21.10.2008 | 13:09
Sagan endurtekur sig .......
Þetta hefur nefnilega gerst áður !
Þá taldist Ísland til vanþróaðra landa.
Ég man líka eftir Rauðakrosspökkunum, sem voru sendir til barnanna í vanþróuðu löndunum um miðjan 6. áratuginn, - pabbi minn var ekki par hrifin þegar við systkinin komum heim úr skólanum hvert með sinn pakkann.- Ég skil núna afhverju.
Nú teljumst við til hinna þróuðu, - eða töldumst til hinna þróuðu ....... þangað til núna .......!
Komum því í veg fyrir að svona gerist aftur !
Komum í veg fyrir að "ráðamenn" sem hér hafa ráðið ríkjum í hartnær 20 ár, geti látið okkur borga fyrir gæðgina, misferlið og sukkið, sem stjórnleysi þeirra og einkavinavæðing hefur kostað okkur þjóðina.
Göngum í ESB.
Fregnmiði um milljónalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Knúsi knús og hlýjar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:15
Gangi þér vel fyrir norðan Lilja mín. Ef þú hittir hana Sunnu þá skilaðu kveðju frá mér. Toj,toj,toj!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:50
Sammála, ég vil ganga í ESB. Strax.
(Ég hefði seint trúað því að ég ætti eftir að komast á þessa skoðun).
Ástarkveðjur til þín elsku Lilja Guðrún.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 18:12
Sammála þér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 18:14
Gaman að sjá þig aftur hér á blogginu.Ég vona að verkið þitt verði sýnt eftir áramót þá ætla ég að sjá það.
Guðjón H Finnbogason, 21.10.2008 kl. 20:22
Ég held að okkur sé betur borgið innan ESB en þetta verður að skoða vel.Kveðja
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 20:55
Velkomin aftur í bloggheima Lilja
Ég er svo heft, þó ég sé í Flokknum, að vilja fyrst fá aðildarviðræður um ESB áður en ég tek ákvörðun um hvort ég styðji inngöngu eða ekki. Reyndar sýnist mér þó af fréttum liðinna vikna að það sé búið að velja fyrir mig ... það verður þá bara að vera þannig!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2008 kl. 21:45
Knús og kram á þig Linda og hjartans kveðjur.
Takk Ía, ég skal svo sannarlega skila kveðju til Sunnu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:01
Þarna erum við aldeilis sammála Jenný Anna, ég hefði líka seint trúað, að ég ætti eftir að akitera fyrir ESB, en eftir langa og mikla yfirlegu og ítarlega skoðun frá öllum hliðum, þá hegf ég komist að þessari niðurstöðu. - Og því vil ég eins og þú byrja strax undirbúning, því það er ekki eftir neinu að bíða. -
Sömuleiðis baráttu og ástarkveðjur til þín Jenný Anna. - Og hjartans þakkir fyrir þína stórkostlegu pistla.-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:11
Takk fyrir það Jóhanna-ogVöludóttir
Þakka þér fyrir Guðjón, ég á allt eins von á því að Músagildran verð sýnd fram eftir vetri slíkar hafa móttökurnar verið, það er verið að bæta við aukasýningum, við munum t.d. leika 6 sýningar nú um helgina og eftirspurnin er gífurleg. - Mikið væri gaman ef þú kæmist norður í leikhús.
Já ég er hjartanlega sammála þér Hólmdís, ég er sannfærð um að okkur sé betur borgið innan ESB en utan þess. - En auðvitað verður að skoða þetta vel og rasa ekki um ráð fram. - En það þarf strax að taka ákvörðun um að hefja viðræður um leið og okkur hefur tekist að hemja þá "vá" sem nú herjar á okkur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:21
Þakka þér fyrir fallega kveðju Ingibjörg ! - Ég held nú að engin hafi valið sjálfviljugur þær hamfarir sem nú herjar á Íslensku þjóðina og þá ringulreið sem þessar hamfarir hafa í för með sér. -
Það sem ég er að benda á, er, að við verðum að taka ákvörðun nú þegar, um það, að hefja viðræður um aðild að ESB. - Sú ákvörðun verður að vera tekin ekki seinna en í dag og vera gerð heyrinkunn strax í gær. - Ef svo má að orði komast, til að sýna fram á hversu brýnt er að þessi ákvörðun verði tekin fyrr en seinna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:32
Veistu Lilja Gudrún mín ad ég get alls ekki verid meira sammála tér.Var sjálf ad skrifa um sama efni í morgunn.
Gangi tér vel á nordulandinu.
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 09:16
Las skrifin þín flottur pistill Jyderupdrottning. Orð í tíma töluð. Takk sömuleiðis hafðu það sem alra best í Danaveldi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:57
Ég er ekki viss með þetta ESB, en ég vil losna við ráðamenn þjóðarinar, seðlabankastjórana og eftirlitsaðilana, og það má heldur ekki gleyma framsóknarflokknum, nú ryðjast þau fram á ritvöllinn með allskonar ráðleggingar og þykjast hvergi nærri hafa komið. Þau eru jafnsek og Sjallarnir. Nei ég held að ég vilji þjóðstjórn meðan við erum að koma okkur upp úr þessu rugli, fagfólk sem veit hvað það er að gera. Svo má sjá til með ESB. Eða sjálfstæðið. Ekki útiloka neitt. Knús á þig og gott að sjá þig aftur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:26
Ég er líka komin á ESB skoðun, ég vil losna við alla sem Ásthildur telur upp en ekki fyrr en ró er komin yfir rústirnar en ég vil líka losna við krónuna.
Kærar þakkir fyrir notalega kveðju mín megin mín kæra vinkona
Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 18:29
Gangi þér allt í haginn Lilja mín.
Guðjón H Finnbogason, 22.10.2008 kl. 20:25
Velkomin aftur í bloggheima Lilja Guðrún min. Mikið er ég sammála þér og ég sveimer þá er sammála með þetta ESB. Eigðu gott kvöld ljúfust ;)
Aprílrós, 22.10.2008 kl. 20:33
Ef það er best fyrir okkur og börnin okkar og allir skilmálar á kristaltæru...þá held ég svei mér þá að ég sé líka að hallast á þessa skoðun...en það þarf að gerast hægt og vanfa til þess.....
Knús á þig Lilja mín og gott að sjá þig hér aftur!
Bergljót Hreinsdóttir, 22.10.2008 kl. 22:27
elsku Lilja Guðrún gaman að sjá þig aftur hérna,,,gangi þér innilega vel ,,leitt er hvað þjóðfélag okkar er orðið
lady, 22.10.2008 kl. 22:57
ESB hvað tekur það okkur mörg ár að komast þangað ... Nýtt og breytt Ísland með hvaða móti sem er.
Gaman að lesa þig aftur norðankvennsi
www.zordis.com, 23.10.2008 kl. 19:36
Lilja mín, ég er búin að hugsa mikið um þetta mál, hef satt að segja lítinn áhuga né vit á því, nema mér skilst að þetta sé hápólitískt mál.
Hins vegar hitti ég mjög áhugaverðan franskan listamann í París á dögunum, sem kvatti mig eindregið til að hugsa ekki um evruna fyrir Ísland, halda í krónuna, sagði hann ákveðinn. Hann sagði máli sínu til stuðnings, að listin í París væri steindauð eftir tilkomu evrunnar, að hann og margir fleiri listamenn leituðu að öðru umhverfi, sem væri í það minnsta örfandi.
Hann spurði um ástandið á Íslandi (n.b. fyrir hrun). Nú ég varð að viðurkenna að Reykjavík væri ekki par örfandi fyrir listamenn þó hér væru fleiri listviðburðir í heiminum, miðað við höfðatölu. En stór hópur hefði alveg gleymst, þrátt fyrir krónuna góðu og góðærið. Ísland sjálft væri gefandi umhverfi til sköpunar fyrir listamenn og að margir útlendingar hefðu nýtt sér það í ríkum mæli og gert það gott.
Þessi Franski listamaður var nýlega búin að kaupa sér 600 fermetra húsnæði með fimm öðrum listamönnun, svo þeir hafi nú pláss og frið til sköpunar. Andsnúnir pólitískri hentistefnu um hver fær hvað, hvenær!???
'Enginn er spámaður í sínu föðurlandi'
Öll listaútrásin einsog ég skil hana er pólitík og ekkert annað. Þó mjög margir Íslenskir listamenn hafi gert það gott í útlöndum og ekki síst Bretlandi þá eru þeir tær auglýsing fyrir Ísland og ekki háðir krónunni sem gjaldmiðli, hugsa ég.
Myndlistamenn sem halda sig í útlöndum eftir nám eru oftast betur settir þar sem þeir eru. Þeir koma heim og fá innblástur og fara út til að vinna, koma heim halda sýningar, fara út aftur til að vinna. Listamenn eru í Alþjóðasamfélaginu og það þýðir ekkert að halda þessum krafti niðri. Þannig á það víðsýnt að vera og dýrt.
Öðru máli gegnir með inn og útflutning á neysluvöru, sem kemur málinu meira við og andstæðingar evrunnar tala um að dollarinn sé betri fyrir okkur en evran þar. - Erum við ekki komin í kaf vegna ofneyslu á öllum sviðum? Erum við ekki orðin nógu Ameríkuþjálfuð í neyslunni? Er ekki hægt að borga benzínið á flugvélarnar og allan bílaflotann með evrum? Þurfum við allan innflutta óþarfan, sem er á leiðinni til Íslands frá Ameríku allan ársins hring, fyrir fiskinn?
Horfum í kringum okkur, hættum vitleysisneyslunni og göngum í ESB. Ég hugsa að Evrópa sé nær okkur. Það varð mín endanlega niðurstaða í dag.
Gangi þér vel fyrir norðan Liljan mín fríð, ég gradúlera með leiksigurinn -kveðja, eva
Eva Benjamínsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:42
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 11:04
Velkomin aftur í Bloggheim
Ég er ekki nógu vel að mér um ESB til að hafa afgerandi skoðun á því. En hinu er ég sammála þér, ég hefi hingað til sagt að sofandaháttur Seðlabankastjórnar, Fjármálaeftirlits og núverandi og þáverandi Ríkisstjórnar beri ábyrgð á hvernig komið er fyrir okkur. Þetta hefði ekki þurft að vera svona slæmt.
En á litla Íslandi þarf aldrei neinn að bera ábyrgð á neinu, samt verða þessir gárungar allir að hafa mikil laun "af því þessum störfum fylgir svo mikil ábyrgð"? En hver ber ábyrgð þegar upp er staðið? Það vill enginn bera nokkra ábyrgð og bendir hver á annan eins og börn í sandkassa og þeir komast upp með það.
Annars sendi ég bestu kveðjur yfir hálendið
Rúna Guðfinnsdóttir, 30.10.2008 kl. 09:26
Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:32
Ég fékk svona pakka frá Rauða Krossinum. Man að mömmu vafðist tunga um tönn við að útskýra hann fyrir mér, og sagði mér svo frá Marshall-aðstoðinni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.