17.2.2008 | 17:56
Geir góður og Stefán Jón hrei..
Geir góður og Stefán Jón hreinn og beinn eins og hans er von og vísa, því miður missti ég af byrjun þáttarins kom bara inn í þegar Geir var rétt komin í Silfrið., heillandi maður Geir og málefnalegur þarna sat hann geislandi af visku og orku, gefandi von um góða lausn á þeim vanda sem herjar á okkur nú um mundir og einhvernveginn fannst mér Egill líka vera alveg í essinu sínu í dag bæði í samræðum sínum við Geir og ekki síður við Stefán Jón Hafstein sem á ótrúlega skömmum tíma súmmaði upp kreppuástand Borgarstjórnarflokka Reykjavíkurborgar allt frá árinu 1982 til dagsins í dag og dró upp skýra mynd af innanflokksátökum í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins frá sama tíma. hann staðfesti það sem ég hef verið að velta fyrir mér en ekki fengið staðfest fyrr enn nú að enginn, og ég endurtek, " enginn " möguleiki er að koma á, stafhæfum meirihluta í borgarstjórn fyrr en Borgarstórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fundið lausn á sínum vanda grafið stríðsaxir sínar og sameinast um að koma á starfhæfri "Starfsstjórn" sem starfi saman að þeim málum sem ekki þola nokkra bið og áríðandi er að leysa hið fyrsta út kjörtímabilið. Því eins og málum er háttað nú, er enginn starfhæf stjórn við stjórnartauminn í Reykjavík dagsins í dag og verður ekki fyrr en unnið hefur verið úr því sem greinir um þarna innanflokks og greint er frá hér að ofan. Megi þeim bera gæfa til að leggja hag borgarbúa og borgarinnar framar öllu öðru, því að þessu kjörtímabili loknu munu kjósendur skera úr um hvernig til hefur tekist hjá þeim. Trúið mér, núverandi ástand gleymist ekki svo glatt. Annars ætla ég að horfa á endurtekningu á Silfri Egils í kvöld og vita hvort þátturinn hafi verið svona gjöfull og málefnalegur alveg frá byrjun. Kv. Lilja
Athugasemdir
híhí var að bíða eftir pistil um ástina. En koss og knús hringi á eftir :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.