10.7.2008 | 07:57
Vinnustaðakynning vekur umtal !
Er öðruvísi hægt að kenna ungu fólki að bera virðingu fyrir lífinu, - en með því að sýna þeim staðreyndir dauðans. -
Svart á hvítu.
Unglingum sýnt í líkhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- stjaniloga
- steinunnolina
- annaeinars
- annabjo
- gelgjan
- annaragna
- agbjarn
- aslaugas
- beggita
- kaffi
- beggipopp
- skordalsbrynja
- dofri
- eddabjo
- eddaagn
- eythora
- eggmann
- hjolagarpur
- evabenz
- einarorneinars
- garun
- rannug
- kokkurinn
- gurrihar
- kruttina
- jyderupdrottningin
- mammzan
- skulablogg
- blekpenni
- himmalingur
- hronnsig
- holmdish
- ingibjhin
- iaprag
- jenfo
- joningic
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonaa
- photo
- kolgrima
- lindalinnet
- larahanna
- mariakr
- ruth777
- meistarinn
- korntop
- margith
- markusth
- astroblog
- lady
- ranka
- ragnhildur
- marzibil
- amman
- slembra
- rosa
- steingerdur
- steinibriem
- pandora
- svanurg
- tigercopper
- topplistinn
- valgeirskagfjord
- thorasig
- thorsteinnhelgi
- zordis
- oliskula
- helgatho
- jogamagg
- x-e
- gral
- madddy
- moguleikhusid
- drum
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvers lags voðaleg ofverndurstefna væri í gangi gagnvart ungu fólki. Ég sé ekkert að þessu nema ef vera skyldi að þeim var ekki sagt frá því áður. Þ.e. voru óundirbúin.
Góðan daginn LG
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 08:04
Sé engan tilgang með þessu. Unglingar eru forvitin og sum geta verið mjög viðkvæm á þessum aldri og geta engan vegin gert sér í hugalund hvernig þau munu bregðast við. Svo annað að engin vill vera minni maður en vinurinn eða vinkonan. Fyrst þú þorir þá þori ég....
Það kemur alltaf einhverntíma að því að þú verður að vera viðstödd kistulagningu og þá getur þú valið.
Ía Jóhannsdóttir, 10.7.2008 kl. 08:08
Það er sjálfsagt ekkert að því. Þó vitum við það flest hversu mikil lífsreynsla það er að sjá látna manneskju í fyrsta sinn. Ég myndi vilja sjá skriflegt samþykki foreldra fyrir svona dauðademo, unglingar eru mis sterk og tilfinningalíf þeirra er viðkvæmt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.7.2008 kl. 08:09
það er ekki sama hvernig að þessu er staðið
http://betabaun.blogspot.com/2008/07/unglingurinn-me-hrfuna-og-maurinn-me.html
Elísabet (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 09:21
Enginn þarf að fara þarna inn, enginn þarf að þykjast, enginn er píndur til eins eða neins. -
Staðreyndin er sú að þessir fullorðnu unglingar sem flestir eru komnir eða eru að komast á kosningaaldur, eru að vinna í görðunum, við leiði og grafir, -
Þau þurfa að læra vissa umgengni um þessi svæði, og þau þurfa að líka að læra að bera virðingu við þá sem þarna koma til að vitja hinna látnu. - Svo er sérstök umgengni þegar jarðarför er osfrv. - og reglur sem þarf að virða.
En kynning á líkhúsinu/likbrennsluni, er tilkynnt fyrirfram, látið vita hvenær hún verður og hvernig það fer fram. - Því geta þeir sem ekki vilja fara í þá eða þannig kynningu sagt það, og rætt það við foreldra sína, og ákveðið heima áður hvort þeir vilja eða ekki, osfrv.
Dóttir mín vann þarna í nokkur sumur, og fór í svona skoðunarferð. - Hún var mjög fegin að hafa fengið að fá að kynnast öllu því ferli sem lýtur að jarðarför. - Og hvernig framkvæmdin fer fram.
Því hún ásamt hennar vinum sem ég talaði við leit dauðann og allt sem honum viðkemur allt öðrum augum, - hún eins og þau fleiri hafði ávallt haft beyg af tilhugsuninni um dauðann, - eftir þessa kynningu sem hún sagði að hefði verið mjög falleg, leit hún allt öðrum augum á lífið og tilveruna. -
Og það var mér mjög lærdómsrík fræðsla að hlusta á umræður þessara ungmenna sem unnu með henni, segja frá upplifun sinni.
Og það get ég sagt ykkur, að eftir að hafa hlustað á ungmenninn, leit ég sjálf, öðrum augum á þá staðreynd, að öll förum við af þessari jörð að lokum.
- Hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 10:01
Til hamingju með afmælið þitt fyrir nokkrum dögum - ég náði þessu aðeins á undan þér.
Af hverju þarf líka að klaga alla skapaða hluti - er bara ekki nóg að hugga börnin sín án þess að draga allt samfélagið inn í það.
Ég fór einu sinni í göngutúr að vetralagi með hóp af börnum sem ég kenndi þann veturinn, annað hvort voru þau í 1. eða 2. bekk, ég fór með þau í kirkjugarðin til að gefa smáfuglunum og það var snjór yfir öllu, stillt og fallegt veður, svo komum við að opinni gröf sem var búið að taka og börnin spurðu um það og ég sagði þeim frá því að kistan væri sett ofan í gröfina. Eitt foreldrið hringdi í skólann og talaði við stjórnanda til að spyrjast fyrir um kirkjugarðsferðina, tilganginn og fleira. Ástæðan, jú vegna þess að eitt barnið hafði misst afa sinn nýverið og varð því spurull þegar hann koma heim en foreldrinu fannst þetta ekki viðeigandi gönguferð.
Edda Agnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 10:29
Akkúrat Edda, í í stað þess að þakka þér fyrir að gefa þessum foreldrum tækifæri og tilefni til að ræða við börnin sín af hreinskilni um lífið og tilveruna. - Þá er fundin blóraböggull og skeytt skapi sínu á honum. - Helvítis kennarinn. -
Hvernig skilaboð eru svona foreldrar að senda börnunum sínum.
- Lokið augunum fyrir raunveruleikanum - af því það er svo erfitt að horfast í augu við hann.
Svo erum við hissa á því að sífellt fleiri ungmenni sækja í að slæva vitund sína með fíkniefnum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 11:12
held þið ættuð að lesa færsluna mína um málið áður en þið klagið yfir klögurum. móðirin sem um ræðir talaði beint við hlutaðeigandi, hún fór ekki með málið í fjölmiðla. það var ég sem skrifaði um reynslu 16 ára stúlku sem var mjög brugðið og lái henni hver sem vill.
Elísabet (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:56
Dauðinn á ekki að vera tabú....ég held að þetta sé hið besta mál
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2008 kl. 13:37
Ég er algerlega sammála þér - tel að unglingarnir hafi bara gott af því af þessu. Kannski þau læri þar með að bera einmitt meiri virðingu fyrir lífinu sjálfu þegar þau sjá dauðann svona nálægt með eigin augum.
Knús í daginn þinn mín Kæra Lilja.
Tiger, 10.7.2008 kl. 17:58
það er eitt sem veldur mér spurningu hvaða lík var þetta sem þau sáu? Var búið að fá leyfi nánustu aðstanda til að sýna líkið?
Ísland er lítið land ég vildi ekki mínir látnu ástvinir væru sýndir hver veit nema einhver af börnunum gæti hreinlega þekkt þann látna.
En samt er ég sammála því að lífið, dauðinn og allt þar á milli, kemur okkur öllum við og auðvita þarf að fræða börnin en eru þau eitthvað betur undirbúin til að taka við dauða ástvina af því að þau sáu lík af einhverjum ókunnugum? Það held ég ekki.
Ég vil allavegna vera með mínum börnum þegar þau sjá lík í fyrsta sinn.
steina (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:54
Sæl Steina ! Ég set nú spurningamerki við sömu spurningu og þú, hvað það varðar, að sýna lík sem búið er að leggja í kistu og ganga fallega frá getur verið liður í kynningu á ferlinu sem þarna fer fram. - Og krakkarnir sem þarna eru við störf verða að læra að þekkja og virða. - Og læra að haga sér samkvæmt því, (samanb. að hafa þögn þegar þess þarf osfrv.) - En að taka klútinn frá án leyfis getur varla átt sér stað. - Það þætti mér ámælisvert. -
En það að vilja vera viðstaddur þegar börnin manns sjá lík i fyrsta sinn, það mundi ég líka vilja, en maður ræður ekki alltaf atburðarrásinni. - Það hef ég upplifað á sjálfri mér sem unglingur, og ég man alltaf hvað móðir mín tók það nærri sér, að ég skyldi verða fyrir þeirri reynslu.
En stundum hefur maður algerar ranghugmyndir um það ferli sem hefst frá því dauðinn sækir ástvin manns og þar til kemur að greftrun. - og þeim mörgu möguleikum sem boðið er upp á við undirbúning s.s. jarðarför eða bálför. -
Og þá er alltaf gott að hafa rætt málin við ástvini sína áður en þeir verða burtkallaðir. - Og verið þá fullviss um að þetta er það sem viðkomandi vildi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 12:48
Fyrirgefðu Steina ! Þá á ég við hvort ástvinur mundi vilja vera jarðsettur eða hafa bálför. - Hvort hann vildi gefa líffæri. - Og svona mætti lengi telja.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 12:51
vel orðað hjá þér. mig langar að benda á þessa frásögn
Brjánn Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 13:49
Þakka þér fyrir Brjánn, - þú mátt gera það.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.