No Dice frábær á Lókal !

     Var á LÓKAL í kvöld.  Nú sendur yfir "Alþóðleg leiklistarhátíð" í Reykjavík 5. - 9. mars,  missið ekki af þessari fyrstu Alþjóðlegu leiklistarhátíð á Íslandi.   Hátíðin sem ber nafnið  "LÓKAL"  eru full af spennandi efni,  og því úr mörgu að velja,  - Kynnið ykkur það á  - www.lokal.is - . Og miðasala á midi.is.

     Verkið sem ég var að sjá í kvöld var alveg "FRÁBÆRT" í alla staði.  Það heitir  "No Dice" og er sýnt í Sætúni 8, þar sem Heimilistæki var til húsa.  Í skrá hátíðarinnar er þetta sagt um leikhópinn:             " Þarna er á ferðinni afar sérstæð leiksýning sem byggir á hljóðrituðum símtölum.  Þessi leikhópur er kominn í framlínuna í bandarísku leikhúsi og svo vitnað sé í Village Voice:  Nature Theater of Oklahoma er einn efnilegasti leikhópur í New York - sýningar þeirra eru fyndnar, fýsiskar, og koma áhorfendum sífellt á óvart." 

    Það er ekki ofsögum sagt að þarna sé á ferðinni "sérstæð sýning",  það er hún svo sannarlega, og hún kemur manni líka alltaf á óvart alla sýninguna, svo er hún er líka alveg "bráðfyndin",   svo fyndin,  að ég grenjaði úr hlátri, meira og minna í tæpar fjórar klukkustundir, já, í alvöru, þetta löng sýning, og ég fattaði ekki hvað hún var löng, það var svo gaman, ofboðslega gaman að horfa á þessa frábæru listamenn flytja þetta verk.  Enda klöppuðu áhorfendur og stöppuðu í framkalli og þökkuðu hressilega fyrir þessa stórkostlegu skemmtun.  Á eftir voru umræður, þar sem leikarar og leikstjórar og aðrir aðstandendur sátu fyrir svörum og það voru sko skemmtilegar og fróðlegar umræður.   Það er sýning á morgun laugardag kl: 20:00 og sunnudag kl:17:00 .  Missið ekki af þessu  einstaka tækifæri til að sjá  þessa stórkostlegu sýningu. 

Á morgun 8. mars  kl: 17:00 ætla ég að sjá:  í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13, : VIVARIUM STUDIO frá París  og verkið " L´effet de Serge"  Þessi sýning var á fjölunum í París nýlega,  og vakti mikla athygli.  Hér er fjallað á írónískan hátt um leikhúsið sem listform og sýningin, sem er ekki eins einföld og hún virðist vera, er dæmi um mikilvægi hvers kyns listsköpunar, sagði m.a. í dómi Le Monde.

     Á sunnudaginn ætla ég svo að sjá SOKKABANDIÐ kl: 15:00 í Borgarleikhúsinu með sýningu á revíunni "Hér og nú" Þetta er nútíma revía , og efniviðurinn sóttur í heim glanstímarita, spjallþátta, bloggsíðna, og annara fjölmiðla, sem hafa það að leiðarljósi, að skemmta Íslendingum með dramatískum lífsreynslusögum og fréttum af frægu fólki.

     Og  á sunnudagskvöld  kl: 22:00.   Ætla ég að sjá sannkallaða snillinga.     Þá sýna þau ERNA  ÓMARSDÓTTIR  og LIEVEN DOUSSELARE - verkið  "The Talking Tree".  Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga,  og hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.  Erna hefur oftar en einu sinni verið valin besti dansari Evrópu.   Oh, hvað ég hlakka til,  enda er hér,  alveg stórkostlegur listamaður á ferð, sem á engan sinn líka.  

Svo, þið sjáið það,  þetta verður sko sannkölluð djammhelgi hjá mér,  og það sem að það var,  gaman í köld,  ég er enn,  í svo góðu skapi, að ég tími ekki að fara að sofa.  Sannkallaður lúxus,  að fá loksins,  Alþjóðlega leiklistarhátíð hér heima á Íslandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert svo dásamleg. Ekki oft sem maður sér þig svona uppveðraða eftir verk. :)  þú varst bara krúttleg í dag :) muahh múahh takk fyrir hjálpina í dag mammsan mín þú ert yndislegust elska þig endalaust :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ hvað væri gaman að vera heima núna.  Góða skemmtun um helgina og kossar og knús til allra sem muna eftir mér.

Ía Jóhannsdóttir, 9.3.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er ljóst að helgin hefur verið æðisleg hjá þér. Menningarlífið hér á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr, meiriháttar.

Ps. svo spillti það ekki fyrir að uppgötva það að dóttir þín er frænka mín ... ekki margir sem heita Henriksen á Íslandi fyrir utan föðurættina mína. Sjá aafd í niðjatali Guðríðar Stefaníu Stefánsdóttur og Hinriks Benedikts Péturssonar Concile á vefsíðunni http://www.ingibjorg.net/files/Niðjatal%20hjónanna_867133786.pdf

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég stóðst ekki mátið að uppfæra niðjatalið, við það fékk það nýja slóð:

http://www.ingibjorg.net/files/Niðjatal%20hjónanna_671533807.pdf 

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Ægir;  Takk fyrir það þetta var æðisleg helgi, ég fer líka að sjá Kommúnuna 16. eða 17.  man ekki hvort heldur. hlakka til.

Ía og Ingibjörg:  Já, helgin var æðisleg, alt frábærar sýningar hver annari betri, fór m.a.s. líka að sjá Ivanov, í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldinu, þetta var svona ekta leiklistarmaraþon eins og algengt er á Alþjóðlegum leikhúshátíðum.

Ég vildi að þú hefðir verið með mér Ía þú hefðir sko notið þess.

Ingibjörg: Þakka þér líka, við mæðgurnar lögðumst yfir niðjatalið, og eigum örugglega oft eftir að skoða það. Og sýna það, fleiri niðjum. 

IngValka mín. Takk ljúfan mín ég hef saknað þín í sótthita mókinu mínu. Ég er fegin að sjá að þú hefur fundið tónlistina þína aftur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Missti því miður af No dice og talandi trénu. Næst þarf að láta þessa hátíð standa í viku svo maður nái öllu. En ég var voða hrifinn af frösku sýningunni.

María Kristjánsdóttir, 13.3.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband