Allir á sömu laun .......

 

      Það eiga allir að vera á sömu launum á meðan við erum að reisa við "efnahagskerfi landsins".

   Og þá á ég við "allir" sama hvaða embætti þeir gegna.

  Það á líka að auglýsa allar stöður "bankastjórastöður jafnt sem annarra lykilstjórnenda  í bankakerfinu". 

   Það á að auglýsa allar lykilstöður í bönkunum,  og bara allar bankastöður á vegum hins opinbera.

   Á nákvæmlega sama hátt og skylt er að auglýsa allar aðrar stöður hjá "ríkinu".

   Og ég endurtek að:  EF ALLIR LANDSMENN VÆRU Á SÖMU LAUNUM, ÞÁ VÆRUM VIÐ EKKI LENGI AÐ NÁ  RÍKISFJÁRMÁLUNUM NIÐUR í NÚLLIÐ. 

   Og ég hvet þá sem núna sitja í Karphúsinu og reyna að ná einhverju vitrænu samkomulagi.

   Að hvetja atvinnurekendur til að leggja sitt að mörkum og, gera hið eina rétta, að borga öllum sömu laun,  því allir eru jafnnauðsynlegir í vinnu.

  Og muna það að enginn er sterkari en veikasti hlekkurinn.  

   Og forstjóri er ekkert merkilegri en maðurinn sem vinnur á gólfinu, því forstjórinn væri ekkert án þeirra sem hjá honum vinna.

   Sama má segja um formenn félaga, það væru engir formenn félaga hvorki stéttarfélaga, eða íþróttafélaga, ef ekki væru félagsmennirnir. 

   Við getum náð fyrr fótfestu á ný,  ef landsmenn allir erum á sömu launum,  þeim launum sem t.d. samkvæmt vísitölufjölskyldunni eiga að duga okkur til framfæris.

   Það gætu verið laun uppá segjum svona 300 - 400 þúsund krónur á mánuði.    Já, bankastjórar góðir afhverju ættuð þið að vera á hærri launum en það?

   Eða þið forstjórar, framkvæmdastjórar, skrifstofustjórar, bifvélavirkjar, trésmiðir, sölumenn, bankagjaldkerar, efnafræðingar, verkfræðingar, Læknar, hjúkrunarfræðingar, skipstjórar, skipherra, flugmenn og flugstjórar, eða hvaða starfsheiti sem nöfnum kann að nefna.

   EF ALLIR LANDSMENN VÆRU Á SÖMU LAUNUM Í,  að minnsta kosti EITT ÁR,  -   ÞÁ VÆRUM VIÐ ÖRUGGLEGA FLJÓT AÐ RÉTTA ÚR KÚTNUM. 

  Allavega fljótari en útlit er fyrir nú, að við verðum

-  Nú spyr einhver:  En hvað með afborganir af íbúðum okkar? 

 - Þá er svarið: -  Ef að við getum ekki borgað af íbúðum okkar af þessum launum, -  þá skulum við bara frysta íbúðasjóðslánin þar til við erum komin á réttan kjöl aftur.


mbl.is Brýnt að auglýsa bankastöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það kostaði nú ekkert smávegis að ráða alla þessa snillinga sem nú eru að störfum í bönkunum til bankanna(að vísu voru þeir ráðnir af fyrri eigendum,svo ríkið er ekki skuldbundið þeim á neinn hátt)þetta eru sérfræðingarnir sem settu okkur á hausinn og ætla síðan að ganga að heimilum okkar þegar við getum ekki borgað skuldirnar þeirra...

zappa (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Liberal

Svei mér þá ef þetta er ekki það heimskulegasta sem ég hef lesið alla vikuna. Mér er það til efs að fólk sem heldur svona fram geti hugsað hálfa hugsun hjálparlaust.

Liberal, 3.6.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þessir svokölluðu "snillingar" verða bara að hætta í bönkunum ef þeir vilja ekki vinna á sömu launakjörum og aðrir landsmenn. - Það er til nóg af góðu fólki ssem er tilbúið að leggja sitt af mörkum, fyrir sömu laun og allir aðrir landsmenn fá.

 -

 - Ef að við eigum öll að gjalda fyrir þeirra "skuld" eða "græðgi", þá skulu þeir hinir sömu bara búa við sömu kjör og við hin.

-

Ef þeir vilja ekki vera á sömu launum og við,  þá skulu þeir greiða til baka það sem þeir tóku, með vöxtum, verðbótum og vísitölu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Húrra fyrir þér Liberal, mikið ertu nú "líbó"!   - Eða ertu hræddur greyið?  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Liberal

Nei, síður en svo. Mér finnst þetta bara svo víðáttuvitlaust.

Sem hugmynd að niðurskurði í ríkisfjármálum hef ég lagt til að öll leikhús og hljómsveitir verði tekin af ríkisspenanum, eða ætli það séu ekki nógu margir landsmenn sem væru til í að leika án þess að fá greitt fyrir það?

Bara svona til að gefa þér hliðstæðu.

En í alvöru talað, mér finnst stórmerkilegt hvað þú getur slegið um þig með fullyrðingum um hluti sem þú klárlega og sannanlega hefur ekki hundsvit á. Til að svara því hvort ég sé hræddur, þá svara ég því hiklaust játandi. Við höfum kommúnista við stjórn sem eru nánast búnir að fullkomna endalok þjóðarinnar - fyrst skal millistéttinni útrýmt og svo er restin þá sjálfdauð. Ef þú ert ekki hrædd við núverandi stjórn, þá veistu greinilega ekki hvað bíður þín.

Liberal, 3.6.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veistu Liberal að þú minnir mig á máltækið:  Margur heldur mig, sig.

-

Ég ætlaði að fara að svara þér, datt samt í hug að skoða síðuna þína áður, svona til að vita hvort þú værir ekki að grínast.

 - Þegar ég sá skrif þín, þá sá ég að þú ert ekki svaraverður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2009 kl. 23:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér lýst vel á þessa hugmyndi hjá þér Lilja mín.  Alveg er ég til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2009 kl. 00:05

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir það Ásthildur, ég hef fengið einmitt fengið miklar og jákvæðar undirtektir frá góðu fólki eins og þér.

-

   Enda úrþví Fidel Castro gat frestað jólunum á sínum tíma,  þá ættum við að geta jafnað laun landsmanna, til bráðabrigða. En auðvitað munu þeir "mjálma", sem missa spón úr aski sínum í smátíma,  1-2 ár.   -

En þeir hafa svo það sem eftir er ævinnar til að vinna það upp missinn.

- Sem þeir hefðu annars ekki ef fyrirtækin væru farin á hausinn,  vegna þess að heimilin fóru á hausinn, og því voru engin viðskipti.

-

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 00:19

9 identicon

Sæl Lilja mér er spurn hvernig er hægt að setja alla undir einn hatt. Heldur þú virkilega að Jóhanna og allir sem sitja á ALÞINGI væru sammála þessu. Eins og Jóhanna sagði sjálf um daginn það á engin sem vinnur hjá ríkinu að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins. Ég er ekki sammála þessu það ætti frekar að horfa á menntun og í hvaða störfum viðkomandi er. Ég er ekki viss um að sérfræðingar sem starfa á t.d. landspítalanum væru sammála þessu. Við myndum eflaust horfa á landflótta hjá þeim og hvar stæðum við þá. Eigum við að samþykkja það að borga 7000 milljónir fyrir óráðsíu útrásarvíkinga og í því sambandi bendi ég á grein Þór Saari sem segir að eina málið sem núverandi ríkisstjórn hugsi um sé aðild að ESB sama hvað hún kostar okkur skattborgara sem eru flestir að fara á hausinn vegna þess að það vantar SKJALDBORG heimila sem allir töluðu um en engin framkvæmir sama í hvaða flokki þeir tlheyra. Kannski væri þjóðstjórn besta lausnin.Kær kveðja ein sem er búin að fá nóg af kjaftæði og ekkert skeður

Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 01:04

10 Smámynd: Egill

Hugmyndin er falleg, og ef allir væru til í að fara eftir þessu þá gæti þetta vel virkað.

en, þetta mun aldrei ganga upp og allir vita það, þú þar með talin.

mannskepnan er einfaldlega ekki að fara að sætta sig við sömu laun og einhver 20 ára nýútkominn úr skóla vinnandi á leikskóla, ef það hefur eytt 20 árum í fræðinám. Menntun verður að vera einhvers virði, annars verður stöðnun, og þar sem þetta myndi aldrei eiga við nema hér á landi þá myndu þeir með menntun fara úr landi í tonnatali og finna vinnur annars staðar í heiminum og fá þau laun sem þau gætu sætt sig við.

Þetta veistu vel, það má vel vera að þér finnist þetta vera galli á manninum, og hver veit, kannski er það svo, en hann fer ekkert þó við viljum það.

Einnig, ef þú værir í skóla núna, 3 ár eftir og þú sérð fram á að þurfa borga X mikið fyrir þau 3 ár.

a) þú klárar skólann eftir 3 ár og sérð fram á að fá vinnu fyrir 200k krónur á mánuði.

b) þú setur skólann í pásu og bíður þar til launin eru komin á sinn stað og svo klárar á þeim tíma og færð þau laun sem þér finnst eðlilegt fyrir þá fórn sem þú færðir á altari menntakerfisins.

örfáir hugsjónamenn myndu velja A, og þá helst þegar þeir væru spurðir af fjölmiðlum með myndavélarnar í andlitinu á þeim, restin velur B, nema þeir væru til í að fara úr landi og vinna þar sem hluti væri án efa til í að gera.

ég get farið út í nánari útskýringar á mannlegu eðli, um hvernig við erum til í að taka á okkur högg ef við vitum að aðrir taki einnig höggið, en við þvertökum fyrir það að taka þyngra högg en inn aftur og aftur, en mig grunar að þér lítist svo vel á þessa hugmynd þína að þú munir "quote" "mæna" mig til að draga samhengið í sundur eða einfaldlega ekki svara þessu á eðlilegan máta.

samt sem áður er ég sammála þér að þetta gæti vel virkað ef allir væru til í þetta, það einfaldlega mun bara ekki gerast :)

Egill, 4.6.2009 kl. 02:57

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Líst vel á hugmyndina tína kæra Lilja.Tó ég´sé hrædd vid tad sem koma skal í landi voru  megum vid ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefanna.

Hjartanskvedja til tín frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 4.6.2009 kl. 07:37

12 identicon

Engar launahækkanir fyrir almenning en fyrir bankastjóra ríkisstarfsmenn gildir allt annað

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:56

13 Smámynd: Garún

Hugmyndafræðin er réttlát í eðli sínu!  Mannlegt eðli er það ekki.  Við erum ofurseld samkeppninni og afkomufóbíu frá okkur sjálfum.  Engin nema Ögmundar myndu samþykkja þetta og varla þá.  Því miður 

Garún, 4.6.2009 kl. 12:06

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þessar góðu pælingar Egill !  Þú velur gott dæmi um 20 ára einstakling búinn með framhaldsskóla  fær vinnu á leikskóla á sömu launum og sá sem stundað hefur leikskólafræðin í 20 ár.

-

Svar mitt er þetta:  Mér finnst alveg sjálfsagt að þeir sem valdir eru til að starfa með og sjá um, "framtíð landsins" því bönin eru jú framtíðin.  Fái sömu laun fyrir sömu vinnu.

 -

 - Enda læra kynslóðirnar hver af annari, deila reynslu og þekkingu, nýjum fræðum og gömlum.  Læra að skiptast á skoðunum. 

-  En það er ekkert sem segir að ekki megi bjóða þeim hærri laun þegar "krepputímabilinu" er lokið.

- Þar sem ég setti fram þessa hugmynd sem tillögu að lausn á meðan við erum að vinna okkur útúr því ástandi sem hér mun ríkja næstu tvö árin.  Vona ég svo sannarlega að fólk klári sitt nám, og komi út í atvinnulífið vel menntuð uppfullt af nýjum og nýtum hugmyndum. 

-

Ef að ástandið er enn svona svart eins og það lítur út fuyrir að vera núna, þá tel ég að námslánin eigi að vera í formi styrks, þ. e. a. s. óendurkræf af hálfu LÍn.  - 

 En við tökum á því þegar þar að kemur. Núna þurfum við að taka höndum saman og vinna okkur út úr aðsteðjandi vanda.

-

Að lokum Egill:    Ég lít á þetta sem tækifæri til að leiðrétta þann gerræðislega launamun sem ríkir í landinu, öllum til óþurftar eins og svo vel hefur sýnt sig.

Ef okkur tekst að nýta tækifærið sem nú gefst, og  leiðrétta launamunin,   Þá erum við komin langleiðina út úr þeim vanda sem kreppan er, og þá er eftirleikurinn auðveldur.

-

Því vandinn er að stærstum hluta sá, hvernig fáeinir gráðugir einstaklingar, og þeirra ahangendur hafa sölsað undir sig vermæti þjóðarinnar, og veðsett.

-

Og tekið eignarhaldi á auðlindum þjóðarinnar og veðsett út og suður.

-

Og nú er komið að skiladögum, og þjóðin er sett á skuldaklafann, og á að borga brúsann. 

-

Á meðan aðrir býsnast í Suðurhöfum yfir hvað evran er orðin dýr og þeir geti ekki keypt sér almennilegt rauðvín með matnum lengur, því það sé orðið jafndýrt og á Íslandi. 

-

Finnst þér ekki bara sanngjarnt, að ef við eigum að borga JAFNT á við hina hálaunuðu, EYÐSLU þessara gæðgisherra.

Að þá séu vinnulaun okkar JÖFNUÐ líka.

ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ EINA LEIÐIN TIL AÐ SÆTTA. ÞJÓÐINA.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 14:35

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ójú, Guðrún það er allthægt ef viljinn er fyrir hendi. - Ekki lögðu forfeður okkar á sjóinn forðum þegar þeir flúðu Noreg, sannfærðir um að þeir mundu nú drukkna á næsta skeri.

 - Ó, nei ! Þeir leituðu betra lífs og fundu.

Þessvegna eins og þú segir megum við ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefanna. 

Og til þess verðum við að dæla út hugmyndum vega þær og meta, kanna þær og kynna. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 14:41

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einmitt Birna Dís og því þurfum við að breyta.  Það á jafnt yfir alla að ganga.  Og hana nú!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 14:43

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Garún, afkomufóbía, er gott orð.  - Þessvegna held ég að eina ráðið sé til að lækna hana er að setja alla á sama "bekk".  Það skal eitt yfir alla ganga! -

Allir eiga að greiða jafnt upp skuldahallann, gott og vel , þá skulu líka allir hafa sömu laun á meðan, skuldahallinn er greiddur upp.

Og næsta skref verður að minnka þennan fáránlega launamun í landinu.

Breyta verðmætamati þjóðarinnar:  Ljósmæður, leikskólakennarar, kennarar, osfrv.,   afhverju eiga þeir aðilar sem vinna við að uppfræða "framtíð landsins" ekki að vera á hæstu launum, næstir forsætisráðherra.

Það er ég viss um að Ömundur samþykkir það.

Ætli mörgum batni þá ekki "afkomufóbían"!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 14:51

18 Smámynd: www.zordis.com

Mér finst þetta alveg frábær tillaga. Það væri gaman að sjá þetta virka og verða að raunveruleik.

www.zordis.com, 4.6.2009 kl. 18:45

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær hugmynd, sem myndi stuðla að umburðarlyndi og auðmýkt og það er það sem þessa þjóð vantar sárlega

Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2009 kl. 01:15

20 Smámynd: Aprílrós

Alsekki vitlaus hugmynd á meðan þjóðin er að rétta úr kútnum. ;)

Aprílrós, 5.6.2009 kl. 07:29

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil benda þeim sem hneykslast á þessari tillögu Lilju Guðrúnar á að lesa nýjustu færslu Láru Hönnu þar sem hún setur inn grein eftir Sverrir Jakobsson um hina raunverulegu hagsæld og hvað gerðist.  Ég er sammála henni að það er öllum holt að lesa greinina.  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/890365/#comment2445339

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2009 kl. 08:56

22 Smámynd: Egill

Hugmynd sem ég fékk væri sí svona, bæti við nokkrum pælingum um af hverju.

- hæfni kostar, því hærri laun sem boðin eru, því meiri líkur er að þú fáir hæfiríkasta fólkið til að sækja um.

- of há laun fyrir verk sem verður sjaldan eða aldrei metið verðleikum dregur að sér fólk sem er ekki endilega hæfileikaríkt á því sviði sem þarf heldur fólk sem er vel með máli farið og getur talað sig út úr öllu (pólitíkusar).

a) laun stjórnmálamanna eru lægstu launin í landinu

b) setja inn einhvern lífeyrispakka, sem miðast við þau laun sem þú hefur á almenna vinnumarkaðinum, þetta er þá hlutinn sem dregur fólk að (allir vilja þennan pakka)

c) hámark 8 ár í stjórnmálum

fá hreyfingu á þing, fá hæfileikaríkt fólk á þing, fá fólk sem er ekki lífstíðarpólitíkusar, losna við fólk sem er hæfileikalaust en getur talað sig út úr öllu.

setja kúrvuskatt á,  lægst launuðu borga minni skatta, og prósentan hækkar örlítið þar til komið er í ofurlaun, setja inn klausur um að þú getir gefið í líknarmál tengt íslandi sem tegund af skattaborgunum (sbr: kvenna athvarfið, mæðrastyrksnefnd, leikskólamál, sjónarhóll etc)

við viljum alls ekki fæla í burt hálaunafólk, við viljum hafa það hér á landi og að það borgi skattana sína, og þegar þú ert að borga svona mikið af þeim þá mátti ráða örlítið hvert peningarnir þínir fara.

35 ára aldurstakmark á fólk á þingi, sem og 55 sem efra þak. 

Viljum fólk sem smá reynslu af lífinu, en ekki fólk með reynslu af lífinu sem gæti verið aðeins of úrelt. 

Viljum að ofan á laun þingmanna bætist bónusar í takt við menntun (ef þú ert viðskiptaráðherra og hefur menntun á því sviði þá færðu 20k hærri laun en ella etc), aðrir bónusar koma í lok kjörtímabils í formi könnunar sem er fyllt út á sama tíma og þú kýst næsta hóp á þing.

stóðst þig vel +20k

stóðst þig ásættanlega +0

stóðst þig illa -20k 

og þetta kemur sem bónus , aðili vinnur 8 ár á þingi og fyrra tímabilið fékk hann ásættanlega einkunn, seinna fékk hann góða einkunn.

4 x 12 = 48 , x 20 = 960 þúsund í bónus.  til hamingju þú stóðst þig vel fyrir íslensku þjóðina.

eitthvað í þessa átt.

Egill, 5.6.2009 kl. 11:53

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Egill sé að þú ert komin á kaf í útfærslu á hinu "Nýja Íslandi", gott mál það.

En til að gera langa sögu stutta, vil ég benda þér á að lesa þarna bloggið hennar Láru Hönnu sem hún Ásthildur Cesil linkar á hér fyrir ofan.  Það skýrir allt sem ég er að segja. 

Og höldum svo áfram með hugmyndasmíð þaðan?

Ertu til í það?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.6.2009 kl. 14:18

24 Smámynd: Garún

Hey Lill...ég reyndi að hringja í þig í gær en ekkert gerðist.  Ég vil endilega heyra í þér....ég hugsa að ég verði í borg óttans á mánudaginn næst....ertu game?

Garún, 5.6.2009 kl. 21:04

25 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk, frábær hugmynd! Ég hef sjálfur alla tíð verið latur, ekki nennt að mennta mig mikið eða taka að mér ábyrgarmikið og erfitt starf. Það kæmi sér vel fyrir mig að fá sömu laun og þeir sem eru duglegri en ég. Vonandi gerist það sem fyrst.

Mér líst líka vel á hugmyndina um frystingu lána. Ég lenti í harðri samkeppni við annað fólk þegar ég keypti mér húsnæði síðast, yfirbauð alla, sprengdi verðið upp úr öllu valdi en tók bara lán til að dekka það! Nú get ég ekki borgað svo mér finnst það góð hugmynd að þeír sem höguðu sér af meir skynsemi geri það bara fyrir mig eða ég bara frysti lánið þangað til það bara gleymist...

Hörður Þórðarson, 5.6.2009 kl. 21:18

26 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Garún ég var í tökum.  Er fín á mánudag eftir vinnu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.6.2009 kl. 22:25

27 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, Hörður þá ert þú væntanlega ekki í vondum málum,  svo vesæll og aumur hrokagikkur eins og þú lýsir þér sjálfur með skrifum þínum. - 

Þá nennirðu ekki heldur að láta það eftir þér að fara inn á linkinn sem hún Ásthildur Cesil bendir hér á,  í athugasemd nr: 21 hér fyrir ofan.  Þar sem hún hvetur bloggara að fara inn á bloggið hennar Láru Hönnu, skoðaðu það.

 Lestu þar grein Sverris Jakobssonar þar sem hann vitnar í afar merkilega bók Guðmundar Magnússonar.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.6.2009 kl. 22:36

28 Smámynd: Garún

Mánudagur eftir fjögur er díll!  Hlakka til!

Garún, 6.6.2009 kl. 10:38

29 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sammála.

María Kristjánsdóttir, 13.6.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband