4.3.2008 | 16:44
Myndlíkingar og meira stöff.....
Um daginn var hann Ægir, bloggvinur minn, með skoðanakönnun, á bloggsíðunni sinni, um Grunnskólastarfið, finnst honum full þörf á að gera skólastarfið, mun sveigjanlegra, en það er nú. Ég er honum fullkomlega sammála og skil ekki afhverju þróun grunnskólastarfsins hefur ekki orðið meiri en raunin er á frá því ég var lítil.
Mér varð hugsað til þess er faðir minn sem var mikill mannvinur og mjög ráðagóður maður, hvernig hann leysti vandamál sem lítil stúlka átti við að stríða og leið miklar kvalir fyrir, þar til hann tók málin í sínar hendur við miklar þakkir foreldra stúlkunnar. Eins og þessi litla saga sem gerðist fyrir rúmum 40. árum er dæmi um.
Þannig var að litla systir vinkonu minnar, átti afar erfitt með, að læra og, vinna heimavinnuna sína, hún var full af áhuga enn einhverra hluta vegna náði hún engum tengslum við námsfögin, hvorki við, Sögu, Landafræði, Náttúrufræði, né Stærðfræði, hvað þá ljóð, sem hún gat engan veginn lært. Hún hafði hins vegar mikinn áhuga á að hlusta á hann föður minn þegar hann var að segja afabörnum sínum sögur og eyddi alltaf meiri og meiri tíma á mínu heimili en sínu heimili. Þegar ljóst var að hún mundi ekki ná fullnaðarprófi sem þá var kallað, datt pabba í hug, að tengja námsefni hennar, saman, og setja í söguform.
Bjó hann til sögu, langa sögu, allt frá landnámi Ingólfs, og tengdi söguna saman við þræla Hjörleifs, sem flúðu undan illu viðurværi, Þau Dufþakur og Helga, og spann svo sögu, útfrá þeirra niðjum, sem flæktust um allt Ísland, og útum allan heim, settust að, á öllum þeim stöðum, sem stúlkan þurfti að læra um, eða komu þar við, og skildu þá eftir sig varanleg ummmerki, s.s. örnefni og ártöl sem annars var ómögulegt, lítilli stúlku að muna, hann kenndi henni á tommustokk, og að reikna út hæðarmál, sjávarmál, sjómílur, landmílur, með aðferðum sem landnámsmönnum datt í hug, hverju sinni. Hann kenndi henni að kveðast á, til að hún fengi tilfinningu, fyrir bragarhætti, stuðlum og höfuðstöfum, og leiddi hana þannig inn í heim orðaskilnings og hvernig má leika sér með orðin, í myndlíkingum, t.d. í ljóðum, og sögum. Og það sem þessir þrælar Hjörleifs, þvældust, vítt og breitt um heiminn, og lögðu undir sig lönd og strönd, þá þurfti náttúrulega, að reikna út, kílómetrana og ferkílómetrana, sem þeir þurftu að ganga og mílurnar sem þeir sigldu og svona mætti lengi telja. Svo voru þeir alltaf að mæta, hinum ýmsu trúboðum sem reyndu, með boðskap sínum að ná til afkomenda þrælanna, t.d. með boðorðunum 10, sem Íslendingar féllu umvörpum fyrir. Og viti menn! Stúlkan náði fullnaðarprófinu. Og öllum prófum eftir það, og varð góður og gegn þjóðfélagsþegn. Og er enn. Það er nefnilega allt hægt, ef viljinn er fyrir hendi, líka að hjálpa ungu fólki , sem á erfitt með að festa hugan eingöngu við lestur, að læra lexíurnar sínar. Gott skólakerfi getur alltaf orðið betra, það má aldrei staðna, ekki frekar en önnur þróun. Eins og Ægir nefnir svo réttilega í sínum pistli.
Athugasemdir
Ég átti líka við þetta vandamál að stríða en ég átti góðan kennara sem sagði mér að gera allt að leik. Þannig að í stærðfræði var ég að vinna á skrifstofu, læra ljóð var ég að undirbúa mig undir að vera leikari á sviði og í landafræði var ég sjónræningi að undirbúa mig við að ræna löndin. Hún Ásthildur Kjartansdóttir kennari sá í gegnum mig og hjálpaði mér...Annars hefði ég aldrei verið kyrr...
Garún, 4.3.2008 kl. 18:39
Garún, sem betur fer, eru til góðir kennarar, sem leggja sig alla fram, af alúð, og manngæsku, við að bjarga mannslífum, í orðsins fyllstu merkingu. En mér finnst, að allir þeir, sem leggja fyrir sig kennslu, eigi að hafa möguleika á að feta í fótspor, pabba, Ásthildar og þeirra líka. Það sést bara á þér, hversu velheppnuð sú aðferð er, að bera virðingu fyrir þörfum hvers barns, hvers einstaklngs fyrir sig, og leggja sig fram um, að vinna út frá hverjum, og einum. Þú blómstrar í þínu starfi við að hjálpa listamönnum að halda lífi og limum við listsköpun sína, og ert alltaf boðin og búin að styðja, styrkja, og efla, til dáða alla samstarfsmenn þína.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:03
Þetta var fallega sagt elsku Lilja mín. Þetta ætla ég að geyma ;)
Garún, 4.3.2008 kl. 19:37
Þetta er fallegur og góður pistill. Orð í tíma töluð. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 09:14
Þakka þér fyrir það, og takk fyrir að vera bloggvinur minn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.3.2008 kl. 14:19
Sæl Lilja, falleg færsla hjá þér. Ég á mér nokkra minnisstæða kennara, einn þeirra gerði mikið af því að láta okkur nemendur sína túlka mismunandi hluti með leikrænni tjáningu. Við komum stundum grátbólgin úr tímum, stundum hoppandi hamingjusöm og aðra daga gengum við um eins og lúpur, skoppandi eins og poppkorn nú eða sólblóm að vori. Þetta skilaði okkur vel út í lífið, þó mörgum okkar hafi þótt þetta frekar hallærislegt á sínum tíma.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.3.2008 kl. 23:50
Þetta er skemmtileg saga. Ég held að það séu ennþá til fullt af kennurum sem eru í starfinu sínu af hugsjón, hafi fullt af hugmyndum og ekki síst skoðunum á hvað mætti betur fara. Hef bara á tilfinningunni að það séu svo miklar hömlur á kennurum í dag.
Takk fyrir ábendinguna um Skoppu og Skrítlu
Jóna Á. Gísladóttir, 6.3.2008 kl. 08:45
Ægir: Ég sá einmitt að þú ynnir svona, þegar ég las pistilinn þinn um kór "einhverfu barnanna þinna" og hvernig þú lýstir framförunum sem þau tóku.
Ingibjörg:" Þú skilur það seinna" í því felst sannleikskorn - m.a.s. getur þetta "seinna" þýtt jafnvel tugum árum seinna.
Jóna: Þakka þér fyrir. Ég held líka að mikill meirihluti séu í kennarastarfinu af hugsjón, ekki eru það launin, sem trekkja, svo mikið er víst. Ég held líka að það séu miklar hömlur á kennurum, en ég átta mig ekki á hvað veldur. Þessar hömlur eru víða í Samfélaginu það er eins og allir séu svo hræddir. Eins og það sé eitthvað yfirvofandi ef það tjáir sig
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.