LEST ! Loksins, loksins eitthvað af viti ! Húrra!

Loksins gerist eitthvað af viti.  Þingmenn úr öllum flokkum leggja fram tillögu um lest til Keflavíkur.  Þetta er eitthvað sem mig hefur sko dreymt um lengi,  enda  löngu kominn tími á að ráðist verði í og  undirbúinn uppsetning á lestarferðum milli Reykjavíkur og Keflavíkur.  Húrra fyrir  tillögu þessara þingmanna  megi hún verða að veruleika sem fyrst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þótt fyrr hafi verið

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mega hlutirnir bara kosta hvað sem er ?Hver á að borga ? Skattgreiðendur eða notendur lestarinnar ?

Lest milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Sandgerði og Reykjavíkur mun víst eftir athugun erlendra aðila kosta hvar sem er á bilinu kr. 45- 75.000.000.000,. Já við erum að tala í milljarðatugum. Það er bara til að koma herlegheitunum fyrir .Þá er eftir að ráða starfsfólk, viðhald á græjunum, vaxtakostnað af stofnkostnaði o.s.frv. . Reiknið svo af þessum farþegafjölda sem ferðast um flugvelli og takið svona 60-65 % af þeim fjölda og deilið með upp í kostnaðinn. Hvað myndi miðinn kosta til að skattgreiðendur þyrftu ekki að borga brúsann ? Það er sennilega ódýrara að taka leigubíl til flugstöðvarinnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2008 kl. 00:16

3 identicon

hér er linkurinn mútta mín

http://myspace.com/ingahenriksen

hér geturðu hlustað á þetta hjá mér bara smá að prófa mig áfram í þessu

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Predikari góður!  Það er full þörf á að horfa til framtíðar í skipulags, umferðar , og umhverfismálum ,  hraðlestir eru kannski dýrar en hvað kostar það samfélagið að halda uppi öllum þessum umferðarmannvirkjum og öllum þessum mengandi bílaflota sem þurfa sín bílastæði, bílageymslur  osfrv. ?!???  Veistu,  að svifryksmengun er einn mesti skaðvaldur í heilbrigðismálum í heiminum í dag og þangað má t.d. rekja asma, og öndunarörðuleika hjá ungum jafnt sem öldnum nú þegar,  bæði hér í Reykjavík og á Akureyri svo tekin séu lítil dæmi , veist hversu oft svifryksmengun hefur farið langt yfir hættumörk  s.l. ár, bæði í Reykjavík og Akureyri og veistu hvað það kostar samfélagið  okkar.  Í svona málum verður að taka allt inn í reikningsdæmi þegar litið er til framtíðar , hvað var ekki sagt þegar talað var um Hvalfjarðargöngin ?., var ekki sagt að það væri alveg út úr kú osfrv.   Þetta eru nú örfá dæmi sem vert er að taka með í reikninginn og sem mælir með því að full þörf er  á að finna sem fyrst fleiri leiðir við að koma fólki á milli staða. ( á sem skemmstum tíma ).  Því hvernig ætlum við að leysa þessa umferðarhnúta t.d.  flugvallarvandamál osfrv.  Auk þess er þetta framtíðin maður  og til þess þarf að hugsa þegar gerðar eru áætlanir.  Kv. LG.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ingunn:  Takk fyrir linkinn var að hlusta,  -  Flott lag hjá þér , haltu áfram á þessari braut.  Og fallegur söngur.  Þú er ótrúleg. VÁ !!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ó já!  Loksins eitthvað af viti.

Marta B Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband