Skrílslæti eða kannski 1,2 Reykjavík ...

     Spennandi verður að fylgjast með, áhuga borgarbúa,  á,  að senda inn ábendingar til borgarstjórnar,  um það,  sem íbúum finnst,  að betur megi fara,  í borgarmálum,  í þeirra hverfum.  Hjá mér beinist athygli mín,  að velferðarmálum barna.   Og forvarnarmálum.   Án hverfaskiptingar,  því ég held að,  þörf sé á,  að draga athygli borgaryfirvalda,  á,  að úrbóta sé þörf,  í þessum málaflokkum strax á frumstigi skipulags,  í öllum hverfum borgarinnar.   Mig langar því að segja ykkur eftirfarandi sögu,  sem vonandi skýrir hvað ég er að fara.   Og legg þar með mitt lóð,  á vogarskálarnar,  í leið til bættrar borgar.

    Fyrir nokkrum árum síðan var ég einusinni sem oftar í heimsókn hjá fólkinu mínu í Hollandi,  og var þar að horfa á fréttirnar,  þar sem að ég er fréttasjúk kona,  þarf ég alltaf að horfa á alla fréttatíma hafi ég tækifæri til. -  Nema hvað, -  Þá sé ég allt í einu hvar kemur hópur gangandi barna, hrópandi og kallandi,  einhver slagorð,  og þau halda á borðum og stólum,  þau ganga inn á óslétta grasflöt eða  fyrrverandi grasflöt,  þar setja þau niður borðin, raða þeim  í fjórar beinar raðir, og  setja stólana við borðin,  á stólbökin,  hengja þau  töskur sínar,  sem þau höfðu líka haft meðferðis.  Svo stilla þau sér upp fyrir aftan hvern stól,  alltaf kallandi og hrópandi slagorð, sem ég var ekki alveg klár á,  hvað þýddi.  

     Þá sá ég að börnin sneru öll í sömu átt og á móti þeim var búið að setja upp stærra borð,  en þeirra,  og stól við það,  og þar stóð kona,  sem reyndist vera kennari krakkanna,  hún bauð þeim að setjast,  sem þau gerðu,  og síðan hófst venjuleg kennslustund.   Hópur fréttamanna fylgdust,  að því er virtist,  agndofa með,  og lýstu því sem fyrir augu bar. -- svo var klippt yfir á aðrar fréttir,  í lok fréttatímans var aftur klippt yfir á,  krakkahópinn í kennslustundinni.    Og þá,  mátti þar sjá,  hvar önnur hersing af krökkum, nálgaðist, þann hóp sem fyrir sat,  líka hrópandi og kallandi slagorð , sem líktust þeim orðum sem fyrri hópur hrópaði,  þegar hersingin kom inn á,  grasflötina tóku börnin sem fyrir voru,  undir hrópin af krafti,  og um stund virtist tíminn standa kyrr,  þvílík var spennan,  börnin sem fyrir voru stóðu þá upp, og pökkuðu saman sínu dóti, og þegar seinni hópurinn var komin alveg að kölluðu þau saman og sungu kraftmikinn baráttusöng,  síðan gekk fyrri hópur í burtu og sá seinni settist, og fullorðna manneskjan sem þeim fylgdi settist við kennaraborðið og  ný kennslustund virtist byrja. 

   -  Og hvað var eiginlega að gerast?. -  Þetta voru mótmæli það var ljóst. -  En hverju voru börnin að mótmæla,  og afhverju voru þau svona reið.?   -   Jú,  börnin voru orðin þreytt, -  þreytt á biðinni,  eftir nýju skólahúsi,  sem átti að rísa á þessari lóð mörgum árum fyrr, en var ekki enn risinn,   biðin eftir skólahúsi  þar sem skóflustungan hafði verið tekin fyrir a.m.k. 5 árum. -  Þau voru sem sagt orðin þreytt á að bíða,  eftir að skólahúsið risi,  svo þau tóku málin í sínar hendur,  og fluttu borð og stóla og annað skóladót þangað sem þau áttu samkvæmt loforði að vera flutt nokkrum árum fyrr. - Og hófu þar skólastarf.

    En það sem olli þessum töfum var ekki svik borgarstjórnar við kjósendur sína.  Heldur það,  að í Hollandi,  er það bannað samkvæmt lögum,  að  byggja skóla nálægt sjoppu eða skyndibitastað.       

     Og  þarna tveim götum frá þar sem Skólinn þeirra átti að standa var semsagt skyndibitastaður og því var ekki hægt að byrja að byggja,  fyrr enn þessi sjoppa hafði verið flutt burt,  eða lokað. 

     Sjoppueigandinn hafði reynt að fá borgaryfirvöld til að kaupa sig í burtu en það vildu borgaryfirvöld ekki gera,  þar sem það væri fordæmisgefandi,  og vildu því ekki opna fyrir slíka flóðgátt sem slíkt gæti valdið.  Og börnin voru orðin þreytt,  á að bíða,  eftir hverfisskólanum sínum og þessvegna skipulögðu þau þessi mótmæli,  sem vissulega vöktu þvílíka athygli, að  eigandi sjoppunnar sá sína sæng uppreidda og lokaði hið snarasta, því hann vissi sem var,  að í kjölfar þessara mótmæla,  kæmu önnur mótmæli, jafnvel enn harðari,  jafnvel þögul mótmæli,  sem fælist í því að enginn verslaði lengur, við þennan skyndibitastað, og þann aðila sem kæmi í veg fyrir að börnin fengju skólann sinn.   Og þar með færi hann á hausinn.  Svo betra væri fyrir hann að flytja sig þegjandi og hljóðalaust. 

      Og nú er þarna komin falleg skólabygging,  og þarna má sjá glaða og hamingjusama krakka,  sem vita,  að þeirra er framtíðin,  "standi þau saman vörð",  um réttindi sín og skyldur.

 -   Ég velti þessu nú fyrir mér,  þar sem ég var að lesa um 1,2 Reykjavík,  og í framhaldi afþví,  var mér hugsað til þess,  þegar unga fólkið,  streymdi  á pallanna í Ráðhúsinu fyrr á þessu ári,  til að láta í ljós óánægju sína,  með þá gjörninga,  sem þar fóru fram,  í kringum 21. jan. s.l. - 

   Hvað hefði verið sagt ef unga fólkið hér,  tækju upp á slíkum látum,  sem þau gerðu krakkarnir í Hollandi,  og sem ég hef hér lýst,  ef Reykvískir unglingar,  tækju með sér borð og stóla,  og flyttu þessar eigur ríkisins með sér,  til að mótmæla,  t.d. leku skólahúsnæði eða heilsuspillandi húsnæði.- 

  -   "Krakkaskríll" eða  "Skrílslæti"  væri líklegast nærtækasta orðið yfir svona háttalag hér um slóðir.   það er líka svo nýbúið að nota það,  og því tamt þeim sem nú fara með völdin hér í Borg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl, þetta er merkilegur pistill hjá þér. Mér hefur sýnst á því skipulagi sem ég hef helst fylgst með, í Kópavogi, að þar sem skóla hefur verið komið niður er strax komin sjoppa eða hamborgarabúlla í nokkurra metra fjarlægð.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.3.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir Ingibjörg.  Þessi atburður varð til þess,  að ég hef verið vakandi,  fyrir öllum þessum sjoppum,  hér á landi, sem er plantað,  niður í næsta nágrenni,  við skóla,   sumar jafnvel í næsta húsi.  Og þær eru ískyggilega margar.   Í Kastljósi nýlega var m.a. bent á að krakkar úr Hagaskóla færu í stórum hópum í frímínútum út í sjoppu (sem er samt nokkurn spöl frá skólanum),  til að kaupa pylsur og kók,  það kom fram að sumir nemendur fengju sér jafnvel,  pylsu í morgunmat,   og aðrir borðuðu allt upp í fimm pylsur á dag,  eða allar sínar máltíðir,  og á meðan Kastljós var þarna seldust 165 pylsur í þeim frímínútum.  Þetta er ekki eðlilegt.   Það er ekki eðlilegt,   að leyfa slíkt, um leið og við erum að hamast við að fá fjármagn til að hrinda í framkvæmd,  átaki,  gegn aukinni offitu barna.   Einnig má taka sem dæmi,  nemendur í Austurbæjarskóla,  á Bergþórugötu beint á móti einum inngangi inn í skólann,  er skyndibitastaður og bar,  og á móti hinum innganginum,  Barónsstígsmegin,   er pylsuvagn,  svo fáein dæmi séu tekin.   Þarna finnst mér að eigi að byrja forvörn,  loka og leggja niður allar sjoppur sem gera út á skólakrakka sem aðalviðskiptavini sína.  Þetta mál,   finnst mér að allir þeir,  sem bera hagsmuni barna fyrir brjósti eigi að láta til sín taka. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Athyglisvert Lilja og góður pistill. Því miður hefur þetta þróast í uggvænlega átt.  Nestispakkinn er ekki lengur inn hjá börnum, ja alla vega ekki hjá unglingum.  

Ía Jóhannsdóttir, 3.3.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Takk fyrir  Ía !  Já, nestispakkinn, það eru víst bara þau  allra yngstu sem enn taka með sér nesti. -  Því mæli ég með,  hafragraut á morgnana í skólanum,  og  heitri máltíð í hádegi í skólanum.  Fyrir alla aldurshópa.                               Umsjónarkennari  hvers bekkjar,  gæti byrjað daginn,  á,  að fá sér,  morgunmat með krökkunum,  og farið yfir það,  sem miður fór deginum áður,  og dagskipun dagsins þennan daginn.  Svo má enda á morgunandagt. Sem getur verið ljóð dagsins,  eða speki dagsins,  eða það sem er efst á baugi í samfélagi dagsins,  hverju sinni,  nú er það einelti,  offita barna og unglinga.    Það þarf að  ræða það,  við börnin,  kenna þeim að skiptast á skoðunum,  og skiptast á upplýsingum.   Og sannaðu til -  Eftir mánuð , getur enginn nemandi,  hugsað sér,  að missa af máltíð,  og skoðanaskiptunum,  í matar og kaffitímum.   Auðvitað krefst þetta,  nýrrar hugsunar,  og skipulagningar.  En til lengri tíma litið,  sparnað í heilbrigðiskerfinu,   og hamingjusamari börn,  full af sjálfstrausti og öryggi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.3.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband