21.2.2008 | 15:20
Á stefnumót í kvöld klukk.. .....
Útvarpsleikhúsið á Rás 1, býður mér , og öllum þeim sem vilja, á stefnumót við George Tabori leikritahöfund, en verkið hans "MÓÐIR MÍN HETJAN" verður flutt þar kl: 22:20.
Þarna fáum við að heyra magnaðan leik, stórfenglegra leikara, flytja eitt þekktasta verk höfundarins, í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar
Á meðal leikara eru þarna þeir bestu listamenn sem Ísland hefur átt : s.s. Guðrún Þ. Stephensen, Baldvin Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir , Erlingur Gíslason, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Skúlason, Guðmundur Ólafsson, og Eggert Þorleifsson.
Ó, hvað ég hlakka til að njóta þessarar kvöldstundar í fylgd þessara snillinga. Kv. Lilja
Athugasemdir
Takk fyrir upplýsingarnar. Vonandi verður góð tenging hér í kvöld. Stundum klikkar hún þegar mig langar mest til að hlusta og af þessu vil ég ekki missa.
Ía Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 16:51
Mér datt það í hug kæra bloggvinkona og kollegi að þú vildir vita af þessu frábæra verki. Ég vona að þú getir notið útsendingarinnar. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:55
Takk fyrir að vekja athygli á þessu, hlusta alveg örugglega!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:06
Gott að þú nefndir þetta ... ég átti þess reyndar ekki kost að hlusta í kvöld en mér finnst fátt betra í vinnunni en að hlusta á upptökur af Rás 1 á meðan ég sit fyrir framan tölvuna (þú veist ... konur geta gert tvennt í einu og fleira ef því er að skipta). Svo ef maður verður fyrir truflun þá er bara að spóla til baka þangað sem frá var horfið og halda áfram.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.2.2008 kl. 00:19
Mikið rosalega syngur dóttir þín vel. Hlakka til að sjá þig fljótlega...er með smá hugmynd sko
Garún, 22.2.2008 kl. 00:45
Þakka þér fyrir , já, hún syngur eins og engill, þessi elska, og hún fer alltaf svo fallega með textana í söngnum, það er góður eiginleiki, ég er líka alveg rosalega montin af henni. --- Ég hlakka sko, líka, til að hitta þig, ......oh, nú verð ég svo forvitinn, segðu mér !?!?!!?! ..... Æ, ég get ekki beðið eftir að heyra. Sjáumst fljótt!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.2.2008 kl. 00:53
Þú ert eins og ég...sefur ekki á nóttunni... Ég er reyndar mest skapandi á nóttunni...Veit ekki afhverju?
Garún, 22.2.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.