Enn eitt svindlið .....

 

Af þessari frétt að dæma er ekkert eftir nema skuldirnar,  allar eigur hafa verið seldar til nýstofnaðra fyrirtækja.  

Átti ekki að vera búið að girða fyrr svona svindl ?

Hvar eru allir viðskiptafræðingarnir, og lögfræðingarnir, sem vilja réttlæti framar öllu ?

Eða eigum við líka að sitja upp með þessar skuldir?

Ég segi nei takk, ekki meir !

Ég er alveg pakksödd!


mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli og afmæli í dag !

 

   Í dag eiga tvíburarnir afmæli,  í morgun kl: 10:45 voru tvö ár frá fæðingu nöfnu minnar Lilju Guðrúnar!

Og í dag, klukkan 11:03 eru tvö ár frá fæðingu Ólafar Maríu!

Afmæli og afmæli í dag,  sungu þær hástöfum, þegar þær voru að klæða sig og búa sig undir að fara á leikskólann sinn Hólmasól.  

   Og þar var líka aldeilis tekið vel á móti þeim, með samverustund allra barna á leikskólanum,  eins og reyndar alltaf á föstudagsmorgnum, þá koma öll leikskólabörnin saman og syngja og eiga notalega stund, þennan síðasta vinnudag leikskólavikunnar.

   En samverustundinni í dag, lauk á því að krakkarnir mynduðu stóran hring,  svo steig eldri tvíburinn fyrst inn í hringinn og það var sunginn afmælissöngurinn:  "Hún á afmæli hún Lilja Guðrún, hún á afmæli í dag".   Og hún varð nú bara feiminn, við alla þessa athygli.

   Næst steig Ólöf María inn í hringinn, og það var sunginn afmælissöngurinn, "Hún á afmæli hún Ólöf María hún á afmæli í dag".  Og Ólöf brosti út að eyrum og tók hressilega undir sönginn.

   En amma situr nú heima,  og les og syngur með stórabróður sem er veikur heima og komst því ekki til að taka þátt í samverustund dagsins, og afmælissöngnum. 

 En hann ætlar að verða fljótur að láta sér batna, svo hann komist sem fyrst á leikskólann aftur, því þar er sko gaman.

Það er ekkert stórkostlegra en börn ! Og þvílíkt ríkidæmi að eiga bæði börn og barnabörn.

 

Það er því rík ástæða til að minna á söfnunarátak Barnaheilla, sem hleypt var af stokkunum í dag, og biðja fólk um að bregðast vel við.

 

 

 

 

 


mbl.is Nýtt söfnunarátak Barnaheilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi eða geggjun !

 

Svona hömlulaus græðgi, hlýtur að jaðra við geggjun !

Þó að það þyki sjálfsagt innan bankaheimsins.

Hann gerði þetta, þegar hann var að eigin sögn að hamast við að hjálpa skilanefndinni, aðspurður afhverju hann væri með skrifstofu í Nýja Landsbankanum!

Muniði ekki eftir myndinni af honum sveittum niðrí banka seint um kvöld !

Maður hefði haldið að hann hefði ekki lyklavöld þarna lengur, en jú hann var að hjálpa til í Nýja Landsbankanum. - Sér er nú hver hjálpin!

 Hversu margir voru þarna að "hjálpa" til ?

 Það voru jú nokkrir.

Ég má þá líka  ........

Hann tók milljarð,  ég tók bara nokkur hundruð milljónir,  trilljónir !

Sigurjón sem var með 13 milljónir í mánaðarlaun, plús bónus.  - Var það ekki nóg?

Eða er geggjunin, og siðblindan svo mikil að .....

Þeir halda að þeir eigi þetta, - bara eins og óvitar: "É áetta, og é máedda" !!!!

Spurðu bara lögfræðinginn !

Eins og börn í sandkassaleik hafa "Bankamenn"  fengið að leika sér óáreittir í 5 ár.

Og þeir eru enn að,  þrátt fyrir hrunið!

Er nema von að þeir segi: "É áedda" !!!  

Og hvað fær virtan lögfræðing til að vera málsvari fyrir svona aðgerð?

Heitir þetta þá ekki einbeittur brotavilji.

Geggjun eða græðgi ?

BÆÐI GEGGJUN OG GRÆÐGI. 


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðleikhúsið blasir við .......

 

Þjóðleikhúsið blasir við öllum vegfarendum sem leið eiga um Hverfisgötu, jafn tignarlegt og fallegt og það var fyrir 59 árum síðan.

Ný viðgert að utan sem innan!

Skil ekki alveg þessa frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær,  ég get á engan hátt gert mér grein fyrir tilgangi fréttarinnar. - Því hún er svo tilefnislaus með öllu. Og algerlega út í hött!

En hitt er annað mál að Þjóðleikhúsið er nú að undirbúa næsta leikár, sem verður jafnvel enn meira spennandi en síðasta leikár,  svo ekki sé meira sagt.

Og á morgun eftir vinnu, fara allir starfsmenn Þjóðleikhússins í sína árlegu óvissuferð!

En eins og alþjóð veit þá eru mánudagskvöld, einu fríkvöldin sem leikarar eiga.

Nema ef annaní jólum, annar í páskum, eða annar í hvítasunnu ber upp á mánudaga, þá eiga leikarar ekki frí þau kvöldin.

En við hlökkum öll til morgundagsins, nema hvað. 


mbl.is Þjóðleikhúsinu ekki lokað í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu að djóka !?!?!?!?!?!?

 

     Er þetta eitthvert djók, eða hvað ?!?!?!?

   Ég hélt í alvöru talað, að eftir að staðgreiðsla skatta tók gildi hér á landi,  um áramótin  1987/1988,  höfðum við launþegar þessa lands greitt skatta af lífeyri okkar jafnóðum,  það er að segja við inngreiðslur í lífeyrissjóðinn.  Og þannig hefur það verið  síðan hjá mér.

   Ég man ekki betur en að það hafi verið sett lög um þetta á sínum tíma.

   Þannig:  Að við greiðum jafnóðum skatt af brúttó launatekjum okkar, og þar er lífeyrissjóðurinn innifalinn.  Síðan er lífeyrissjóðurinn lagður inn. 

   Hvenær var þessu breytt? 

   Hinsvegar var það þannig, að fyrir áramótin 1987/1988,  greiddum við skatt eftir á, sem þýddi og þýðir enn,  að við útgreisðlu þeirra peninga, þurfum við að greiða skatt.   

   Svo ég skil ekki alveg hvað er í gangi þarna! 

   Skil ekki hvað Sjálfstæðismenn eru að fara,  með þessari tillögu.

  Getur einhver frætt mig um það!

 


mbl.is Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill ekki spillinguna burt ?!????

 

   Stjórnarherrarnir vissu allir í lok árs 2007 að búið væri að sigla Þjóðarskútunni í strand!

  Stjórnarherrarnir vissu það líka í desember 2006.  Þegar enn var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Famsóknarflokks, að allt væri að sigla í strand.   -   Okkur var bara sagt að það væri misskilningur!

   Þeir vissu það frá því að þeir gáfu bankanna 2003, því þar var ekki grænn eyrir.

   Strax í janúar 2008 veit ég að Geir H. Haarde,  Árni Matthissen og Baldur Guðlaugsson í  Fjármálaráðuneytinu vissu að allt væri komið í strand hér á Íslandi,  því þeir höfðu steytt á skeri, og Bretar hjálpað þeim, sett í þá líflínu og dregið þá að landi,  síðan hleypt þeim til Íslands í von um að þeir gripu þegar til þeirra ráðstafana,  sem þeir lofuðu Bretum að þeir skildu gera.

   En þeir gerðu ekkert með ráðleggingar Bretanna. Enda var þetta auðvitað bara misskilningur í þessum Bretum. 

  Jú, Baldur tók kannski "smá" mark á þeim, hann seldi allavega hlutabréfin sín á fullu!

   Þessvegna kemur manni það ekkert á óvart að Baugur hafi verið komin í þrot í mars 2008, það vissu margir erlendir fjölmiðlar og skrifuðu um það. - Það var bara ekki tekið mark á þeim skrifum hér.

   Og það vissum við líka því alltaf hækkuðu upphæðirnar sem "bréfin" voru seld á, eða ekki seld, heldur þykjustu seld, og skifst á. 

   Og alltaf urðu grófari og grófari myndirnar af græðgi þeirra  "krosseignatengslamanna", sem voru orðnir heimsfrægir á Íslandi og voru nú farnir að færa sig upp á skaftið og farnir að gera útá Ísland, út í heimi, undir nafninu útrásarvíkingarnir.

   Grófasta dæmið er myndin sem birtist af "krosseignatengslamönnunum" þar sem þeir voru að skera grillað svín á hol, til að ná í fyllinguna, sem var rice sem búið var að gylla. -

   Já, þeir þurftu auðvitað að láta gylla morgunkornið svo þeir gætu borðað það. 

  Og síðan sannað að þeir skitu gulli.

   Var ekki alltaf sagt :  Að þeir ættu peninga eins og skít?

 - Einkaþoturnar, þyrlurnar, laxveiðiárnar, og 3000 fm sumarhúsin, og íbúðirnar í New York, London, París, Róm, og hvar þær eru allar villurnar, þeirra "krosseignatengslamanna" sem dugðu þó ekki til að vekja athygli á þeim í útlandinu.

   Svo þeir urðu að  láta gullhúða morgunkornið með 24 karata gulli.  Enda fengu þeir mynd af sér í Fréttablaðinu, þar sem þrír "sukkarar" (man að einn af þeim var Sigurjón), þar sem þrír ídjótar voru að skera svínið á hol með sveðju.   Og hópur dökkklæddra manna með glas í hendi, horfðu gráðugir á. 

  Skrítið að hafa ekkert séð um þetta í Mogganum, voru ekki einhverjir frá þeim þarna ?!?

   Og enn er þetta spilliningarlið að,  - nú er það að safna liði til að koma í veg fyrir að upp um það komist.

   Það vill Evu Jolý burt !

   Það má aldrei verða! 

   Ég vil spillingarliðið burt !  

   Það er nefnilega þetta með "krosseignatengslin"!!!

   Nú verð ég að hætta því ég þarf að ...

  
mbl.is Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega hugsanlegt ....

 

   Þeir sem valdir urðu að íslenska efnahagshruninu og framreiddu þann skuldabagga sem íslenska þjóðin situr nú uppi með,  gala hátt þessa daganna. 

   Mogginn segir að þeir  m. a. s. hóti hugsanlegum mótmælum. - Segir að það sé líklegt að hugsanleg mótmæli verði hugsanlega viðhöfð á Austurvelli.   Það segir Mogginn, og ekki lýgur mogginn. 

   En hvorki Mogginn, né þeir sem stærstan þátt áttu að Icesave,  -  og síðar Icesave-deilunni,   þ.e. fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,  - minnast ekki á það einu orði að bæði Bretar og Hollendingar, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aftra því að Ísland fengi á sig dóm fyrir glæpsamlegt athæfi. 

   Hollenski Fjármálaráðherrann segir það í blaðaviðtali,  að hann hafi ógilt dóm sem féll Hollendingum í hag,  gagnvart Íslandi,  á meðan Íslendingar leituðu leiða til að semja um þessi mál. 

 -  Þegar ekkert gerðist í þeim málum ógilti Hæstiréttur Hollands ógildingu ráðherrans í lok apríl s.l.

   Ég er svolítið hissa á þessu áhugaleysi fjölmiðla,  að hafa ekki gert sér mat úr þessum upplýsingum Hollenskra ráðherrans og hafið rannsóknarblaðamennsku á ný.

Því það er ljóst á orðum ráðherrans að hann virkilega barðist "fyrir hönd" Íslands en  "ekki gegn" Íslandi.

   Ég er handviss um að við hefðum ekki séð neinn Íslending hætta ráðherradómi sínum til bjargar  málstað Breta eða Hollendinga. 

    Hvernig væri að bíða og sjá hvað þessi samningur hefur að gefa,  og fá í kjölfarið allar staðeyndir upp á borðið,  -  því það má líka skilja á orðum ráðherrans að við höfum ekki fengið alla söguna enn.

   Ég ætla að bíða, og sjá. 

Helst vildi ég vera fluga á vegg, hjá þessum aðilum sem ég nefni hér fyrir ofan, þegar þeim verður ljóst,  að upp komast svik um síðir,  sama hversu hátt þeir gala !


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á sömu laun .......

 

      Það eiga allir að vera á sömu launum á meðan við erum að reisa við "efnahagskerfi landsins".

   Og þá á ég við "allir" sama hvaða embætti þeir gegna.

  Það á líka að auglýsa allar stöður "bankastjórastöður jafnt sem annarra lykilstjórnenda  í bankakerfinu". 

   Það á að auglýsa allar lykilstöður í bönkunum,  og bara allar bankastöður á vegum hins opinbera.

   Á nákvæmlega sama hátt og skylt er að auglýsa allar aðrar stöður hjá "ríkinu".

   Og ég endurtek að:  EF ALLIR LANDSMENN VÆRU Á SÖMU LAUNUM, ÞÁ VÆRUM VIÐ EKKI LENGI AÐ NÁ  RÍKISFJÁRMÁLUNUM NIÐUR í NÚLLIÐ. 

   Og ég hvet þá sem núna sitja í Karphúsinu og reyna að ná einhverju vitrænu samkomulagi.

   Að hvetja atvinnurekendur til að leggja sitt að mörkum og, gera hið eina rétta, að borga öllum sömu laun,  því allir eru jafnnauðsynlegir í vinnu.

  Og muna það að enginn er sterkari en veikasti hlekkurinn.  

   Og forstjóri er ekkert merkilegri en maðurinn sem vinnur á gólfinu, því forstjórinn væri ekkert án þeirra sem hjá honum vinna.

   Sama má segja um formenn félaga, það væru engir formenn félaga hvorki stéttarfélaga, eða íþróttafélaga, ef ekki væru félagsmennirnir. 

   Við getum náð fyrr fótfestu á ný,  ef landsmenn allir erum á sömu launum,  þeim launum sem t.d. samkvæmt vísitölufjölskyldunni eiga að duga okkur til framfæris.

   Það gætu verið laun uppá segjum svona 300 - 400 þúsund krónur á mánuði.    Já, bankastjórar góðir afhverju ættuð þið að vera á hærri launum en það?

   Eða þið forstjórar, framkvæmdastjórar, skrifstofustjórar, bifvélavirkjar, trésmiðir, sölumenn, bankagjaldkerar, efnafræðingar, verkfræðingar, Læknar, hjúkrunarfræðingar, skipstjórar, skipherra, flugmenn og flugstjórar, eða hvaða starfsheiti sem nöfnum kann að nefna.

   EF ALLIR LANDSMENN VÆRU Á SÖMU LAUNUM Í,  að minnsta kosti EITT ÁR,  -   ÞÁ VÆRUM VIÐ ÖRUGGLEGA FLJÓT AÐ RÉTTA ÚR KÚTNUM. 

  Allavega fljótari en útlit er fyrir nú, að við verðum

-  Nú spyr einhver:  En hvað með afborganir af íbúðum okkar? 

 - Þá er svarið: -  Ef að við getum ekki borgað af íbúðum okkar af þessum launum, -  þá skulum við bara frysta íbúðasjóðslánin þar til við erum komin á réttan kjöl aftur.


mbl.is Brýnt að auglýsa bankastöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppreist æru !

 

   Ég vil halda því fram að Íslenska þjóðin hafi sýnt það í verki með móttöku sinni við hetjulegri framgöngu Telmu Ásdísardóttur, þegar hún sté fram og sagði sögu sína og systra sinna.  Að  þaðan í frá yrði það ekki liðið á Íslandi að þegja "ofbeldi" í hel. - 

   Því þá loks opnuðust augu Þjóðarinnar fyrir þeim ósköpum sem dunið hafa á saklausum manneskjum sem ekkert hafa til saka unnið,  nema það,  að vera til.

   Breiðavíkurdrengirnir fylgdu sem betur fer í kjölfarið og sögðu sína sögu í heimildarmynd Bergsveins Björgólfssonar og félaga.

   Og Blátt áfram systurnar sem áður höfðu komið fram og sagt sína hryllilegu sögu, fengu loks athygli eftir framgöngu Telmu og Breiðaveikurdrengja, og starfa nú ötullega að forvarnarmálum.

   Einn var sá hópur sem eftir stóð,  og ég hef beðið eftir að stigi fram,  til að fá þá hlustun og þá virðingu sem þeim ber.  

   Beiðni kirkjunnar um fyrirgefningu yfir þögguninni.   því óp þöggunarinnar hefur vomað yfir lífi kvennanna eins og "mara",  allt frá því að gerandinn misbeitti valdi sínu.

 Það eru þolendur fyrrverandi biskups. 

   Nú hefur ein af þeim fjölmörgu konum sem fyrrverandi biskup misbauð,  og átt hefur um sárt að binda síðan, vegna niðurlægingar löggjafarvaldsins og kirkjunnar á málum hennar  - Ákveðið að snúa heim úr útlegðinni, og  stíga fram fyrir skjöldu, og krefjast "réttilega" uppreist æru. 

   Á sinn kurteisa og hlýja hátt, biður konan um afsökunbeiðni  frá Þjóðkirkjunni, sem með þöggun sinni hefur kúgað hana og svívirt nafn hennar í öll þessi ár.

Ég þekki ekki þessa konu, og hef aldrei hitt hana.

   En þegar mál þetta kom upp á sínum tíma var ég á fundi kvenna,  sem var að fjalla um svipuð  málefni.  -    Þá komu þar fram konur sem þekktu til kvenna sem lent höfðu í þessum "geranda".  - Þegar var ákveðið að taka þetta mál til umræðu,  þar sem þetta varðar rétt kvenna.  Þá steig fram þolandi og sagði sína sögu.  -  Ég varð miður mín.

   Tveim árum seinna kemur til mín móðir leikfélaga dóttur minnar, og segir mér að fjölskyldan litla sé að flytja úr landi, svo hún vilji kveðja mig,  og þakka mér fyrir allt.  -  Ég var að elda köldmat,  þegar hana bar'að garði, "dýrindis lax" sem mér hafði áskotnast" svo ég bauð henni og hennar litlu fjölskyldu að borða með okkur.  Og var það vel þegið.

    Þegar við sitjum undir borðum, eftir að hafa gætt okkur á "laxinum",  heyrum við,  sagt frá því í sjónvarpsfréttum kvöldsins, að þessi hugrakka kona Sigrún Pálína sé að flytja burt frá okkar góða landi,  vegna þeirra móttöku sem mál hennar hefur fengið .  

   Ég fer náttúrulega að býsnast yfir fréttinni og segi þeim af fundinum og frá minni upplifun þar,  þá verður mér litið á " matargesti" mína,  og sé að þessi "litla fjölskylda" situr skjálfandi með tárin í augunum. -   Mér var allri lokið.

    Þá kemur í ljós að Móðirin er eitt af fórnarlömbunum, var ekki nema tólf ára þegar hún reyndi að segja frá,  og uppskar útskúfun fjölskyldunnar. 

Daginn eftir sagði ég mig úr Þjóðkirkjunni.

   Og hef ekki gengið í hana aftur þrátt fyrir góð samskipti mín við kirkjuna og kirkjunnar menn marga hverja.  - Og þrátt fyrir, að ég hafi unnið mikið fyrir Þjóðkirkjuna, eftir úrsögn mína.

Þá vita þeir kirkjunnarmenn sem ég hef unnið fyrir, hversvegna ég er utan Þjóðkirkjunnar. 

   Og að ég muni ekki ganga í Þjóðkirkjuna aftur fyrr en kirkjan hefur gert hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkennt  þann órétt sem þessar konur voru beittar

    Þá mun ég stolt ganga í Þjóðkirkjuna á ný.


mbl.is Sigrúnu boðið á fundinn 19. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og í hryllingsmynd !

 

Aumingja drengurinn, honum hlýtur að hafa liðið eins og í hryllingsmynd, úr því að hann grípur til þess örþrifaráðs að brjótast inn í banka á Íslandi.  

Hverjum nema örvita og algjörlega örvingluðum manni lætur sér detta í hug,  að leggja það á sig, að sparka upp hurð í banka á Íslandi, til þess eins að brjótast inn.

Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi haldið að hann hefði eitthvað upp úr krafsinu.   

Maðurinn hlýtur að hafa verið sturlaður úr hræðslu, að vilja heldur vera handtekinn fyrir að brjótast hér inn í banka, fyrir að ræna mynt sem er ekki einusinni örmynt. 

 Frekar enn að lenda í   ..............  HVERJU !?!?!?!?!?!?! 

Það er nefnilega það.  Lenda í hverju ? 

 Hvað var vesalings maðurinn að flýja,  sem var svo ógnvænlegt,  að sjóliðinn ungi kaus frekar að lenda í herfangelsi,  fyrir að brjótast inn í fyrrverandi banka, en að lenda í klónum á ............. HVERJU?

Nema,-  kannski greip sjóliðinn ungi til þessa örþrifaráðs, vitandi að þá loks mundi lögreglan koma og hann fengi þá hjálp sem hann þurfti. -  Þ.e. að komast undir læknishendur.


mbl.is Braust inn í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband