Stællin ekki sá sem sýnist ?

     Getur það verið að allt það " mæta " fólk sem haft hefur sig í frammi við mig, vegna skrifa minna,  um tilvonandi, verðandi borgarstjóra og núverandi staðgengil borgarstjóra, -   og sögðu að ég yrði að tala varlega,   því ég skildi ekki hvað um væri að vera.  - Sem er svo sannarlega rétt,  ef borið er saman við það sem ég veit nú. -  En flestu af þessu fólki var svoheitt í hamsi,  og sumir töluðu með svo mikilli vanþóknun yfir þessum " óábyrgu galsaskrifum" mínum,  talaði sig heitt , og viðhafði mörg orð um,  nauðsyn á,  að Oddviti og verðandi borgarstjóri héldi sínum völdum osfrv.  svo vinnufriður skapaðist í borginni . -   Þá velti ég því fyrir mér hvort gæti verið,  að þetta fólk,  - sem ég dáðist af í aðra röndina fyrir að berjast af svona miklum hita fyrir flokkinn sinn - ,  að það væri farið að hringja í mig,  til að reyna fá mig til að taka sönsum,  og tala þeirra máli,   bæri í raun og veru hag borgarbúa fyrir brjósti.

    Getur það verið, að þetta fólk hafi haft sína "eiginhagsmuni" í fyrirrúmi, - Skyldi það vera að sá borubratti,  sem talaði svo fjálglega um "apparatið og stradegíu"  sinna félaga ,  og nauðsyn þess   að  herferð þeirra heppnaðist,  hafi ekki verið allt og sumt. -  Gæti verið að annars þyrfti hann að sleppa hendinni  af nokkur hundruð milljónum sem hann var þá þegar búinn að krækja í,  og vissi,  að hann mundi margfalda  þær,  og  græða vel ef þessir "ungu pótintátar " sem hann kallaði svo, létu af þessu væli. -  Þeirra tími kæmi,  þeir ættu bara að bíða.  Nú ríður á,  að núverandi Oddviti sitji sem fastast,   og það ber þeim sem yngri eru að skilja og virða.   Skilaboðin sem í orðum hans lágu,  voru skýr í beinni þýðingu minni nú : -  Skítt með flokkinn.  Fyrst þarf að landa milljörðunum sem hægt er að hafa með fláræði  og fláttskap.  -  Svo geta þessir unglingar fengið að frelsa heiminn fyrir mér, sagði hann..  Þetta skyldi  ég.    En ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Gæti verið að skilningur minn væri réttur?    Skyldi það vera svo,  að þetta fólk væri ekki að vinna fyrir flokkinn sinn  bara af "hugsjón", - heldur af "gróðahugsjón".  Sjáðu til góða,  ég vinn hér frítt við að hringja í þig og þína líka, -  eins og sá borubratti komst svo huggulega að orði - ,  vinnur frítt, hugsaði ég,   afhverju tekur hann svona til orða ?., "gróðahugsjón" fyrir sig og sína.  Hugsaði ég þá ?  Getur það verið?

     Og ég sem dáðist af sumum af þessum "símavinum" sem ég nefni svo,  fyrir hversu heitt það hamaðist við að fá skilning hjá mér fyrir því að  flokkurinn næði friði og héldi völdum í henni Reykjavík undir öruggri forystu verðandi borgarstjóra.  en ekki  þessara unglinga, notabene.

  En þegar ég heyri nú í fréttum að formaður og varaformaður Flokksins eru ekki sátt,  við þær málalyktir,  sem nú liggur fyrir í borgarstjórnarmálum Flokksins.  Þá leyfi ég mér að efast um heilindi þeirra sem ákafast herjuðu á mig í símtölunum..

      Allavega efast ég nú ekki lengur um  svokölluð "heilindi" þess borubratta sem oftast hringdi,  hann veit hversvegna,  því þegar ég spurði hann hreint út hvort að hann talaði af heilindum eða hvort hann ætti kannski fjárhagslegra hagsmuna að gæta,  brást hann við með þvílíku offorsi að ég veit ekki hvert hann ætlaði.   Og  ég varð svo miður mín,  fyrir að særa sóma þessa manns að ég svaf ekki nóttina eftir.

     En nú veit ég,  hvað hann og hans "líkar"  leggja í merkingu orðanna " heilindi"  og "hagur borgarbúa", sem hann sagðist fyrst og fremst bera fyrir brjósti,  svo mikinn "hag"  að hann gæti ekki annað en misst stjórn á sér,  þegar hann heyrði fólk efast um heilindi hans.   Ég fékk líka staðfestingu á réttmæti þessara efasemda minna í hádegisfréttum í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já þessir pólitíkusar finnst mér vera á svolítið hálum ís þessa dagana. allskonar fingrabendingar á hinn og þennan og mig grunar að þetta sé bara byrjunin.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill Lilja!   

Marta B Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Garún

Frábær pistill Lilja sæta, en þú veist að maður þarf ekki alltaf að svara símanum!

Garún, 26.2.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ingunn:  Það er rétt,  minna mann stundum á börn sem komist hafa i alltof mikið nammi og hafa (óvart) klárað það allt í hvelli.  Svara svo:  Jói át nú miklu meira en við. _- Þú gleyptir nú heilan sjálfsala! -  Hei,  þú tókst nú alla sjoppuna og tróðst henni ofan í mig, hvað átti ég að gera?.,  Og Byrjir segir : Sko, það er ekkert ólölegt við að borða nammi, til hvers er það þarna ef það má ekki borða það?  Það eru nú bara breyttir tímar íð verðið að átta ykkur á því.  En aumingja Viddi,  sem er alltaf svo góður,  svarar með tárin í augunum:  Ég týndi minnismiðanum mínum.  Og nú man ég ekkert hvað má og hvað má ekki. 

Marta: Takk fyrir.

Garún:  Ég veit það snúlla mín!.,  en til hvers er maður með síma,  ef maður getur ekki haft hann í sambandi? - Síminn hringir og hringir og litla ömmusltelpan mín horfir á mig stórum spurnaraugum hvers vegna ég svari ekki, og hvort hún eigi þá að svara,   ég fer undan í flæmingi og segi að ég nenni ekki að tala í símann,  ég vilji bara miklu frekar, sitja og spjalla við hana.  Hún lætur sem hún trúi mér. - Og ég skammast mín fyrir að vera að skrökva þetta að barninu,  og stend því upp til að svara.  Og eftir drjúga stund segi ég við viðmælanda minn í símanum að lítil stúlka bíði þess að ég sinni henni og kveð.- Hún horfir á mig þakklátum augum og ég sé glettnislegt blik í auga hennar um leið og hún segir:  Eigum við nokkuð að svar meira símanum í kvöld amma mín?  Og bætir svo við ertu á móti Álverum amma?    

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.2.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Góður pistill Lilja. Annars skil ég ekki að þú skulir eiga svona skrýtna símavini! Kannski eru þeir ekkert "vinir" þínir?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.2.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veistu Ingibjörg!.,  það er rétt hjá þér, þessir svokölluðu "símavinir"  eru ekki vinir mínir,   það er bara orðin "lenska" að kalla fólk "vini" sína í tíma og ótima,  og ég féll bara í þá gryfju.   Ég held líka að það sem háir mér,  er uppeldislegt atriði,  það er sú almenna kurteisi,  að hlusta á það sem aðrir hafa  að segja,  um þau málefni sem helst eru á döfinni hverju sinni,  hvort sem maður er sammála því eða ekki,   og vega síðan og meta þeirra framlag til málefnisins og það hvort maður er sammála eða ekki.    Nú,  ef það er eitthvað,  sem skiptir máli,  s.s. getur skaðað þjóðfélagið,  eða bæjarfélagið eða bætta fjöldskylduhagi, eða skemmt fyrir bættri velferð fólks,  ber manni skylda til,  að láta til sín heyra,  bera málin á torg.  Það lít ég á,  sem þegnskyldu,  hvers og eins,  að láta vita,  ef maður verður vitni af, að máli sé hallað,  lög brotin, eða svik séu í tafli,  í réttindum og skyldum samfélagsins.   Og síðast en ekki síst:  Að muna að enginn er betri til,  að hafa "aðhald"  á þeim,  sem situr við stjórnvölinn,  hverju sinni, og passa að valdhafar,  standi sína pligt,  svo sem,  þeir eru kosnir til,  þar eru engir betri en kjósendur, við , almenningur. - Með því að minna þá,  sífellt á,  að það verður kosið aftur fljótlega.   Því þjóðin er vöknuð af dvalanum,  og lætur ekki dáleiða sig aftur.  Hefur hrist af sér svefndrungann,  og er farin að blogga,  og lesa blogg,  og mun halda landanum við efnið,  og lesa áfram,  um það sem, gott og vont,  er gert,  á Alþingi,  sem og í Borgarstjórn,  og öðrum Sveitarfélögum. Því velferð þín felst í framtíðinni. Og  FRAMTÍÐIN ER Í ÞÍNUM HÖNDUM KJÓSANDI GÓÐUR

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég á gott að fá ekki svona upphringingar enda blogga ég örsjaldan um pólitík vegna þess að ég er svo langt frá ykkur og aftan á kúnni í allri umræðu og yrði að sverja mig inn á kjörskrá ef ég vildi kjósa.

En mig langaði að þakka þér fyrir skemmtunina í gærkvöldi Lilja mín.  Við hjónin horfðum á Köld slóð í fyrsta skipti.  Fábær mynd!  Mér var kalt allan tímann heheheheh...  Asskoti fínn leikur hjá ykkur öllum.  Takk fyrir mig og minn elskulega.

 Kysstu Hjalta frá mér ef þú hittir hann á förnum vegi annars sagði Stebbi Bald mér að hann væri í Svíþjóð núna.  Humm....

Ía Jóhannsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:46

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir,  Ía!  Mikið þykir mér vænt um að heyra þetta.  - Já, þetta er góð mynd,  það finn ég á fólki,  hef fengið mikil og góð viðbrögð frá fólki, sem segir þetta sama,  og bætir jafnvel við,  að þetta sé sko "ekta krimmi", og ég er sammála, varð strax uppnumin af handritinu.  Einnig var líka mjög gaman að vinna við myndina, gott að vinna með honum Birni Brynjólfi,  og hans fólki,  aðstoðarmaður hans (og aðalmanneskjan) var hún Garún, (sem er með skemmtilega athugasemd hér fyrir ofan), annars má segja að það hafi verið valinn maður í hverju rúmi,  við mjög skrítnar,  og oftar en ekki,  mjög erfiðar aðstæður,  ef svo má segja. -  Hjalti er þá í stuttu stoppi út í Svíþjóð þvi hann er að leika í Skilaboðaskjóðunni, og æfa nýtt verk í Þjóðleikhúsinu.  En kveðjunni skal ég koma til skila. Og takk fyrir mig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:07

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía:  Ég gleymdi að segja þér að ég, ég hef í raun enga ánægju af þessum erfiðu símtölum sem ég fæ frá því fólki sem er að hringja í mig út af pólitískum skrifum mínum. Í fyrsta lagi hef ég ekkert vit á pólitík, flokkapólitík hef ég engan áhuga á.  Og stundum finnst mér ekkert vit í því að eyða tímanum í tala við sumt fólk um pólitík,   -  Á meðan ég hef afturámóti,  unun af,  að tala við,  og hlusta á aðra,  tala um pólitík,  og það góða fólk, þarf allsekki alltaf,  að vera sammála mér,  eða ég þeim,  en gefandi umræður byggðar á leiftrandi áhuga á málefnunum.  það heillar mig,  Þá finnst mér gaman.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband