Við borgum ekki , við borgum ekki,................

Mér verður æ oftar, hugsað til atburðanna, sem varð til þess, að Dario Fo skrifaði leikritið "Við borgum ekki, við borgum ekki".,  sem ég lék í fyrir um 30 árum síðan, og vakti svo mikla lukku að við sýndum það hátt í tvöhundruð sinnum.  -  "Við borgum ekki, Við borgum ekki" skrifaði Dario Fo um raunverulega atburði, sem áttu sér stað á Ítalíu  ,- þegar verð á matvörum og öðrum nauðsynjavörum rauk upp úr öllu valdi. -  Verbólgan var himinhrópandi - Atvinnuleysi var í hámarki. -  Og almenningur svalt.  Þar sem fjölskyldur höfðu hvorki efni né aðstæður, til að lifa, af þeim launum, sem það hafði, yfir að ráða. Slík var dýrtíðin orðin.  -  Vörur hækkuðu dag frá degi, og jafnvel oft á dag. -  Og algjört stjórnleysi, virtist ríkja, í eftirliti, með kaupsýslumönnum og öðrum gróðapungum.

-  Þá tók fólk sig saman, og ákvað, að borga bara það, fyrir vörurnar, sem þeim þótti sanngjarnt, að borga. -  Fyrsta daginn, var bæði lögreglan og herinn kallaður til,- til að hafa hemil á fólkinu.  - Og fangelsi fylltust, af reiðu verkafólki, ráðsettum húsmæðrum, hjúkrunarfólki, gamalmennum, öryrkjum, og öðrum almenningi, sem hafði verið hlunnfarið. -  Fólkið var reitt yfir græðgi valdhafa, og mótmælti  því harðlega:,  hvernig "valdhafar" og þeirra pótintátar, höfðu hlaðið undir sig og sína, jafnvel sölsað til sín auðlindir þjóðarinnar.  - Þegar fólkið fann, að samstaða, var eina ráðið, til að kveða niður verðbólgudrauginn og verðhækkanirnar. - Þeysti það út á göturnar -.  Og létu hendur standa fram úr ermum  - Lögreglan, landherinn og sjóherinn, var kallað til, og átti að hafa hemil á fyrrnefndum skríl, með því að hóta handtöku, - En það hafði ekkert að segja.- Nú var nóg komið!. - 

  - Hótun um handtöku, dugði ekki til. - Fólkið hafði tekið völdin.  Og hrópaði bara: Við borgum ekki , við borgum ekki. -   Og nú tók við tími uppgjörs við auðvaldið. -  Fólkið  tók sér vörur, og greiddi fyrir þær, sanngjarnt verð, sem það ákvað sjálft. -  Og það var ekkert saknæmt við það. - Enda hafði fólkið, ekki getu, til að lifa af, öðruvísi, en að nota þessa nýju "verslunaraðferð".  -  Þegar fólkið fór í kjörbúðina og til kaupmannsins á horninu,  keypti það þær vörur sem þau þurftu, en létu sanngirnina "ráða verðinu," - ekki græðgi kaupahéðnana.

- Svo viti menn - Kaupmenn lækkuðu verðið. - Verðbólgan hjaðnaði hratt. - Þenslan hvarf - .

Ég heyrði í hádeginu flautusinfóníu atvinnubílstjóranna við Arnarhvol. 

   Og hugsaði:  En ef við borgum ekki. - Ef ég færi núna í búðina, og setti í körfuna þær vörur sem vantar til heimilisins, en ég hef ekki efni á að kaupa, -  og ákveð að borga fyrir vörurnar, það sem mér finnst sanngjarnt,  eða t.d. ef ég borgaði, bara sama verð,  og síðasta kvittun sem ég á, sýnir, að ég hafi borgað fyrir sömu vörur, fyrir ekki svo löngu.  -  Þá væri ég, komin með "dágott" tímakaup,  fyrir ómakið við að líta inní þessari óheyrilega dýru verslun. -  Og verslunin græddi aðeins minna, "en græddi samt" .  -  " Við borgum ekki, Við borgum ekki".  Gekk upp hjá Ítölsku þjóðinni á ögurstundu.  Því þá ekki hér. - Það er því "umhugsunarvert fordæmi".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Man eftir þessari sýningu einfaldlega vegna þess að hún var frábær.

Þetta er ekki vitlaus hugmynd.

Hrokagikkurinn Geir er ekki hrifinn af borgaralegri óhlýðni og ætlar auðvitað ekkert að gera.

En kannski kveður við annan tón ef fleiri og fleiri bætast í hópinn.

Ég sver það LG ég er í stöði fyrir byltingu.

Komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður pistill. Hættum að borga of mikið fyrir vörurnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þú segir nokkuð Lilja.  Ég væri alveg til í að fylgja þessu eftir ef ég væri þarna heima í vitleysunni.  En hver þorir að taka af skarið? 

 Stendur ekki einhverstaðar þori, vil og verð!!!!! 

Kalt mat, ég held að þetta verði aldrei nema ,,eldhúsumræður"  því miður.

Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  1. ÉG held að við ættum að standa saman og taka þátt í skærunum sem Hólmdís er að boða.
  2. Borða minna og ekki kaupa munaðarvöru.
  3. Sniðganga alveg dýrar búðir og ekki kaupa föt í mánuð, vantar mann nokkuð???

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Heyr heyr, já hvernig væri að íslenskir neytendur færu að sýna klærnar. Ég vona að svona umræða fari að komast á annað stig en bara eldhúsborðsumræður.

Helga Auðunsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:40

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var góð hugmynd. Ég man eftir þessu verki Dario Fo en vissi ekki að það væri byggt á raunverulegum atburðum.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:42

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður pistill.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 12:43

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég er til!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.4.2008 kl. 15:48

9 identicon

Er það ekki líka bara valdagræðgin, óheiðarleg vinnubrögð og fleira sem á þátt í því að landið okkar er ekki að þróast í fágaðri átt. og málin standa svona í dag.

Við erum ekkert skárri en Bandaríkin. Heilaþvegin af háttsettum og getum ekki viðurkennt að hér er ekki allt með felldu. Hér eru mafíósar sem að stjórna landinu og leyna upplýsingum.

En já ég skal taka þátt í þessum aðgerðum. Styð það heilshugar.

Fyndið samt að þegar það eru gerð mótmæli í hljóðum og kurteisislega þá er ekki hlustað. En svo þegar það er gefið í og gert nokkuð kurteisislega en með hávaða þá eru það látalæti ? Það er enginn millivegur. Þessi pólitíkusar tala í hringi og skilja mann eftir ringlaðan við tækið og maður skilur ekkert. Hvað er gaurinn að tala? afhverju geta stjórnvöld bara ekki farið að hlusta á fólkið sem er að reyna að tala sínu máli.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:57

10 identicon

Ég er að verða svo mikill rebell af allri þessari baráttu við bæjaryfirvöld á AK undanfarna mánuði til að fyrirbyggja öll þessi skipulagsslys í bænum að ég er viss um ég myndi sóma mér vel hlaupandi með fullan vagn af vörum sem ég hefði sjálf ákveðið að borga sanngjarnt verð fyrir og rífandi kjaft við lögguna sem ætlaði að reyna eitthvað að tjónka við mig - me likes

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:16

11 Smámynd: Brynja skordal

Góður pistill og gaman að lesa Góða nótt

Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 00:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég styð þessar aðgerðir hundrað prósent, og ef skapast tækifæri mun ég taka þátt í þeim. Við borgum ekki, var frábært leikrit, og svo er um fleir verk Dario Fo, við tókum allavega tvö af hans verkum, ég lét til dæmis i Sá sem stelur fæti.  Hann var sterkur ádeiluhöfundur.  En mikið asskoti fannst mer gaman að sjá þig í Mannaveiðum Lilja mín.  Flottust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 01:18

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég neita að borga meira en ég þarf fyrir nauðsynjavörurnar, öreigar allra landa sameinast og taka völdin  Góða nótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 03:00

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er löngu tímabært að við segjum eitthvað.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 03:08

15 Smámynd: www.zordis.com

Aðstæður og tímatal er gjörólíkt.  Nú kemur efasemdarpúkinn upp í mér og segir aldri en svo veit ég að sá staður tilverunnar er hvergi nema í höfðinu á mér! 

Nú veit ég ekki hvaða vörur eru að hækka en má ekki sniðganga vöru eða verslanirl  Góð pæling og ábyggilega lærdómsríkt verk!

Góðar kveðjur inn í daginn.

www.zordis.com, 9.4.2008 kl. 07:18

16 Smámynd: Tiger

  Frábært leikrit - og snilldar pistill hjá þér. Ég styð alla baráttu gegn háu vöruverði og er sannarlega til í smá uppreisn gegn orkrinu.. eigðu góðan dag.

Tiger, 9.4.2008 kl. 15:41

17 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Elsku Lilja. Þakka þér fyrir góðar óskir um bata. Ég slasaðist ekkert líkamlega - enda var ég komin á litla ferð og náði að stoppa tímanlega. Það sem vekur mér þó ótta er sú staðreynd að ég man nákvæmlega ekkert eftir aðdragandanum og reyndar ekki neitt frá því ég yfirgaf Fjölbrautarskólann á Selfossi. Svo man ég næst eftir mér í sjúkrabílnum. Þeir sem á eftir komu sögðust hafa séð mig hægja ferðina og gefa stefnumerki og líða svo út af veginum hægra megin. Það segir mér að ég hefi verið með fulla meðvitund þegar ég áttaði mig á að eitthvað var að. Það er huggun harmi gegn - enda óbærileg tilhugsun ef ég hefði farið yfir á rangan vegarhelming, hálf meðvitundarlaus og jafnvel valdið slysi á öðrum. Þetta var óskemmtileg lífsreynsla.

En.. ég kemst aftur á kreik full af orku. Ég er núna að fara í alls konar rannsóknir og vonandi fæ ég lyf við þessu (flogaveiki sennilega) svo þetta komi ekki fyrir aftur.

Já, nú er fyrirhugaður söfnunarþáttur á Stöð tvö í maí og vonandi komum við eitthvað að þeim þætti. Ég sagði við Auði Guðjónsdóttur, sem sér um Mænuskaðasamtök Íslands, að við stelpurnar myndum örugglega koma að þessum þætti, ef eftir því væri leitað. Þetta er verkefnið sem ég var að tala um. Það væri gaman að geta vakið athygli á nauðsyn þess að lækna mænuskaða. Við söfnuðum jú peningum fyrir mænuskaddaða á sínum tíma þannig að þetta er verðugt mál.

Guð blessi þig elsku Lilja mín. Kærar kveðjur til þinnar dásamlegu systur.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:47

18 Smámynd: Bergur Þór Ingólfsson

Takk fyrir þetta.  Mjög hvetjandi og fræðandi.  Maður alveg bara...

Ókei... og allir saman svo... eða ég kemst ekki af því að ég þarf að horfa á Bandið hans Bubba.  Og Bubbi kemst ekki heldur því hann er í beinni útsendingu.   Hvað um þriðjudaginn klukkan svona 16:45, því þá er ég búinn að ná í börnin úr leikskólanum og get sloppið nógu snemma heim í mat.

Einn daginn finnum við þröskuldinn...  og stígum yfir hann. 

Bergur Þór Ingólfsson, 9.4.2008 kl. 23:59

19 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Frábær lesning Lilja, ég er sko til í byltingu. GÆS! er nýtt orð sem ég lærði um daginn. Notað einsog gert er þegar hnefinn er krepptur og handleggurinn er uppi og dreginn niður af krafti, þið vitið svona YES! Sumir þekkja þetta úr boltanum, allavega, þá er GÆS fráfær skírskotun í það sem við ætlum okkur.

GET, ÆTLA, SKAL

Eva Benjamínsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:40

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einmitt GÆS er málið! Þori ég, get ég, vil ég?  Já, ég þori, get, og vil. Lifi GÆS! GÆS  Lengi Lifi!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband