29.4.2008 | 03:01
FYLGJUMST MEÐ - BORGUM EKKI ! - 1. MAÍ - LÁTUM VIÐ TIL OKKAR TAKA.
Fylgjumst með - verð hækkar í verslunum dag frá degi! Vöruverð í hillum er lægra, en vöruverðið við kassann. - Lenti í því í Hagkaupum í Skeifunni í fyrradag, að þrjár vörutegundir af fimm voru á hærra verði við kassann en gefið var upp á hillu. -
- Ég benti kassadömunni á misræmið sem væri milli hillu og kassaverðs, en hún sýndi mér spjald sem á stóð það verð sem hún stimplaði inn, stúlkan var alveg miður sín, - það voru svo margir, búnir að kvarta, yfir misræminu. - Þá varð ég líka alveg miður mín. - sagði henni að hafa engar áhyggjur, því, ég vissi það vel, að hún réði engu um verðið.
- Þá leit hún á mig þakklátum augum, og brosti feimnislega, og kallaði á ungan mann, og spurði hann ráða, - hann svaraði því til: að kassaverðið væri það sem gilti.
- Ég gat ekki gert stúlkunni það að vera að ræða þetta meira hún var nú bara að sinna sinni vinnu, - sá líka að hún var alveg miður sín, - þetta voru svosem ekki miklir peningar, sem ég var að tapa þarna, enda engin stór innkaup, á ferðinni, þennan daginn, bara smotterí, rétt rúmlega tveir hundrað kallar, sem þarna munaði, enda aðeins um 5 vörur að ræða.
Svo ég sagði stúlkunni, svona til að hressa hana, að ég mundi bara, kvarta næst þegar ég kæmi. - Stúlkan andvarpaði og sagði: Þá verð ég vonandi hætt. - Nú ! spurði ég, - Já, svaraði stúlkan það er svo ömurlegt að standa í þessu alla daga.
- En hvað ég skildi hana.- Þessvegna gerði ég ekkert í þessu, og þessvegna, gerði ég heldur ekkert, þegar ég sá hvernig allt, hafði hækkað í Krónunni. - Og í Bónus, sem ég hélt, að ég gæti stólað á., sama gamla góða verðið. -
EN HÉÐAN Í FRÁ, NEITA ÉG, AÐ BORGA ÞESSAR, SVIMANDI HÁU UPPHÆÐIR, SEM ERU ÞÓ ALDREI, ÞÆR SÖMU, FRÁ DEGI TIL DAGS. - HVERNIG SKILDI ANNARS STANDA Á ÞVÍ. -
SVO ÆTLA ÉG AÐ MÆTA Í KRÖFUGÖNGUNA 1. MAÍ - EKKI SPURNING.
Allir fylgist með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr. Skráði mig sem sjálfboðaliða hjá Neytendasamtökunum.
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 03:08
Sko! Flott blogg. Ef verð er gefið upp á vöru í hillu, er það ekki það sem á að borga? Hvaða reglur ætli gildi um þetta? Reglur búðarinnar eða neytendasamtaka?
Annars er viðgangandi svindl hér í Ameríku að verslanir setja hærra verð á kassana en í hillurnar. Flestir taka nefnilega ekki eftir þessu en það er auðvitað sagt sem "tilviljun" að kassaverðið er oftast hærra en það sem er í hillunum. Sjaldnast lægra.
Kv.
Ólafur Þórðarson, 29.4.2008 kl. 03:22
Ég er með í verðtékkið. Farin að taka strimlana og yfirfara en ekki byrjuð á að tékka á samræmi milli hillu og kassa. Vó, þetta er heví djobb.
Fer í gönguna auðvitað, eins og sönnu alþýðufólki sæmir. Áfram gakk
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 07:50
Gott hjá þér Hólmdís ! Vonandi taka fleiri, þig, til fyrirmyndar !
Já, Veffari, svo þetta er stundað í Ameríku, við höfum nú margt lært af þeim í henni Ameríku. Þaðan kemur einmitt biblía "einkaframtakssinna" eftir því sem mér skilst.
- Ekki það, að ég sé á móti, einkaframtaki, allsekki, en ég er á móti, svo kallaðri "bókstafstrú" eða ofstæki á öllum biblíum, sem mér finnst loða við þá sem mest hafa sig í frammi, í einkaframtaksmálum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:44
Jenný: Snillingur ertu komin með verðtékkið, á hreint, - ég er bara rétt að byrja. Þetta með samræmi milli hillu og kassa er vegna míns sjónminnis, og blankheita.
- Ég var í gönguferð með barnabörnin, og rétt skrapp inn til að kaupa kaffi og meððví og var bara með peningabudduna með mér, lagði því saman hvað vörurnar kostuðu, við hillurnar, svo ég ætti nú fyrir þeim. Svo þegar að kassanum kom, þá kemur í ljós þessi mikli verðmunur. Miðað við upphæð.
Hallgerður! Ég skil ekki alveg! Hvað er það sem ríkisstjórnin er að hvetja fólk til? - Hver er hvar?!?!?!? - Líklega hefur einhver setning dottið út, þarna.
Veffari: Ég gleymdi að segja þér, að þeir hjá Neytendasamtökunum hér, segja að það sé hilluverðið sem eigi að gilda.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 14:59
Flott færsla hjá þér Lilja Guðrún! Er að hugsa um að taka hana yfir á mitt blogg til að minna fólk á og líka að láta Neytendasamtökin vita!
Edda Agnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 17:46
Flott hjá þér, ég er farin að taka miðann minn með mér heim, er reyndar ekki komin lengra, hef svo mikið að gera
En það er ekki vanþörf á að halda okkur neytendum við efnið. Knús á þig mín kæra inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 18:51
Gott að heyra elsku Edda mín, ef þetta kemur að notum. Notaðu pistilinn, ef þú vilt, og eins og þú vilt, aðalatriðið er, að sem flestir, verði meðvitaðir, um verð, og verðhækkanir sem nú dynur á þjóðinni. - Þetta er jú lífsspursmál, fyrir alla, að ég tali nú ekki um fyrir barnafjölskyldur.
Þakka þér líka Ásthildur, ég er líka bara að byrja. Mér finnst bara svo dapurlegt hvað vörurnar hækka hratt. - Ég verð bara svo reið, bæði, þegar ég sá, ósvífnar hækkanir í Krónunni, og eins í Bónus, mér finnst svo illa vegið, að möguleika fjölskyldunnar, til að brauðfæða börnin.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:33
Góður pistill að venju hjá þér Lilja. Tek undir með Jenný að þetta er heví djobb að fylgjast með verðbreytingum. Hef ekki haft mig í það ennþá, það líður þó að því. Mín mætir í þrammið á fimmtudag, jafnvel þó það þýði að ég þurfi að fara úr einu sveitarfélagi í annað.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.4.2008 kl. 22:06
Ha! Ætlarðu í einhverja göngu á morgun?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:23
Í hvaða göngu ætlar þú á morgun Ægir? - Það gekk ekki hjá mér, að fá það samþykkt, að hilluverðið gilti, kannski var ég strax í upphafi of lin. En héðan í frá verð ég mun ákveðnari.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:27
En Ingibjörg það er engin kröfuganga í Kópavogi, er það nokkuð? - Svo þú verður að skutlast í Höfuðstaðinn, og gera kröfur. - Fara svo í 1. maí kaffi á eftir hvort heldur í sjálfum, höfuðstaðnum líka, eða í Kópavoginum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:34
Ég reyni að fylgjast með verðum, lesa á strimla o s frv
veistu maður verður svo pirraður... svo er enginn til að pirrast við því vesaligs kassadömurnar þær ráða þessu ekki.
Marta B Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 00:31
Akkúrat Marta! Það er málið, maður getur ekki leyft sér að vera pirraður út í saklausar kassadömur. - Þær ráða engu.
- Þessvegna ákvað ég að skrifa um þetta. Því þó að maður viti, að það sé "hilluverðið" sem á að gilda, - þá getur maður ekki verið að hrella "kassadömurnar" með þeim rökum, - því þeim er innprentað að það sé "kassaverðið" sem blívur. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 00:47
Fór í Hagkaup í gær og keypti rétt niðrí pokaskjatta, ég meina það!!!! Halló, nokkrar krydddollur sem ég fæ ekki heima og annað smotterí, 10.000.- kall !!!!!!!!!!!! Mæti þér í skrúðgönugunni 1. maí engin spurning. Gott að Þórir er farinn heim hann þoldi ekki 1.maí skrúðgöngur og þegar minn gutti þriggja ára vildi mæta þarna í gönguna var honum innprenntað að þarna fóru kommonistar í flokki fylkingar og við fylgdum ekki þeim flokki hehehehh
Minn litli gutti vildi ólmur fylgja flokki hornablásturshljómsveitar, hann kallaði alla tíð lúðrasveit hornablástur, bara algjört krútt þessi strákur minn sem í dag er 34 ára gamall.
Hér er samt spurningamerki, mæti ég í göngu? Veistu Lilja ég held ekki. Ég er orði svo asskotti ,,fótalúin" fyrir svona uppákomur.
Samt ég styð ykkur 100% alla leið.
Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2008 kl. 02:26
Ég skil þig mjög vel Ía, mér finnst bara eins og ástandið er núna, að mér beri skylda, til að mæta, í kröfugönguna 1. maí. Með alla fjölskylduna. Mér finnst þetta vera ganga upp á líf og dauða stéttarfélaga. Og þess að við viljum búa áfram í lýðræðisþjóðfélagi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 02:38
Mér finnst eðlilegt að Stjórnvöld sýni þá ábyrgð, að hvetja almenning til að fylgjast með, verðlagshækkunum, Hallgerður! Ég væri grautfúl ef þau gerðu það ekki. -
Íslendingar hafa nefnilega ekki, fylgst nægilega vel með, þróun mála, síðustu ár, og þeir, sem hafa ekki, komist hjá því, að fylgjast með, - hafa hvorki haft tíma, né tækifæri, til að koma athugasemdum sínum, á framfæri.
Því þeir hafa verið uppteknir af því að vinna myrkranna á milli, við að hafa í sig, og á. -
- Því það eru þeir sem minna hafa haft milli handanna, - sem hafa þurft að leggja nótt við dag, en það hefur samt, ekki dugað, til að ná endum saman. Þær fjölskyldur hafa ekki, komist hjá því, að fylgjast með verðhækkunum.
Og þeir, sem eru svo óheppnir, að veikjast, og eru með lítil börn, og eru að, reyna, að koma, sér upp húsnæði. - Þeir hafa ekki heldur komist hjá því að fylgjast með hvernig allt hækkar dag frá degi.
En hina, sem ekki, hafa talið sig þurfa, að fylgjast með verðhækkunum, þá þarf, að velja hið snarasta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:38
Hallgerður mín ! Fyrirgefðu, þarna neðst á auðvitað að standa.
- En hina, sem ekki hafa, talið sig þurfa, að fylgjast með, verðhækkunum, - þá þarf að "vekja" hið snarasta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.