20.2.2008 | 16:48
Siðblindur þingmaður ......
Mér þótti oft dapurleg hér um árið, svör þingmannsins Birkis Jóns þegar fréttamenn reyndu að fá svör hjá honum vegna aðkomu hans að svonefnda Byrgismáli, sem fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og seinna formaður fjárveitinganefndar, voru svör hans svo fáránlega kjánaleg, og ósvífin, að manni féllust hendur. Og enn dapurlegra fannst mér að hann skyldi komast upp með þá ósvífni sem hann sýndi þá.
En núna þegar sjá má hvernig hann reynir, á jafn ósvífinn hátt og áður, að réttlæta gjörðir sínar um þátttöku sína, í ólöglegu spilavíti, þá getur maður ekki orða bundist.
Þó maðurinn sé spilafíkill þá ætti hann sem þingmaður að sjá sóma sinn í því að spila í löglegum spilum, til að fá fíkn sinni fullnægt, en þar sem sýnt þykir, að græðgisfíknin, nær út yfir öll lögleg mörk, þá ætti hann að skammast sín, og segja af sér þingmennsku nú þegar.
Því hann situr í umboði kjósenda á lögþingi okkar Íslendinga sem hefur kosið hann til að framfylgja lögum og rétti landsmanna, og eftir þeim lögum og rétti skal hann fara og sýna þar fordæmi samvkæmt eiði sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á þing.
Þar sem þú Birkir Jón virðist ekki skilja, eða hefur verið það hrokafullur að eiður sá er þú sórst er þú settist á þing er þér einskis virði, og þú hefur gleymt, hvað þér ber að gera á þingi, og í hvers umboði þú situr á Alþingi , skaltu skammast þín og segja af þér, já þú skalt skammast þín fyrir þann hroka sem þú sýnir Íslensku þjóðinni, og þú skalt skammast þín, fyrir þau ummæli sem þú lætur þér um munn fara og höfð eru eftir þér í fjölmiðlum þar sem þú t.d. jafnar "fjárhættuspilinu Póker" við skákmót og bridgemót og setur þau á sama standard sem afsökun fyrir lögbroti þínu. Því fjárhættuspilið Póker er bannað með lögum hér á Íslandi og afhverju heldur þú að það sé? Lægra er ekki hægt að leggjast í valdahroka Birkir Jón
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Svo skulum við ekki gleyma því að ólöglegt pókerspil er spilað mjög víða á Íslandi í gegnum netið. Vefsíður sem bjóða uppá allskyns pókerspil og aðra fjárglæfraspilamennsku eru ólöglegar og hafa nú þegar haft veruleg áhrif á fjáraflanir ÍSÍ, ÖBÍ og þeirra sem standa að Lottó og Getraunum.
Það ætti að vera forgangsefni þingmanna, Birkis Jóns sem og annarra, að koma í veg fyrir að menn geti spilað póker og önnur fjárhættuspil á netinu. Nú þegar hafa þessi spil kostað menn aleiguna og jafnvel lífið, Birkir Jón ætti að sýna ábyrgð sem þingmaður og afneita þessu með öllu í stað þess að hvetja til að pókerspil verði lögleidd á Íslandi.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2008 kl. 20:22
takk mamma mín :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:15
Kveðja inn í daginn og velkomin á litlu bloggvinaræmuna mína.
Ía Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 13:19
Sammála
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.