10.3.2008 | 16:52
póli-tískur Skollaleikur
Pólitíkin er sko engin venjuleg tík, sagði eldri kona við mig um daginn. Sko, það hefur bara svo mikið, verið að gerast, i borgarpólitíkinni, uppá síðkastið, sem hefur gert það að verkum, að ég eins og margir fleiri, er alveg logandi hrædd, við það algjöra stjórnleysi, sem ríkir hér í borginni okkar, núna.
Ég sem var svo ánægð með Tjarnarkvartettinn og hann, Dag sem borgarstjóra, fylltist svo mikilli von, og ég ber enn svo mikið traust til þeirra, ég hef eins og nær 70% borgarbúa tröllatrú á þeim. - Strax frá fyrsta degi, þegar ég sá hvað þau voru flott, þegar þau komu þarna gangandi eftir Tjarnarbakkanum, - það minnti mig á suma pólitísku garpana í gamla daga. - Jæja, þá sagði ég við sjálfa mig: Góðan daginn, börnin mín og barnabörn, nú horfir til betri tíðar með blóm í haga. - Það var, sem aftur væri komið vor, sólin skein, og þau voru svo glæsileg,... það var svo mikil reisn, yfir þessu unga fólki, þegar þau komu þarna, gangandi á blaðamannafundinn, þau voru svo tignarleg, geislar sólarinnar léku sér hári þeirra, sem flaxaðist til, í léttri sveiflu, við undirleik haustvindsins, sem galsaðist við jakka þeirra og kápur, með hlýjum hausttónum. - Þau voru svo ung, fersk, og falleg, verðugir fulltrúar nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna. Teikn um "bjarta framtíð". -
Og maður sá líka, hvernig brúnin lyftist, á unga fólkinu í vinnunni minni, sem fann von, kvikna, á ný, í brjósti sér, von um, að nú yrði tekið til hendinni og manngildið sett á oddinn. Og hjá vinum mínum eldri sem yngri kviknaði líka von um að þessi hressi heilsteypti hópur notaði ferskan haustvindinn til að hleypa út "dauninum" af lygilegum vinnubrögðum sem átt höfðu sér stað, m.a. í skjóli myrkvunar haustsins.
Þar áður, hafði ég hlakkað svo til, að sjá, hvernig, unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem kom að völdum með honum Vilhjálmi, ásamt honum Birni Inga auðvitað, hvernig þau spjöruðu sig, nú, þegar þau höfðu fengið sitt tækifæri, til að koma fram góðum málum, með sinni setu í meirihluta. Maður sá, á sínum tíma, hvað þau voru, öll full tilhlökkunar, tilbúinn að leggja sitt af mörkum, til að gera góða borg, betri. Og ég beið líka, full eftirvæntingar, eftir að þau hæfust handa. Og sýndu fyrir hvað þau stæðu.
En í stað þess að standa á sínu, er engu líkara en Skollinn sjálfur hafi snúið þeim, snarlega við, á standinum, og virðist snúa þeim enn. Þó þau æmti og skræmti, skellir hann við því Skollaeyrum og rymur bara aftur og aftur : Ég veit svo langt, sem nef mitt nær, sjallahopps, sjallahey, sjallahoppsassa,- ég er oddviti, nei, ég er ekki Gosi, ég er odd-viti ég ræð öllu. - Og þegar almenningur krefst svara: Skellir hann saman skollaeyrunum svo fast, að viðsnúningur verður enn hraðari, og litlu skollarnir snúast svo hratt, að þau spýtast, út og suður, inn í lyftur, og út um bakdyr, að hafa sumir hvorki heyrst né sést uppfrá því. Svona hafa dagar og vikur hringsnúist í kringum Skolla sem bendir bljúgur á, að þar sem hann sé aðal skollinn, þá sé hann aðal og muni hann, ákveða, allt, hér eftir sem hingað til, hann ráði, öllu, því hann, var valinn, til að ráða, og þau sem sögðust "ekki minnast" þess að hafa "valið hann", svaraði Skolli sem svo: Það skiptir engu máli, svo er ég líka alltaf með, "hundraðfalt lélegra minni" en þið. sama hvað þið segið ,Sjallahopp, sjallahey, sjallahoppsassa, og hafiði það. Þannig leiddust þau út í, einhvern allsherjar, ógeðfelldan, darraðardans, einhvern skollaleik, gamalla refa, sem eingöngu hugsa um að, hlaða undir sig, og sína, og þarna snérust þessir ungu efnilegu pólitíkusar með, nauðugir, viljugir, inn í taktlausan skollaskottís, og halda þar dauðahaldi í flokksreipið sem hangir í lausu lofti inn í Valhöll. - Og þau snúast enn, greyin a'tarna, - snúast eins og þau eigi lífið að leysa.
Í þessum skollaleik, er nefnilega öfugt farið að, á við, alla aðra skollaleiki, sem viðgengust hér áður, og það virðast ungmennin ekki hafa áttað sig á. Það er eins og þau hafi ekki kynnt sér leikreglurrnar, eða, að einhver refurinn hafi sagt þeim vitlaust til (vísvitandi?!?)., í skólanum þeirra.
Yfirleitt er bundið fyrir augun á skollanum, og almenningur dansar alsjáandi í kringum hann, og fylgist með gerðum hans og hegðun, "og bregðast við" ef hann ætlar að svíkjast aftan að þeim, eða, ná þeim á sitt vald með brögðum.
En semsagt, núna, hefur verið bundið, fyrir augu almennings, en "Skollinn" sjálfur, er "alsjáandi", og hann virðist, eftir því, sem manni skilst, hafa bundið fyrir augu, ungmennanna líka, "litlu skollanna sína", sem hann var í forsvari fyrir, og ber ábyrgð á. Ég spyr því, var þarna um misnotkun að ræða?., allavega er ljóst, að eitthvað er að, eitthvað, hefur gerst, sem hefur slegið, litlu skollanna, algerri blindu, allavega alveg út af laginu. Það hefur hvarflað að mörgum, að líka hafi verið, bundið fyrir munninn, á þeim, m.a.s. svo fast, að þau gátu ekki einusinni talað í síma, - og það er ofbeldi, það er ljóst. - ef það hefur verið gert - Og ég spyr sagði konan: Var um meiri misnotkun að ræða?. - og áfram hélt konan og sagði: - Ég velti því nú fyrir mér, hvort að þau séu enn, með einhverskonar," hulinsklúta", bundna fyrir vit sér, en hallast samt meira að því, að það séu "hulinshjálmar", sem loka líka fyrir alla heyrn þeirra, því þau, heyra ekki, ákall okkar borgarbúa, og virðast ekki, geta komið frá sér hljóði, hvað þá, að þau sjái, hvað þau eru að gera. Allavega hef ég engan hitt, sem heyrt hefur frá þessum fyrrum, efnilegu, ungu pólitíkusum. - Sagði konan dapurlega og stundi þungan -.
Því er það mín eina von að þetta unga fólk, snúi bökum saman, rífi af sér hulinhjálmana og sameinist þeim, sem að Tjarnarkvartettinum stóðu, og snúi norður og niður þessa "Skolla" sem öllu hafa snúið á hvolf, og fari að vinna að, hagsmunum borgarbúa allra. Og þá sérstaklega, að umönnun barna, og fari að gera barnafólki það kleift, að byggja upp, framtíð barna sinna hér í borg.
Fari að efla skólanna, byrji á leikskólunum, fari að greiða fólki , sem þar vinnur, mannsæmandi laun, fyrir að sjá um, og hlú að, borgurum framtíðarinnar, og framtíð landsins. Að þau færi sig upp allan skólastigann, og leiðrétti þá launastefnu, sem þessir refir, hafa skellt skollaeyrum við, að laga, og sýni þeim, sem eldri eru, þá virðingu, að þau þurfi ekki að kvíða síðustu ævidögum sínum, heldur fái, að ákveða sjálfir, hvar og hvernig þeir verji sínum efri árum. - Og að aldraðir fái þá umönnun sem þau þarfnast og eiga rétt á.
Það eru nægir peningar til. Það er bara, að setja "manngildin", í forgang, því þar liggur "auðurinn". Hættum að líta undan, og láta, sem við sjáum ekki, skolla landsins leika sér að gullunum okkar. Því okkar er valdið, það koma fyrr en varir kosningar á ný. - Og, þá þurfa þessir sömu pólitíkusar að leggja verk sín í okkar dóm. Og við munum dæma. - Því þessum "Skollaleik" getur enginn gleymt. Og svona fulltrúa kýs enginn aftur. Einmitt, þá, munu borgarar láta vita, að það dugir ekki lengur, að bera við, minnisleysi, hvorki borgarbúa né pólitíkusa.
Svo mörg voru þau orð.
Í þessum pistli, "póli - tík", sem á sínum tíma, hvarf af sjónarsviðinu, týndist í kerfinu, en birtist svo skyndilega í dag, öllum að óvörum. Svo ég læt hann flakka þó seint sé. En skil ekki afhverju hann hvarf.
Athugasemdir
Nú fer síminn að hringja hjá þér mín kæra! ... Búin að uppfæra niðjatalið. Nú er að lesa yfir og senda mér athugasemdir.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2008 kl. 20:53
Datt það sama í hug og nafna mín hér að ofan. Heheheh...síminn verður rauðglóandi næstu dag hjá þér.
Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 07:55
Verð að bæta því við hvurslags snillingur dóttir þín er! Vá maður, gæsahúð og allur pakkinn þegar ég hlustaði á "sungið á brúðkaupsdaginn" og Old Man er líka meiriháttar flott. Afburða falleg rödd sem stelpan hefur, þá er það bara spurningin ... hefur hún þetta úr föðurættinni eða móðurættinni - þar er efinn!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.3.2008 kl. 22:28
báðum ættunum :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 01:18
Síminn var bara í lagi, en ég var ekki í sambandi, mér sló svona heiftarlega niður að ég rauk upp í 40. stiga hita á mánudagskvöld, ég sem ætlaði að vera til staðar og hjálpa henni dóttur minni, þurfti í staðinn að hunskast heim fárveik, og satt að segja hafði ég ekki rænu á að svara símanum mikið. í gær,í dag er ég betri. En ég svara engum kvörtunum yfir blogginu mínu í síma, það er á hreinu.
Já, hún er snillingur þessi stelpurófa, það er unun að hlusta á hana syngja? En það er líka unun að vera í návist hennar, og hlæja með henni. Hún er nefnilega skemmtileg litla skvísan og ég veit alveg hvaðan hún hefur það. Og klár er hún það bera lögin hennar vitni um.
Þakka þér fyrir það Ægir, ég var nú samt að reyna að bæta hann, eða ég hélt það að minnsta kosti. Hvað finnst þér?
Ingibjörg: Hmm. Ingunn virðist hafa svarað sjálf spurningu þinni í athugasemdunum hér fyrir ofan. Ég á nefnilega aðra stelpu sem syngur líka eins og engill, og er alveg gífurlega músikölsk líka, svo: Gettu Nú!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:39
Takk fyrir frábæran pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 00:27
Þakka þér sömuleiðis fyrir innlitið. Og takk fyrir þína pistla í dag, hvor öðrum betri þó gjörólíkir séu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.3.2008 kl. 02:21
Gettu nú segir þú. Úfffff.... ég er alveg á gati, nema þú sért að tala um sjálfa þig?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.3.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.