17.4.2008 | 12:30
1,2, RYKVÍK - á ekkert að þrífa borgina, svifrykið hrellir enn.
Ég fann fyrir því þegar ég vaknaði í gærmorgun. - Æ, nei, stundi ég upphátt, er ég að kvefast, afhverju græt ég svona, án þess að vera að gráta, og afhverju er mér svona þungt fyrir brjósti? - Fór til læknis: SVIFRYK, elskan mín, svifryk, og það verður verra á morgun.- sagði læknirinn hughreystandi.
- Frá lækninum fór ég beint til dóttur minnar ætlaði að líta eftir tvíburunum, sem bráðum verða tíu mánaða. - Og þegar þangað kom, tóku á móti mér, tvö skælbrosandi og skríkjandi andlit, - með augun full af tárum þrátt fyrir gleði sína, og þær hnerruðu, og hnerruðu, og hnerruðu. -SVIFRYK
- Æ, elsku hnáturnar mínar eru "fyrirburar", og því viðkvæmari, fyrir þessari bölvuðu, svifryksmengun, sem er að gera útaf við alla þá, sem viðkvæmir eru, fyrir, í öndunrarfærum, lungum, eða með asthma. -
- Bíleigendur þess lands, viljið þið bjarga mannslífum, - strax í dag- , og taka nagladekkinn undan bílunum ykkar "strax". - Enda er bannað að vera á nagladekkjum eftir 15. apríl. - Og, ég get sagt ykkur það, - að það munar um nagladekkin, á götunum hér í Reykjavík, og víðar. - Það mundi líka muna miklu, ef bílum fækkaði, hér í borginni, en það er önnur saga. -
Enn er ekki hægt að hafa opinn glugga í Reykjavík vegna "svifryksmengunar", í Almáttugs bænum gerið eitthvað, þið sem ráðið í REYKJAVÍK !!!
- ÞAÐ ER ÓLÍFT Í BORGINNI ! REYKJAVÍK ER ORÐIN AÐ RYKVÍK. 1, 2, RYKVÍK. -
Hvernig er með átakið 1, 2, Reykjavík - átti ekki að hlusta á borgarbúa? - Nú heyri ég fólk bara segja - 1, 2, RYKVÍK. - Já, ég verð bara að taka undir það RYKVÍK er réttnefni, eins og nú er komið málum.
Athugasemdir
Það verður að þvo göturnar....ein sem stendur á öndinni. Þetta er grafalvarlegt mál fyrir ´þá sem eru viðkvæmir.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.4.2008 kl. 12:33
Elsku litlu tvillingarnir. Ég tek undir að það þarf að hreinsa göturnar vel og vandlega og svo ætti fólk að taka nagladekkin undan strax og það sem meira er; fara nú einu sinni að spara bílnotkunina og taka strætó af og til.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:56
Þessi færsla var "eye opener". Var að passa lítinn þriggja mánaða ömmustrák í gær og hann hnerraði og nuddaði á sér augun alveg út í eitt. Og ég setti barnið út í vagn eftir að hafa mælt hann og séð að hann var hitalaus.
Arg hvað þetta ergir mig (understatement).
Kveðja inn í daginn þinn LG
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 13:31
Rosalega vorkenni ég ykkur í borginni að þurfa að búa við þetta. Vona að þetta lagist sem fyrst. Hér er það lyktin frá sveitaskítnum sem yljar mínu nefi í austanátt. Bara yndislegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:03
Þú segir nokkuð, ég verð sem sagt að taka með mér pústið þegar ég fer heim á þriðjudaginn. Verst þegar þetta legst á litlu krílin okkar.
Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:15
Þetta er ömurlegt, greyin litlu. Ég hef hnerrað milljón sinnum síðustu 3 daga og í dag var ég viss um að ég væri komin með flensuna ... AFTUR! Auðvitað er þetta svifrykið, þetta er nú meiri fjárinn.
Tek undir áskorunarorð þín til þeirra sem aka um á nagladekkjum. Rífa þau undan, eins og skot!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.4.2008 kl. 22:12
Hólmfríður ég tek svo sannarlega undir með þér, það verður að þvo göturnar. Þetta verður annars óbærileg helgi. Rykið og drullan er eins og mökkur yfir öllu.
Ragnheiður mæltu heilust, skúra, skrúbba og bóna, göturnar og naglhreinsa bílana. - Ég get ekki einusinni haft opinn glugga það sópast svo inn brúnsvart duft. - Í einu orði sagt "Ógeðslegt". Svo lekur úr augum og nefi á mér, jafnt sem blessuðum varnarlausu börnunum, sem ekki skilja neitt í neinu.
Jenný, hvernig á manni að gruna að loksins þegar örlítið hlýnar í veðri þá kemur þessi vágestur, sem svifrykið sannarlega er, sérstaklega ungum börnum, fyrirburum, og þeim sem eru veikir fyrir í öndunarfærum.
Ásdís Já, er þetta ekkert að há ykkur á Selfossi, ég veit að þetta er orðið mjög slæmt á Akureyri. - Fjósalykt er bara yndisleg á við þetta helv.... !
Ía, já, þú mátt ekki gleyma pústinu því þá ertu í vondum málum hér í henni Reykjavík, Hrein torg - fögur borg heyrir sögunni til hvað þetta varðar.
Svifryksmengun fór langt, langt yfir öll HÆTTUMÖRK í gær. Og þeir spáðu að það yrði eins í dag.
Það er einmitt það versta hvað "svifrykið" leggst illa á yngsta mannfólkið. Þeir rekja aukningu á öndunarfærasjúkdómum s.s. asthma, lungnabólgu, jafnvel eyrnabólgum barna, til þessarar ljótu umhverfismengunar. Þessvegna legg ég svo mikla áherslu á að fá neðanjarðarlestarkerfi - METRÓ - til að létta á umferðarvandanum sem við búum við hér í Reykjavík.
Verst var mengunin í gær á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Svo langt, langt, yfir hættu mörkum að þeir töldu ráðlegt að nefna ekki töluna.
Ég vil ekki fleiri mislæg gatnamót í Reykjavík, ég vil -METRÓ - Þannig getum við fækkað bílum. - Og losnað við svifrykið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:16
Einmitt Ingibjörg: Burt með nagladekkinn. Já, það er sko ekkert skrítið þó þú hnerrir þetta er svo mikil mengun. - slæmt var það í fyrra en það er margfalt verra núna. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:23
Ég ætla að setja inn á morgun grein sem ég las í blaði um að tré sér í lagi grenitré sem plantað er meðfram götum, draga í sig svifryk í miklum mæli. En ég tek samt undir þetta sem þið segið, það er ólíðandi að fólk líði fyrir bílaumferðina. Knús á þig Lilja mín inn í nóttina, og vona að þið losnið sem fyrst við þetta fjandans svifryk. Annars er ég að drepast í hálsinum eftir að snuddast í priklunarmold í dag, hún fer alveg eins og svifrykið beint í háls og nef.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 01:01
Já fáum metró.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 01:25
Alveg sammála þér Lilja, þetta er svívirða. Það þarf að gera miklu meira í því að hreinsa og skola götur borgarinnar - sérstaklega þegar það hefur verið svona mikið þurrt. Líka væri gott ef nagladekkin myndu hverfa, en það er víst hægara sagt en gert. Ég prufaði harðskeljadekk síðasta haust en neyddist til að fara á naglana því þeir voru mun öruggari að vel yfirveguðu máli. Ég er þó löngu búinn að taka naglana undan aftur því þegar þeirra er ekki þörf þá eigum við skilyrðislaust að taka þá úr umferðinni. Góðar pælingar hjá þér og mjög þarfar! Eigðu nú góða helgi ljúfan...
Tiger, 18.4.2008 kl. 18:40
Það er mánuður síðan að mín nagladekk komu undan. Verð að segja að ég mundi þykkja góða sturtu á göturnar, aldrei hef ég verið eins næm á þennan óþverra og nú. Mér svíður í augun, þetta er vont og litlu englarnir sem eiga sér einskis ills von eiga ekki að þurfa að lifa við þennan ósóma. Ó borg mín borg, hver þrífur þig?
Góða helgi Lilja Guðrún og takk fyrir mig
Eva Benjamínsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:19
Já þessi mengun er als ekki skemmtileg. Enn eru við bara með reiðhjól. Tað er alveg hægt sjálft ef maður er með tvö börn. Er bara með tengivagn. Og förum við eitthvað langt, já svo er strætó eða lestin notað. Hafið sem best um helgina
Margith Eysturtún, 19.4.2008 kl. 07:38
Það er hrikalegt að vera í borginni þegar svifrykið svífur í vit og pirrar allt og alla. Vona að fólk fari að hegða sér rétt með nagladekkin og sýni samstöðu og samhyggu.
Njóttu helgarinnar.
www.zordis.com, 19.4.2008 kl. 09:14
Hæ. Er að kíkja hér í fyrsta sinn "gegnum" Gunnar. Sammála, eitthvað verður að gera. Hjólastígar í dag eru bara útsýnisstígar, ekki stysta leið á milli A og B þannig að eitthvað fleira verður að koma til. Kveðja SJ
Sigga Hjólína, 19.4.2008 kl. 11:55
Nagladekk eru alveg óþörf innan borgarmarkanna. Þeir sem eru mikið í akstri úti á landi á misgóðum vegum yfir veturinn þurfa frekar á þessu að halda. Hér er allt saltað eða sandborið um leið og snjór kemur.
Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:40
Mikið er ég sammála þér, Lilja.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 17:30
Orð í tíma töluð.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:15
Tek undir það sem skrifað er á síðunni.
Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 21:55
Takk fyrir kommentin kæru bloggvinir! Ég flúði borgina um helgina, dvaldi fyrir austan fjall. Þar var yndislegt að vera - Ekkert svifryk. - Takk fyrir þá ábendingu Ásdís mín.
Ég var svo fegin í gærkveldi, þegar fór að rigna, hélt að það hreinsaði andrúmsloftið, og göturykið. - Hélt að nú yrði hægt að anda í Rykvík.
- En það var óskhyggja. - Því í dag, fýkur svifrykið inn um glugga og dyr. Og smýgur inn í öll vit ef maður er á gangi í henni Reykjavík.
Og það er ekki hægt að ganga úti með börn, hvað þá láta þau sofa úti. - fyrir svifryki.
Á ekkert að hreinsa borgina ég bara spyr? Svona getur þetta ekki gengið.
Hvernig er með þetta 1,2, Reykjavík. - NÚ ER ÞETTA 1, 2, RYKVÍK !!!!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 15:45
Takk og ástarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:34
Örugglega eiga nagladekkin drjúgan þátt í svifryksmengun en mér finnst samt eins og komið hafi fram rannsóknir sem segi að þáttur nagladekkja sé ofmetinn í dæminu. Ég er búin að skipta yfir á sumardekkin. Hef aldrei skipt svona snemma fyrr enda bý ég fyrir norðan og við megun gera ráð fyrir einu ef ekki tveimur hretum áður en sumarið gengur í garð.
Annars er nú saga að segja frá þessum dekkjaskiptum. Ég þurfti sem sagt að kaupa mér ný sumardekk undir Focusinn minn og þau kostuðu 15000 kall stykkið - ég held að það geti ekki verið í lagi heima hjá okkur Íslendingum í verðlagsmálum!! Nema hvað eftir 60000 króna fjárútlát gerðist svo það að þegar ég ætlaði að fara heim úr vinnunni var eitt dekkið loftlaust og ég mátti gjöra svo vel að hringja hálfgerða neyðarhringingu á dekkjaverkstæðið. Þeir komu með það sama pumpuðu í dekkið sögðu að ég þyrfti að koma með hann upp á verkstæði því að ventillinn væri ónýtur og - rúsínan í pylsuendanum: ég var rukkuð um 350 krónur fyrir vetilinn. Einhvern veginn fannst mér það dálítið hallærisleg afgreiðsla, án þess að ég vilji vera eitthvað vanþakklát.
Fyrirgefðu elsku Lilja að ég skuli skirfa svona mikið og langt mál hér - en vildi svona aðeins nota tækifærið og tjá mig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:47
Þakka þér fyrir þessa sögu Anna, ég keypti nýjan sumardekkjaumgang, undir bílinn minn, fyrir ári, og þótti það ansi dýrt, rúmar 20 þúsund krónur í allt, með öllu.
Þetta er nú ekki eðlilegt verð, sem þú ert að borga núna. - Mikið rosalega hefur þetta hækkað! - Það er nú enn hallærislegra að láta þig borga fyrir nýjan ventil að auki.
- Svifrykið hefur líka farið ansi langt yfir hættumörkin hjá ykkur á Akureyri las ég. - Ég held að nagladekkin séu ekki ofmetin,- en það má líka bæta því við, - að gæði malbiksins, er ekki það sama, og það var hér áður.
- Nú spara sko fyrirtækin, dýra efnið, sem styrkir malbikið, og bindur það saman.
- Og hvaða máli, skiptir svo sem, heilbrigð lungu bæjarbúa, þegar fyrirtækið getur selt sama magn af malbiki, fyrir sama verð, en án gæða. - Því bæjarbúar blæða, hvort sem það er hér fyrir sunnan, eða hjá ykkur fyrir norðan.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.4.2008 kl. 01:19
Ég var að skrifa pistil um annan vinkil á málinu hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:55
Hér er frábær fróðleikur um svifryk eftir sérfræðing hjá Umhverfisstofnun. Úr fyrirlestri sem fluttur var 15. apríl sl. á ársfundi Umhverfisstofnunar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:32
Lára Hanna: Þakka þér fyrir alveg frábæran pistil, þetta er óhugnanleg staðreynd, sem þú lýsir þarna og færir rök fyrir eins og þér einni er lagið.
Mig langar til að biðja alla þá sem þetta lesa að fara inn á bloggið hennar Láru Hönnu þar sem stendur, hér fyrir ofan, í athugasemd 24.
Lára Hanna ef ég get á einhvern hátt orðið að liði gegn þessum óskapnaði, þá er ég til.
Takk enn og aftur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:56
Lára Hanna í athugasemd þinni nr: 25, næ ég engu sambandi, við fróðleikinn eftir sérfræðinginn hjá Umhverfisstofnun. Þó ég hamist við að ýta á Hér í athugasemd nr: 25.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.4.2008 kl. 00:05
Farðu þá fyrst inn hér og síðan smellirðu á slóðina: Loftgæðamál / Þorsteinn Jóhannson sem hefur yfirskriftina: "Loftgæði hafa verið mikið í umræðunni og þá sérstaklega svifrykið. Þorsteinn fór víða í sínum fyrirlestri og bar saman Reykjavík og Akureyri við aðrar "stórborgir".
Þetta ætti að virka - en það tók talsverðan tíma hjá mér að hlaða fyrirlestrinum inn. Þolinmæðin blívur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:41
Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn Lilja
Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 11:03
sendi til þín innilega gleðilegt sumar og takk fyrir mig Guðrún Lilja mín kveðja Ólöf Jónsdóttir
lady, 24.4.2008 kl. 11:27
Gleðilegt sumar Lilja Guðrún!
Svifryk er
Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:47
Gleðilegt sumar elsku Lilja mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:07
Gleðilegt sumar mín kæra
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:43
Gleðilegt sumar, kæra Lilja Guðrún!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 00:21
Lára Hanna, Marta, Ólöf, Edda A, Linda, Brynja, og Helga Guðrún! Þakka ykkur öllum, fyrir fallegar sumarkveðjur.
- Mig langar líka til að senda ykkur öllum mínar kærustu óskir um gæfuríkt og gleðilegt sumar, - um leið, og mig langar líka til, að þakka ykkur fyrir, skemmtilegan, og fróðlegan bloggvetur. - Kær kveðja til ykkar allra.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.4.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.