Kraftmikið kjarnafólk se........

.......Sem því miður sat alltof stutt við stjórnvölinn í Reykjavík,  en gat þó komið ótrúlega miklu í verk, og hafið undirbúning að enn fleiri góðum verkum,  þó tíminn hafi ekki verið lengri. -  Var að hlusta á morgunútvarpið á útvarpi Sögu, þar var Arnþrúður Karlsdóttir með góðan gest,  það var hann Dagur B. Eggertsson sem sagði frá og útskýrði af svo mikilli háttvísi eins og hans er von og vísa,   úttekt  sem gerð hefur verið á verkum hins svokallaða Tjarnarkvartetts. -  Mikið asskoti stóðu þau sig vel,  enda er þetta fólk,  sem kann að vinna,  og er vant að vinna saman.    Af virðingu og þekkingu,  skiptu þau með sér, verkum, og útkoman var stórkostleg,  eins og sjá má á þessari úttekt.-  Þetta er dálítið merkilegt,   að nú,  getur maður séð,  verk þeirra, svart á hvítu,  tala á síðum Fréttablaðsins í dag.  Og það sem þau náðu að koma í verk,  á  þessum 100 dögum,  segir manni til um,  hvað þau hefðu getað lagað, og bætt, og breytt,  ef þau væri enn í meirihluta.  Og þegar maður sér þetta svona "Svart á Hvítu" ,  þá  er svo sárt til þess að hugsa,  hvernig komið er fyrir meirihlutastjórn  í Reykjavíkurborg nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innlitskvitt  Ætlaði að fara segja eitthvað rosalega merkilegt en hætti við...

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía þó!!!  Þú veist að það má ekki hætta við hálfkveðna vísu,   að ég tali nú ekki um,  ef hún er merkileg að auki.  ......Glætan

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sá listann í dag, sannarlega glæsilegt ... og hægt að gera þetta allt án þess að hafa um það málefnasamning!!! Ótrúlegt hvað hægt er að gera í öflugum og samstilltum hópi án þess að hafa málefnasamning.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.2.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Ingibjörg !  Og maður var orðin svo heilaveginn af þessari síendurteknu rullu um  að uppúr samstarfinu hafi slitnað afþví það var enginn málefnasamningur.  Ég var sannfærð þegar ég hlustaði á þetta aftur og aftir einsog í síbylju að ég hlyti að hafa ímyndað mér hversu samhent og framtaksöm þau væru.  - Svo í dag,  þá sá ég ljósið , og það var ekta, og fyrst hlustaði ég á Dag, segja frá,  og stökk svo niður að ná í blaðið,  og jú þarna stóð þetta alltsaman.   Vá, hvað ég var glöð.  Ég sá að enn er allt hægt ef hugsjónin er fyrir hendi,  og málefnin,  eru tekin alvarlega,  og gagnkvæm virðing ríkir,  milli samstarfsaðila,  og  meirihlutans við kjósendur.  LENGI LIFI TJARNARKVARTETTINN.  Og hann lifir og þau vinna saman af heilindum, af því að þau hafa hugsjón, og þau koma aftur afþví að við treystum þeim.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

þetta á náttúrulega að vera "heilaþveginn"  ekki heilaveginn það er önnur merking.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir það, lengi lifi Tjarnarkvartettinn. Helst vildi ég fá að kjósa nýja borgarstjórn en það er víst ekki hægt fyrir einhverja löggjöf sem ég sé enga lógík í.

Marta B Helgadóttir, 29.2.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Koma tímar koma ráð! Það er jú stjórnarkreppa í Borginni.  Hvað gera borgarbúar þá,  ekki getur þetta haldið svona áfram lengi enn.  Alltof mörg verkefni sem bíða úrlausnar,  og alltaf lengist verkefnalistinn,   því nú þarf að fara í kjarasamningaviðræður við leikskólakennara, og grunnskólanna og fólk í aðhlynningu og borgarstarfsmenn og svona má lengi telja.  Svo þarf að leysa Laugavegsvandamálið sem búið er að klastra upp og gera að svo miklu klandri  að enginn getur leyst það nema,  þeir sem horfast í augu við málin, en beygja ekki hjá.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:51

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl, taktíkin að endurtaka hlutina nógu oft virkar á ótrúlegan fjölda fólks. Þegar borgin var tekin með valdi þá var endurtekið æ ofan í æ að fyrri meirihluti hafi ekki gert með sér málefnasamning en sá nýi væri með einn slíkan. Þá skipti engu hvað stóð í samningum, bara að hann væri til! Svo hafa menn margoft sagt að þeir hafi axlað ábyrgð og ég er hrædd um að einhverjir séu jafnvel farnir að trúa því líka!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.2.2008 kl. 07:57

9 Smámynd: Garún

Ég skil ekki pólitík.  En ég hef trú á fólki.  Ég hef aldrei kosið eins og ég sé að kjósa "fótboltafélagið" mitt.  Ég hef breytt um skoðun eftir fólki og málefnum.  Ég hef trú á ákveðnu fólki í Borgarstjórn en því miður virðist það fólk ekki ráða neinu!

Garún, 29.2.2008 kl. 09:31

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ekki skil ég pólitík,  en ég er eins og þú,  ég skil málefni.  Kýs því fólk og flokka fyrir þau málefni,  sem það stendur fyrir.   Kýs málefninu lið,  og greiði þeim mitt atkvæði,  svo þau nái fram að ganga.  En þegar kjörnir  borgarfulltrúar okkar,  standa ekki lengur með þeim málefnum,  og þeim málaflokkum,  sem þeir voru kosnir út á,  jafnvel vinna á móti þeim.  Þá missir a.m.k. hún ég trú á þeim fulltrúum,  og finnst ég illa svikin,  að hafa kastað atkvæði mínu svona á glæ.  Það getur enginn sem þarna situr,  haldið því fram,  að hann ráði engu, það er bara  hallærisleg afsökun fyrir því að nenna ekki að vinna vinnuna sína,  eða í versta falli,   að þeir "þori ekki" að taka afstöðu til mála,  eftir eigin samvisku,  en það er heldur  engin afsökun fyrir að þeir "ráði engu", -  því hver og einn hefur jú sitt atkvæði,  og það getur enginn tekið frá honum,  ekki einu sinni flokkurinn. -  Því hlýtur fulltrúinn að eiga það við samvisku sína hvort að,  hann ætlar,  að svíkja,  gefin kosningaloforð,  og missa þannig trúnað við kjósendur,  sem gáfu honum þetta umboð.  Og standa þá uppi rúinn öllu trausti í lok kjörtímabils.  En að halda því fram að hann ráði engu, það gengur nú bara ekki upp,  hann er jú einn af 15 kjörnum fulltrúum í  Borgarstjórn og ef viðkomandi er í núverandi meirihl.,  þá er hann einn af átta, hvort sem hann kýs, með meirihluta eða  með minnihluta, (sjáðu bara oddaaðstöðu Ólafs F).   Svo þú getur rétt ímyndað þér, hvort viðkomandi ráði þá engu. -    En ef viðkomandi þorir ekki að taka afstöðu með þeim málefnum sem hann hafði áður boðað að hann stæði fyrir,  og var kosin út á?.,   þá er  hann er að svíkja kjósendur.  Og er því í vondum málum í lok kjörtímabils þegar uppgjör fer fram. -  Nú ef hann er í  núverandi minnihluta,  þá,  er hann í góðum málum,  og á ekki við þessi vandamál að stríða,  því,  þar eru málefnin,  enn, í fyrirrúmi,  og þar vinna allir sem einn maður að lausn mála.  Og þá getur borgarfulltrúinn aldeilis staðið keikur í stafni málefna þegar kosið verður næst.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.2.2008 kl. 16:00

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Ægir,  Þau náðu þessum hreina tóni í samspili sínu,  ég vona að við fáum að sjá þau spila saman á ný, fljótt.  Ég þarf að skoða heimasíðuna hans Ágústar Ólafs, er þetta vænlegur listi segirðu? Hvar finn ég síðuna?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.2.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband