23.2.2008 | 01:16
Snýr aftur með stæl, hvað annað!
Ég sagði ykkur það elskurnar mínar, gamli góði Villi snýr aftur, með stæl! Hvað annað ! Ég sagði þetta í bloggunum mínum hér að framan, lýsti þessu fyrir ykkur eins og flokksfélagar hans Gamla góða V. sögðu mér að þetta yrði, þegar þeir hringdu í mig, til að skamma mig, eða leiðrétta mig eins og "kurteisa konan" sagði nú reyndar, sem ég sagði ykkur líka frá hér fyrir neðan. Nú verður bara notuð maður á mann aðferðin. það er eina sem dugar, sagði hinsvegar borubratti maðurinn.
Sannaðu til góða, eins og maðurinn í símanum sagði; Svona verður þetta hvort sem þér líkar betur eða verr. Þegar hann var búinn að útlista fyrir mér hernaðaráætlun þeirra félaga. Nú er "stragedían" bara, "maður á mann aðferðin" og, hann kemur tvíelfdur til baka, því það verður að skapa frið í þessum flokki. - Og ég trúði honum, og ég sagði honum það, og ég sagði ykkur það, en þið trúðuð mér ekki, og hélduð að ég væri að grínast. - En þetta var ekkert grín, enda virðist allt ætla að ganga eftir, sem maðurinn sagði, ef marka má fréttir í sjónvarpinu í kvöld. Og nú bíð ég bara eftir yfirlýsingu frá GgV. og þá verður sko dansað og djammað í D-lista flokknum góða. Skal ég segja þér og það máttu hafa eftir mér. Má ég segja að ég hafi það frá fyrstu hendi : spurði ég. Já, þú mátt það, því ég get líka sagt þér að þú hefur ekki séð, góða, hvernig það er þegar apparatið okkar fer í gang, þá fáið þið sko að vita hvar " D.... keypti ölið", - eða huhm, - nei, þetta var nú kannski óheppilega til orða tekið, - en þú veist hvað ég á við góða. Svo hægt sé að fara að vinna eins og þú talar nú svo fjálglega um á blogginu þínu. - Ja, ég var nú ekki alveg viss hvort ég vissi í alvörunni við hvað hann átti, en held að ég sé að átta mig á því núna. Ja, mikið assskoti hugsaði ég!
Og því segi ég bara við ykkur "símavini" mína : "Til hamingju ",þið virðist aldeilis hafa unnið vel. En ég er ekkert hissa á því eftir að hafa hlustað á ykkur tala, tímunum saman.
Athugasemdir
Hehehe sjáum til með þetta að snúa aftur með stæl! Góða helgi Lilja mín.
Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 12:05
Nei, Ævar! Ég var ekki sannspá, enda var þetta ekki spá, heldur fullyrðing svokallaðs baklands einhvers í flokknum sem vildi ekki láta nafns síns getið, ég bara endursagði.
Já, Ía, það er þetta að snúa aftur með stæl. Eða að snúa aftur með stælum. Hvorutveggja virðist óviðeigandi eins og málum er háttað. Takk sömuleiðis góða helgi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.