17.2.2008 | 23:46
Já, ástin ! Var búin að hóta að ....
Það var verið að minna mig á að ég var búin að hóta því að ég ætlaði að skrifa um ástina þegar ég bloggaði næst. Ég ætlaði að hætta að skrifa um pólitík og einbeita mér að skrifa um ástina þannig lauk ég skrifum mínum sem ég birti hér á blogginu fyrir nokkru, þá hvarflaði ekki annað að mér en að strax daginn eftir mundi ég standa við þessa hótun, þá grunaði mig ekki að strax daginn eftir mundi ég veikjast svo heiftarlega að ég gæti ekki einusinni lesið bloggið mitt hvað þá skrifað nýtt. Ég vaknaði semsagt óvenju slöpp næsta dag og fljótlega kom í ljós að ég var alls óvinnufær sökum flensu og þannig steinlá ég með sótthita og hor í nös kryddað með hálsbólgu og beinverkjum næstu sólarhringa sem gerði það að verkum að ég opnaði ekki einusinni tölvuna hvað þá að ég skrifaði staf. Svo í dag var ég búin að gleyma að ég hafði boðað skrif um ástina. Enda er þessi svokallaði Valentínusardagur liðinn þetta árið en það var einmitt ætlun mín að leggja út frá honum. Svo nú verð ég að finna aðra leið til að segja ykkur sögu ástar og sögu heitra tilfinninga , ég verða að finna aðra nánd á efninu ef svo má að orði komast. Því ég ætlaði einmitt að nota tækifærið og ræða þegar ég uppgötvaði hina einu og sönnu ást og hvernig á því stendur að maður verður alltaf hálf feimin þegar maður hugsar um þessa stóru tilfinningu sem kviknar hjá manni þar sem "Stóra Ástin" í lífi manns er. Og hvernig hún birtist manni tilfinningin um ástina og hvernig ástin birtist manni í daglegu amstri. Ástin er allsstaðar allt um kring það er bara að hleypa henni að, hleypa henni að hjarta sér. Örsaga: Lítill maður lýkur við kvöldmat sinn og segir um leið og hann leggst niður á tvo stóla sem standa hlið við hlið , hann teygir úr sér á stólunum pakksaddur og ánægður en þreyttur eftir daginn og vinnuna á leikskólanum sínum : Amma Lilja segir hann, Amma Lilja hvað ertu að gera? spyr litli maðurinn og stynur þungan af seddu. Ég er bara að ganga frá svarar amma Lilja litla manninum sínum , - Amma Lilja komdu aðeins segir þá litli maðurinn - Hvað er það vinur? spyr amma Lilja um leið og hún gengur til hans. - Amma Lilja sestu hérna segir hann og færir sig aðeins svo amma geti tyllt sér við hlið hans á annan stólinn. - Amma Lilja viltu hvísla að mér : Spyr litli maðurinn svo. - Amma lýtur niður að litla snáðanum og hvíslar að honum lítilli stöku. - , Amma Lilja viltu hvísla ég elska þig , segir hann lágt og lygnir aftur augunum. Og amma laut aftur niður að litla snáðanum sínum og hvíslaði : ÉG ELSKA ÞIG - og við að heyra þessum orðum hvíslað að sér , lokaði litli snáðinn augum sínum og tímdi ekki að opna þau þó að amma bæri hann inn í herbergi og gerði hann kláran fyrir háttinn bæri hann fram á bað og burstaði tennurnar osfrv. það var ekki fyrr en amma breyddi sængina ofaná hann og beygði sig yfir hann til að kyssa hann góða nótt að hann hvíslaði : - ELSKA ÞIG LÍKA amma Lilja - enn með lokuð augu og þar með var hann sofnaður eins og slökkt hafi verið á honum. Þetta er ÁST.
Athugasemdir
Já þetta er skilyrðislaus ást. hann er dásamlegur.
Í kvöld laggðist hann ofan á bringuna á mér og hvíslaði: Mamma viltu syngja um lestina!! Ég spurði hann hvaða lag það væri og hann hváðist ekki vita það. Hugsaði sig smá stund um pikkaði í mig og hvíslaði : Mamma lagið er um lest syngdu bara. Ég byrjaði að syngja tralla lestin keyrir og segir tjútjútjú horfir hann á mig og segir voða glaður: ó mamma þú kannt sko að bulla fínt :) laggðist aftur niður og hélt áfram að hlusta
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.