Allir virtust sammála um það í Silfrinu í gær að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um hin frægu, lög um eftirlaun ráðamanna. -
Þarna voru samankomnir Formenn allra Stjórnmálaflokkanna og allir voru á eitt sáttir um að leiðrétta þessi mistök.
Eftir hverju er þá beðið. - Afhverju eru þingmenn ekki búnir að kippa þessu í liðinn. -
Allir í stjórnarandstöðunni eru samþykkir frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur um hvernig staðið skuli að breytingunum.
Steingrímur J. sagðist styðja frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og það hljóta Samfylkingarmenn líka að gera. - Allavega þeir sem lögðu fram frumvarpið með henni.
Og slatti af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja frumvarpið.
Og einhverjir frá Framsókn. Svo sem hin skelegga Valgerður Sverrisdóttir, Bjarni Harðarson, að ég tali nú ekki um sjálfan Guðna Formann.
- En þá eru það bara Frjálslyndir sem eitthvað virðast vera farnir að hiksta á réttlætinu. - Náði ekki alveg hvað þeir eru að hugsa í þessum málum. - Þeir eru kannski komnir of nálægt kjötkötlunum. -
En frumvarp Valgerðar Bjarnadóttir hefur legið tilbúið frá því síðastliðið haust - Svo vonandi sýna þingmenn viljan í verki og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok í vor. -
EF ÞEIR GERA ÞAÐ EKKI, ER EKKERT AÐ MARKA HVAÐ ÞEIR SEGJA.
- OG HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ, FORMENN ALLRA FLOKKA - OG ALLIR AÐRIR ÞINGMENN SEM NÚ SITJA Á ALÞINGI.- ÞIÐ HAFIÐ HAFT ALLAN VETURINN TIL AÐ BREYTA ÞESSU.
- NÍU MÁNUÐI - HEILA MEÐGÖNGU - LÁTIÐ RÉTTLÆTIÐ FÆÐAST Í DAG. - SAMÞYKKIÐ FRUMVARP VALGERÐAR .
Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
strax í dag
Hólmdís Hjartardóttir, 26.5.2008 kl. 12:10
Nákvæmlega Lilja
ÞÁ ER BARA EKKERT AÐ MARKA ÞETTA LIÐ!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 12:24
Það er svo "skemmtilegt" við FF að þeir eru í felu og steik með sína stefnu.
Ég held að þetta verði ekki að lögum fyrir þinglok. Það er tregða í gangi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 12:28
Lilja.. ég er sammála þér! Afhverju fara þessir háu herrar ekki í kvelli og laga þessi "mistök" strax fyrst allir eru sammála því að sannarlega voru þetta mistök - kannski tæknileg mistök meira segja.
Ég hefði haldið að það ætti ekki að taka langan tíma að afnema þessa setningu og gera lagfæringar strax - allavega til bráðalausn - fyrst allir eru á eitt sáttir um þetta málefni. En, nei ... það virðist vera þeim of erfitt.
Knús á þig Lilja mín og eigðu yndislegt kvöld!
Tiger, 26.5.2008 kl. 20:48
Þetta eru fára´nleg lög og með ólíkindum að hægt sé að gera svona hrapaleg mistök við lagagerð! En mig grunar að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafi engan áhuga á að breyta þessu - því miður - og þeir hafa bara alltof mikil völd - ennþá!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:02
Merkilegt!
Eftir hverju er eiginlega bedid? Knús inn í nóttina.
www.zordis.com, 26.5.2008 kl. 22:31
Hugsa til ykkar á hverjum degi, vona að hlutirnir séu þokkalegir.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 22:52
Flott færsla og ég styð hana 100%
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 08:03
Já, er það ekki bráðmerkilegt hvað það er auðvelt að setja lög en erfitt að afnema þau? Með einu pennastriki er hægt að setja óréttlát lög en þegar kemur að því að leiðrétta mistökin er ávallt vitnað í stjórnarskrá sem bannar að slíkt sé gert. Er þá ekki kominn tími til að laga þá stjórnarskrá? Tilgangurinn með stjórnarskrám er einmitt sá að tryggja lágmarksréttlæti og kvótalögin og eftirlaunalögin stangast klárlega á við réttlætiskennd flestra en samt bannar stjórnarskráin að hróflað sé við þeim. Ég skil þetta ekki, enda ekki mjög lögfróð manneskja.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 09:36
Ég held nú að mínir menn í F vilji líka afnema þessi ólög sem fyrst. Það virðist vera eitthvert tregðulögmál í gangi hjá alþingismönnunum blessuðum, þeir VILJA afnema þetta, en það er EITTHVAÐ í veginu fyrir því að það sé HÆGT!!!
Svoleiðis er nú þetta bara. Flottur pistill, og við skulum halda þeim við efnið okkar fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2008 kl. 22:10
Gott hjá þér Lilja mín að tæpa á þessu. Ég tek undir og spyr hvort menn hafi ekki rutt fyrirstöðu úr veginum svo þeir kæmust áfram. Ætli menn haldi að þeir verði strandaglópar við spúslukækkun. Ég srika yfir þá alla ef þeir sjá sig ekki um hönd. Og málið út af borðinu.....eða hvað? Halda menn að við gleymum strax umræðunni. -Takið ákvörðun alþingismenn og standið við það sem lofað er. kv eva
Eva Benjamínsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:44
Takk fyrir frábær skrif Lilja. Ég tek undir 100%
Marta B Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 00:26
Nú er búið að leggja málið í salt, það á sem sagt að dúlla í þessu í sumar. Það náðist samkomulag um það.
Bæturnar til Breiðavíkurmannanna fá að bíða, að sjálfsögðu liggur ekkert á þar. Ég er óðum að missa trú mína á ÖLLUM stjórnmálamönnum. Amk. þegar kemur að sumum málum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 10:19
Sammála þér. Alþingi er svifaseint í eðli sínu og getur ekki farið hraðar, allt á hraða eða hægagangi snigilsins.
Edda Agnarsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:44
Alþingi er nú aldeilis ekki alltaf svifaseint, eins og dæmin sanna. -
Já, nú er búið að fresta breytingu á eftirlaunalögunum.
Eða leggja þau í salt eins og Jenný segir. -
Sem er laukrétt hjá Jenný, réttu orðin yfir aðgerðarleysi Alþingismanna allra í þessu eftirlaunalagamáli. - Að leggja málin í salt. - Þar til að þau verða að pækli.
Því fæstir Alþingismenn vilja breyta eftirlaunalögunum, en þeir þora bara ekki að segja það, svo almenningur heyri, vilja ekki að almenningur hafi af því spurnir, að þeir séu meðal þeirra Alþingismanna, sem eru bara það gráðugur, að þeir missa sig í, að ríghalda í eftirlaunaósómann, í von um að fá í sinn ask, stóran spón í sinn hlut.
Þetta með að ekki sé hægt að afturkalla þennan ósóma er bara fyrirsláttur.
Sem þeir að vísu gátu hangið lengi á, með því að segja að það væri brot á Stjórnarskrá ! - ef ósóminn væri aftukallaður. - Eða ef lögin yrðu afnumin.
Það er Stjórnarskrárbrot að setja lög sem brjóta í bága við Stjórnarskrána ?
Því eru þessi lög Stjórnarskrábrot. - Því ber að afnema þau.
Ég held einmitt Steingerður að þú hafir akkúrat hitt naglann á höfuðið í athugasemdum þínum hér fyrir ofan.
Þessi lög eru auðvitað Stjórnarskrárbrot.
Bæði Eftirlaunalögin og Kvótalögin, brjóta í bága við Stjórnarskrána.
Þessvegna má ekki tala um þau. - Því það er svo óþægilegt ef landsmenn vakna til meðvitundar þó seint sé, og komast að því að enn er von á að draga til baka gjörðir þessara manna. -
Því samkv. Stjórnarskránni er það hægt - Og ber að gera svo.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.