint,  og hefur unga konan hans ekki getað unnið úti, eins og ætlunin var í þeirra plönum. - Afþví hafa hlotist hinir ýmsu erfiðleikar s.s. erfitt er að skýra í stuttu máli.

En litlu yndislegu börnin þeirra hafa fengið ást og umhyggju foreldra sinna - Og þau hafa dafnað og þroskast, eins og eðlilegt er, þegar svona vel er hugsað um börn.

En nú hefur enn dregið ský fyrir sólu. -

Eins og hendi er veifað, missti eiginmaðurinn ungi atvinnu sína. -

Honum var tilkynnt seint á föstudagskvöldi þann 31. okt. s.l. að hann ætti að hringja í undirmenn sína 4 talsins,  og tilkynna þeim að hann ásamt þeim þyrftu ekki að mæta í vinnu daginn eftir, því það væri búið að loka fyrirtækinu.

Og ekki nóg með það,  honum var líka tilkynnt að þeir fengju engin laun fyrir unnin störf í október. -

Á mánudaginn 3. nóvember var tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.

Starfsmennirnir 5 fóru niður á Vinnumálastofnun hér á Akureyri, þar var þeim sagt að þeir fengju engar atvinnuleysisbætur fyrr en í fyrsta lagi í janúar á næsta ári. -

Afþví að fyrirtækið lét ekki lýsa sig gjaldþrota fyrr en á mánudeginum 3. nóvember,  þá fá starfsmennirnir engar bætur fyrr en í fyrsta lagi í janúar á næsta ári. -

Hvað er til ráða. -  Hvað á að gera fyrir fólk sem hefur lagt á sig ómælda vinnu til að standa skil á þeim skuldbindingum sem það hefur gert.  - en svo er fótunum kippt undan þeim einsog hendi sé veifað, fyrirvinnan svipt atvinnunni,  og enginn er ábyrgur.

OG HVERNIG Á ÞESSI FJÖLSKYLDA AÐ KOMAST AF?!?

Spyr sá sem ekki veit. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvað getur fólk gert? Hvert erum við komin Lilja? Þau eiga að hafa samband við Félagsmálaráðuneytið sem búið er að opna einhvern vef sem á að aðstoða fólk

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hvað getum við gert Hólmfríður? JFélagsmálaráðuneytið er ekki til viðræðu strax. - Það þarf fyrst að fara í gegnum þrotabúið ogsfrv. ég hreinlega skil þetta ekki. - Því ákalla ég stjórnvöld.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er skelfileg saga og gerir mann gersamlega brjálaðan af reiði. Hvers vegna í andskotanum sitja þeir enn þetta fólk sem kölluðu þetta yfir okkur?

Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég vildi að ég gæti svarað þér Steingerður um þrásetu þessara ráðamanna og bankastjóra Seðlabankans,   en nú finnst mér við engan tíma mega missa, því alltof mörg mannslíf eru í húfi, því verðum við að koma þeim frá völdum.. Þeir hafa fengið sína sjensa, en gjörsamlega brugðist okkur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er skelfilegt að lesa.  Það er "pottur brotinn" víða í okkar félagslega neti.  Ég ráðlegg þeim að koma fram í opinberu viðtali, því stjórnvöld verða að fá svona dæmi beint í æð.

Ég finn virkilega til með þeim og óska þeim alls hins besta

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hræðileg lífsreynsla og því miður margir ráðalasuir núna elsku Lilja mín.  Vona að eitthvað rætist úr málunum sem fyrst og hlýjar kveðjur. 

Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:20

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Lilja mín, hvað er að heyra. Þú ert aldeilis að takast á við kreppuna og óumfýjanlega sjúkdóma í ofanálag. Væri ekki hægt að útbúa safnreikning í banka til að styrkja þau eitthvað, svo þau geti verið róleg yfir hátíðirnar, þetta bætir ekki heilsuna svo mikið er víst. Þeir sem eru aflögufærir geta tæplega talið eftir sér kr. 1000.- kall í þetta brýna verkerfni. Ég léti glöð kr.1000.- og rétt skrimti, ekkert mál. Við verðum að reyna að hjálpast að, þó margur eigi bátt. kveðja. eva

Eva Benjamínsdóttir, 6.11.2008 kl. 19:18

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer nú að gráta þegar ég les þetta.

Hver ætlar að taka ábyrgð á þessari aðstöðu allra sem hafa lent í þessu.

Ungar fjölskyldur með börn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Aprílrós

Almáttugur minn !!! hvar endar þetta segi ég nú með ykkur , já og tárast við að lesa þetta, mér finst þetta skelfilegt.

Já verðum að standa saman, styrkja hvort annað og hjálpa hvort öðru. 6 manna ung fjölskylda stendur ráðalaus og geta ekkert gert,,,,,, Mér finst þetta lélég framkoma við hann að láta hann vita seint á föstudagskvöldi að hann þyrfti ekki að koma í vinnu daginn eftir og að HANN ætti að hringja í hina 4 og láta þá vita. Þorði yfirmaðurinn ekki að hringja sjálfur í hina 4 ? margir maðkar í mysunni þarna . Nú er ég orðin reið bara., Ég vil leggja minn 1000 kall af mörkum til þessra ungu hjóna með sín 4 ungu börn. Vil ekki til þess vita að það er fólk þarna sem konan er lasin og fyrirvinna er atvinnjulaus og fær ekki bætur fyren í jan,

Og nú senn líður að jólum og blessuð börnin verða fa að upplifa sín jól á sem eðlilegastan hátt og borða góðan mat. Leggjum þeim lið. hver vill taka það aðsér ? að taka við peningum eða biðja þau um reikningsnúrmið til að hægt sé að leggja inná , .

Plís hjálpumst að . Eigðu ljúfa nótt. ;)

Aprílrós, 6.11.2008 kl. 23:39

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég tek undir söfnun....... samhjálp er það sem koma skal svo við öll komumst í gegnum þessa erfiðu tíma.  Ráðamenn eru ekki að fatta hvernig fólkið í landinu hefur það og síst af öllu taka þeir ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.

Fáðu eða útbúðu söfnunarreikning og svo söfnum við liði í bloggheimum....ég er með. 

Anna Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:25

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lilja mín, ég mundi millifæra strax kr. 1000.- ef ég vissi reikningsnúmerið. Láttu það koma og vonum það besta.

Góða nótt og gangi allt vel. baráttukveðja, eva ;)

Eva Benjamínsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:40

12 Smámynd: Ragnheiður

Almáttugur..ég er auðvitað með eins og aðrir.

Það koma bara tár við að lesa þetta

Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 01:35

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég fór nú bara ad gráta LIlja mín er ég las tessa grein tína.Rádamenn tjódarinnar eru svo sofandi og tykjast og tykjast.Tessi fjölskylda ætti ad fara med tessa sögu sína í fjölmidla tá fyrst tví midur skedur eithvad....Ég tek tátt í söfnun fyrir tetta fólk engin spurning.

Fadmlag til tín kæra LIlja.

Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 07:57

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Lilja mín ég er orðlaus,það féllu niður tár og ég fékk bara hnút í magann við að lesa þessa greinég sendi ykkur ljúfar kveðjur og Von um að eitthvað jákvætt geristknús kveðjur elskan mín til ykkar.

Ástarkveðjur Linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:55

15 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ja hérna, þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Settu inn reikningsnúmer. Bestu kveðjur til frænku.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.11.2008 kl. 13:08

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskulegu bloggvinir! Kærar þakkir fyrir viðbrögð ykkar og góðar og hugheilar óskir.

Ég skrifaði þennan pistil í reiði og örvinglan, ég vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka.

Viðbrögð ykkar vekja upp hugsanir hjá mér sem ná út fyrir minn litla fjölskylduheim. -

Það eru margir sem þurfa á hjálp og fjárstuðning að halda.

Svo margir að mann grunar ekki fyrr en á reynir hversu fátækt er orðin mikil hér á landi.

Og nú þá þetta fólk sem ekki nær endum saman að herða ennfrekar sultarólina og taka á sig nýjar byrðar sem það átti engan þátt í að skapa.

Mig mundi langa til að við legðumst öll á eitt og krefðumst þess að Ráðamenn þessa lands stæðu við orð sín.-

Að við létum þá ekki í friði fyrr en þeir hafa komið því í framkvæmd sem þeir lofuðu.

Að við létum í okkur heyra allsstaðar þar sem sman eru momnir tveir eða fleiri.

Að fólk flykkist út á göturnar til að mótmæla því ástandi sem nú ríkir hér á landi.

Þannig og aðeins þannig getum við hjálpað þeim sem við fátæktarmörk eru.

Með réttlátara samfélagi. - Þar sem öllum er gert kleift að hafa ofaní sig og á. -

Velferðarþjóðfélag þar sem öllum er gert kleift að leita sér lækninga, sama hvað þeir hafa í laun.

En í dag þarf fólk bæði að vera flugríkt og andkotanum heilbrigðara, til að lifa það af að leggjast inn á sjúkrahús, þó að það sé ekki til annars en að fæða barn. Slík er staðan orðin í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Samt hafa þeir ekki náð að einkavæða það alveg. Við verðum að koma þeim frá völdum áður en það tekst.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband